Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 22
Saga orðanna
Hvað þýða eftirfarandi orð: kynvillingur, kynhvörf, hýr,
kynvilla, kynhvarfi, kynhvarfur?
Jú, þetta eru orð sem notuð eru yfir homma og lesbíur og
samkynhneigð. En hvers vegna eru þessi orð notuð umfram
orðin sem þau standa fyrir: hommi, lesbía, samkynhneigð?
Um það fjallar þessi grein.
Þegar Samtökin ’78, féiag lesbía og
homma í íslandi, lét úr vör vorið ’78
blés ekki byrlega því skútan var vart
komin á flot þegar áhöfninni bárust
þær fréttir hvaðanæva að, að bannað
væri að sigla undir merkjunum
hommi og lesbía: orðin voru tabú líkt
og málefnið.
En hvernig er hægt að skapa
umræðu um það sem ekki má nefna á
nafn eða kalla sínu rétta nafni?
Svarið liggur í augum uppi: Það er
ekki hægt — enda er það líka tilgang-
urinn.
Þó höfðu orðin hommi og lesbía
verið notuð í áratugi (ásamt læknis-
fræði- og sjúkdómsheitinu kynvilla
og orðum sem dregin eru af því) og
enginn haft neitt útá það að setja,
enda umfjöllunin ávallt mjög nei-
kvæð og þarafleiðandi ekki
„viðkvæmt mál”. En strax og sam-
kynhneigt fólk ætlaði sjálft að nota
þessi orð í hlutlausu samhengi á við
eftirfarandi auglýsingu: „Hommar.
Lesbíur. Munið fundinn í kvöld.
Samtökin ’78”, þá varð þetta fólk og
þessi orð skyndilega tabú á nýjan
leik.
Skrípaleikur
í þessari stöðu upphófst ljótasti
skrípaleikur með orð sem átt hefur
sér stað um langa hríð. í örstuttu máli
er söguþráðurinn eftirfarandi:
Samtökin ’78 unnu ötullega að því að
útrýma hinum fjandsamlegu orðum
úr íslensku máli og festa þrenninguna
„hommi, lesbía, samkynhneigð” í
(góðum) sessi í málinu — og varð
nokkuð ágengt. Ekki voru þó allir á
einu máli um ágæti þessara framfara
og héldu sumir á lofti fjandsamlegum
orðaforða með sjúkdómsheitið
kynvilla í broddi fylkingar, og var og
er Morgunblaðið helsti boðberi þeirra
viðhorfa sem í orðinu felast, enda
opinber stefna blaðsins að ala á ótta
og fordómum og hatri í garð sam-
kynhneigðs fólks. Öðrum féll ekki að
heyra sannleikann og kusu sér rósa-
mál, og vaið þá til oiðið hýr. Og loks
komu til skjalanna íslenskufræðing-
arnir sem tóku að sér að vinna gegn
hagsmunum samkynhneigðs fólks,
og sameinuðu þeir rósamálsstefnuna
og sjúkdómsheitastefnuna í nýyrðinu
kynhvarf. (Sem er auðvitað ekkert
annað en orðið kynvilla klætt í kjól
og hvítt. En sjúklingur heldur áfram
að vera sjúklingur þó hann sé
klæddur upp og rós tyllt í hnappa-
gatið).
Grannt skoðað
Förum nú aðeins í saumana á ferlinu
sem lýst er hér að ofan.
Dagblöðin hafa verið mjög erfið í
þessu máli, og blaðamenn virt að
vettugi hlutlæga orðnotkun, en þess í
stað kosið að nota fjandsamlegan
orðaforða. Frá þessu eru þó einstakl-
ingsbundnar undantekningar. Frétta-
stofu sjónvarps tekur varla að nefna
vegna þess að þar á bæ er tilvist
homma og lesbía á íslandi ekki viður-
kennd. Afturámóti kemur fyrir að
samkynhneigt fólk birtist í erlendum
kvikmyndum eða skemmti- og
fræðsluþáttum í sjónvarpi og hafa þá
þýðendur nær undantekningalaust
stuðst við orðin kynvilla (algengast),
kynhvörf, hýr, eða hreinlega sleppt
að þýða viðkomandi orð ef það er
hægt með einhverjum ráðum. Auk
þess hefur allskyns rugl og vitleysa
vaðið uppi í þýðingum í sjónvarpi
varðandi samkynhneigt fólk, og kór-
ónaði allt það rugl þegar orðið
hommi var þýtt sem álfur í Ættar-
óðalinu í fyrravetur: „You look like
two fairies” var þýtt „Þið lítið út
einsog tveir álfar.”
Útvarpsmálið
Þá er það útvarpið, íslenska ríkis-
útvarpið við Skúlagötu. Ég veit eigin-
lega ekki á hverju skal byrja í um-
fjöllun um þessa stofnun: þennan
risavaxna lygavef, fullan af mann-
leysum, valdhroka, óheilindum, lög-
leysum og þótta. í örstuttu máli:
Fyrir uþb fjórum árum hugðust Sam-
tökin ’78 auglýsa í útvarpinu. Auglýs-
ingin hljóðaði svo: „Hommar. Les-
bíur. Munið fundinn í kvöld. Sam-
tökin ’78.” Það undarlega skeði að
auglýsingunni var skilað til baka með
þeim orðum að svona dónaskapur
fengi ekki inni í útvarpinu. í samtali
við fyrrverandi útvarpsstjóra, Andrés
Björnsson, var þessi ákvörðun ríkis-
útvarpsins staðfest. Samtökin ’78
skutu málinu til útvarpsráðs. Þar var
samþykkt að þau mættu auglýsa í út-
varpinu, og staðfesti þáverandi for-
maður útvarpsráðs það í blaðafrétt.
Farið var með sömu auglýsinguna
aftur eftir þessi málalok útvarpsráðs,
en viðtökurnar urðu þær sömu og
áður. Félaginu var nú heimilt að aug-
lýsa — en með því skilyrði að auglýs-
ingunum yrði ekki beint til homma
og lesbía. Rætt var aftur og aftur við
fyrrverandi útvarpsstjóra og honum
bent á að stefna rikisútvarpsins í
þessu máli bryti í bága við ákvæði
mannréttindasamninga um frjálsa
miðlun upplýsinga og að þessar að-
gerðir ríkisútvarpsins skertu tjáning-
arfrelsi minnihlutahóps og möguleika
hans á að taka á móti upplýsingum.
Fyrrverandi útvarpsstjóri svaraði
þessu engu. Leitað var aftur til út-
varpsráðs sem í þetta sinn kaus að
sinna ekki málinu. Nú var leitað til
forsætisráðherra, Steingríms
Hermannssonar, forseta íslands, Vig-
dísar Finnbogadóttur, — og forseta
alþingis og fyrrverandi útvarpsstjóra
var afhent mótmælaskjal með
kröfum homma og lesbía um frjálsa
miðlun upplýsinga. Haldinn var mót-
mælafundur fyrir framan alþingis-
húsið og við sendiráð íslands á
Norðurlöndum og sendiherrum
afhent mótmælaskjöl til íslensku rík-
isstjórnarinnar og þess krafist að rík-
isstjórnin beitti sér í þessu máli og sæi
um að landslög væru virt. Þá sendu
þúsundir Norðurlandabúa
fyrrverandi útvarpsstjóra mótmæla-
bréf.
Hver er svo niðurstaðan af öllu
þessu? Jú, sumarið 1983 kom á fund
okkar í Samtökunum Guðrún Guð-
laugsdóttir, fréttamaður á ríkisút-
22