Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 20
TU \i'°
pegai'l’i'amct
seltistMÍogy^e*uð’
SV°^ daue^thUg
06 ,, bvgg' undu
að"fenvSatói
annao en , einu
en fann sv0 U‘ maðut byr)at a
hV0 at ég ektó annað ást{angm
L hadi að ég vær blæðmgum
S-°smtre^stTdur
. r tífið OtðtO
Sv° -U-St degi
vjVÍt ^ntóngunni
sSs*---'
Elsa
íslcNsk- IesbísIía
Eins og flestum er kunnugt lá starf-
semi Samtakanna ’78 að mestu niðri
meðan við höfðum ekkert húsnæði,
mánuðina október til febrúar, en
meðan starfsemin fór fram á Skóla-
vörðustígnum voru haldin nokkur
kvennakvöld sem öll voru ágætlega
sótt.
Eftir að búið var að koma húsnæðinu
í Brautarholti í gang í febrúar, fóru
konur að huga að kvennastarfinu
framundan og þann 9. mars var
boðað til fundar þar sem ákveðið var
að efla starf lesbía og hafa það
nokkuð formlegt. Gestur á fundinum
var íslensk lesbía, búsett í Svíþjóð og
hvatti hún okkur til dáða um leið og
hún lýsti því starfi lesbía sem hún
hefur kynnst erlendis. Niðurstaða
fundarins var sú að sækja skyldi um
að fá leigt herbergi í Kvennahúsinu,
til að fá öruggan stað til að hittast á.
Jákvætt svar barst frá Húshóp
Kvennahússins þann 1. apríl (ekki
aprílgabb) þar sem okkur var afhent
eitt herbergi í húsinu til afnota svo og
réttur til afnota af sameiginlegum
herbergjum samtakanna sem í húsinu
eru. Með þessu má segja að brotið sé
blað í sögu lesbía á íslandi, þar sem
við erum í fyrsta sinn sjálfstæðar og
óháðar hommunum fjárhagslega.
Boðað var til fundar í Kvennahús-
inu 13. apríl og mættu þar rúmlega
20 lesbiur og ræddu framtíðarstarfið.
Ánægjan var mikil með það skref
sem nú hefur verið stigið og var
ákveðið að hópurinn kallaði sig ís-
lensk-lesbíska... til bráðabirgða að
minnsta kosti, því ekki voru allar
sáttar við orðið út frá málfræðilegum
forsendum, en flestum fannst það
fela í sér svolítinn húmor, og því
betra en eitthvað formlegra nafn.
Ákveðið var að framvegis yrði
„Opið hús” í Kvennahúsinu, Hótel
Vík, á laugardögum kl. 17—19, þar
sem félagskonur og aðrar sem áhuga
hafa á að kynnast starfinu, eru vel-
komnar. Einnig var samþykkt að á
fimmtudagskvöldum yrðu lesbíur til
viðtals í símatíma Samtakanna, til að
auðvelda konum að hafa samband,
sem ekki hafa lagt í að koma í Sam-
tökin.
Kvennakvöld voru svo haldin í
Brautarholtinu 23. mars og 3. maí og
tókust bæði með ágætum.
Forsenda allrar starfsemi er að
sjálfsögðu peningar og væntum við
þess að konur styrki starfsemina,
bæði með því að greiða 100 krónur á
mánuði upp í húsaleiguna í Kvenna-
húsinu og að greiða félagsgjöld Sam-
takanna. Ef einhverjar eru svo í
vandræðum með peningana sína er
hægt að leggja framlag inn á banka-
bók íslensk - lesbíska, eins og sést
hér í blaðinu. Þannig stuðlum við að
blómlegu starfi lesbía á íslandi.
Elsa og Stella.
20