Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Page 14

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Page 14
 Þá er það hommatríóið Bronski Beat. Þeir eru ósköp óstjörnulegir útlits — gera meira að segja í því að vera það. Hins vegar er breiðskífan þeirra The Age of Consent (Lög- aldur) hin glæsilegasta: orkudiskó sungið í falsettu — fjörugt, ekki vél- rænt. Og textarnir eru auðvitað um homma: „Það var ekkert ákveðið fyrirfram, en við getum ekki sungið um margt annað. Hommapólitík er meðal þess mikilvægasta í lífi okkar,” segir söngvari þeirra í Bronski Beat, Jimi Somerville. Enda Þá hafa verið taldir upp meiri- háttar spámenn í hommapoppinu um þessar mundir — og þó, næstum var ég búin að gleyma gamla brýninu Tom Robinson sem alltaf er að og var auðvitað töluvert á undan þessum „nýju” strákum sem hér hafa verið taldir. Hann er ekki síður meiriháttar en þeir. Tom er reglulegur baráttu- rokkari, skemmtilegur og stéttvís. Af minniháttar popphommum mætti nefna fríðleikspiltinn Marilyn og Pete Burns, söngvara Dead or Alive, sem að visu er að verða minna minniháttar, miðað við vinsældalista, m.a.s. á íslandi. Sem sagt, karlmenn vaða alls staðar uppi á dægurlagasviðinu nú sem fyrr og á öllum vígstöðvum. Engin yfirlýst lesbía hefur þar sést þótt heterósexúal konur láti þar æ meira að sér kveða. Hins vegar eru sumar þekktar hljómlistarkonur sterklega grunaðar um að vera ekkert voðalega heteró — má þar t.d. til- Boy George. nefna þær heiðurskvinnur og hörku- músíkanta Grace Jones, Janis Ian, Joan Armatrading, Joan Baez, Ninu Hagen, Joan Jett og Patti Smith... Hins vegar má kannski segja í þessu máli sem öðrum mannréttindamálum að þá fyrst hylli undir jafnrétti þegar hætt verði að tala um að einhver sé „öðruvísi” en hinir „venjulegu”. er Bronski Beat eina sveitin sem fræg hefur orðið eingöngu út á opinskáa baráttu sína fyrir homma — hinn glysfulli sjóbissness hefur þar hvergi komið nærri. Hins vegar máttu þeir þola það í breska sjónvarpsþættinum Top of the Pops að karl og kona dönsuðu við lag þeirra Smalltown Boy, svona til að koma í veg fyrir allan „misskilning” áhorfenda. En ekki hafa allir húmor til að láta fara svona með sig og er Mark Almond, hommahelmingurinn af dúóinu Soft Cell, einn af þeim. Hann hefur neitað að halda sig innan vissra takmarka og er talið að óþægð hans sé þess valdandi að vinsældir hans hafa minnkað; hinar ýmsu stofnanir í poppiðnaðinum sjái til þess. 14 The Smiths: Andy Rourke bassaleikari, Mike Joyce trommari, Johnny Marr gítarleikari, hljómborðsleikari og lagasmiður, Paul Morrisey söngvari og textasmiður.

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.