Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 24

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 24
^^^^ekruna endanlega i hendur ítalskra innflytjenda, er höfðu flust að og tekið við störfum þrælanna. Og því var það þegar Mjallhvít fyllti átjánda árið, að hagur fjölskyldunnar var sem hér segir: Tveir elstu bræðurnir voru í góðum efnum, því að báðir höfðu kvænst til fjár — annar konu af líbanonsku bergi brot- inni, hinni ítalskri — og áttu hlut í gjöfulli starfsemi tengdafólksins. Sá þriðji hafði haldið til Bandaríkjanna að leggja út á tæknibrautina. Hann hafði fjarlægst fjöl- skylduna svo, að hún frétti ekki lengur af honum. Faðir- inn var nú látinn og hafði ánafnað konu sinni hinni frönsku mestallar eigur sínar er eftir voru, þar á meðal borgarsetur fjölskyldunnar í Campos Elizeos hverfi og málverk þau og listaverk önnur, er hann hafði viðað að sér á listmunauppboðum í Evrópu. Og því miður var hagur Mjallhvítar svofelldur: Henni hafði með naumindum tekist að ljúka gagnfræðanámi, en hafði áður verið vísað úr skóla tvívegis fyrir ósæm- andi framferði. Nú átti hún heima í litlu húsi á Rua Helvetia, aðdáunarfögur en fátæk, og hafnað af fjöl- skyldunni fyrir karlmennskuleysið, og einu tekjur hennar voru leigur fyrir annað hús eins við hliðina. Þessi hús voru það eina, er hún hlaut í arf eftir föður sinn. Ekki var hægt að segja að hún hefði ekki tilfinningu fyrir list og fegurð, því að hana hafa flestar drottningar hvort eð er, en hana skorti allan menningarlegan bakgrunn. Samt sem áður var hún tryggur lesandi Prousts og hún dáði Parísarborg, þó að í því efni yrði hún að byggja á reynslu annarra, því að féleysi hindraði að hún gæti ferðast til Norðurálfu og séð hana eigin augum. Enn átti hún þó ættarnafnið góða til þess að bera með sóma, en enga hafði hún stöðuna svo að hún hefði til þess efnin. Skinnið litla, hve lífið hefur þá verið henni ömurlegt! í æsku Mjallhvítar var samkynhneigð ekki þetta leyfi- lega, léttúðlega, gamansama, skemmtilega, auðskilda, upphafna, uppörvaða, dáða, dýrkaða og almennt stund- aða, sem hún er nú. Fjarri fór því. Þá voru konur konur og menn menn, og ekkert rúm fyrir þá sem þar urðu á milli, trönsur og tvítóla. Drottningar voru ekki einu sinni drottningar, og þegar dömur urðu að minnast á þær roðnuðu þær á bak við blævænginn og sögðu mariquin- has, maríurnar litlu. Mennirnir þeirra kölluðu þá kynvill- inga eða öfugugga, og framsækið æskufólk, það sem var á undan tímanum, nefndi þær frescos, hina fersku, eða veados, homma. í sannleika sagt voru þær úrhrök, stuggað burt úr mannlegu samfélagi og haldið frá eins og þar færu líkþráir og yllu hneykslun með því að bera lýti sín á torgum. Þetta var ægileg sorgarsaga. Á þessu válynda skeiði varð Mjallhvít, örsnauð og munaðarlaus, að feta sinn varðaða veg, og hann þræddi hún eins og Kristur á leið á Golgata: hún tók kross sinn og bar — en miklu hægar og miklu varlegar. Miklu hægar af því að hún náði svo miklu hærri aldri en frels- arinn, og miklu varlegar af því að bræður hennar hefðu áreiðanlega gengið af henni dauðri hefðu þeir vitað hana láta bera á sér opinberlega. Reyndar lá við að þeir gengju af henni dauðri er þeir fréttu, að sést hefði til hennar að hanka sér menn við Viaduto do Chá. Elsti bróðirinn, er var þeirra óhaggan- legastur í strangri kaþólsku, sá er hafði án nokkurs réttar tekið sér nafnbótina Barón af Alfazema — og ætl- aði sér — hafið þið heyrt annað eins? — að láta hann ganga til elsta sonar síns með líbanonsku konunni — hann varð yfir sig reiður og hneykslaður yfir því að sést hafði til Mjallhvítar — þetta voru orð hans — „þar sem^*. Hrúður — kona Nakið undur fallið regn Hrúður kona blaut í gegn Fingra fylli daggartár rennur niður skapahár Á kafi innst í þinni lind augun þin spegilmynd Fjaran horfin flæðir inn eftir situr ilmur þinn Sandra Björk 24

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.