Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Síða 25
-—hún dró hið göfuga nafn ættarinnar og grónar dyggðir
hennar niður í ræsið.” Hann hótaði því að hann myndi
gera hana útlæga — það er að segja koma henni fyrir á
geðveikrahæli, — og gera lögfræðilegar ráðstafanir til
þess að svipta hana aleigunni, húsunum í Helvetiustræti.
Hvað vesalingurinn hefur orðið að ganga í gegnum!
Mjallhvít varð svo slegin, henni var svo brugðið, að
hún skalf af ótta er hún hélt út af skrifstofu bróður síns.
í þá daga var Avenida Paulista enn hljóðlátur staður.
Þarna var þá, og er enn, á milli borgarsetranna, sem
gömlu ættunum í Sao Paulo tókst með erfiðismunum að
halda eftir að verðbréfamarkaðurinn hrundi, og
ævintýrahallanna, sem hinir nýríku hafa reist á síðustu
fáanlegu lóðunum, þarna var trjágarður, að öllu leyti
náttúrunnar smíð, þar sem friðsælir malarstígar lágu um
trjálundi og breiður villiblóma. í þessari vin, fjarri hjarta
borgarinnar, fann Mjallhvít sér skjól fyrir siðgæðisheift
fjölskyldunnar. í vari trjánna gekk hún um og krúsaði
frá því síðdegis og fram undir náttmyrkur, óhult fyrir
fyrirlitningaraugliti þeirra er voru söguberar bræðranna.
Hún nam land ellegar ruddi braut í þessu hverfi borg-
arinnar, opnaði nýjar lendur þeim er á eftir komu. Þegar
fundið var upp og farið að nota slagorðið Ekkert
stöðvar Sao Paulo, hafði Mjallhvít þegar staðið lengi í
fremstu víglínu að þenja út sjóndeildarhring þeirrar
borgar, er hraðast óx í veröldinni.
Garðurinn fagri varð Mjallhvíti fljótlega afar nákom-
inn, og er tímar liðu fram varð hún órjúfanlega tengd
garðinum, svo samofin varð tilvera þeirra. Síðdegis,
þegar hún var komin út í skóg, gengu smiðirnir, sem
voru að reisa síðustu glæsihúsin í hverfinu, við hjá
henni. Löngu seinna, þegar þenslan varð í byggingariðn-
aðinum og farið var að rífa gömlu einbýlishúsin og
rýma fyrir skýjakljúfum þá gengu aðrir smiðir — synir
og sonarsynir þeirra frá því í gamla daga — gegnum
skóginn, og þar var Mjallhvít þá enn og beið þeirra
æðrulaus.
En vissulega var ýmislegt orðið breytt. Árin höfðu
liðið, gegnum hana, framhjá henni, yfir hana. í drottn-
ingarandlitið, er eitt sinn var svo ferskt og fagurt sem
rósarhnappur, voru komnar hrukkur, og augun orðin
þrútin og Ijóminn gamli að mestu horfinn úr þeim. En
hörundið var enn óaðfinnanlega hvítt — hún forðaðist
sólskinið umfram allt — og hárið gjáði enn, með lítils
háttar hjálp Black Mystery frá L’Oreal, eins og blá-
svartir vængir graúna.
Hún vaknaði til lífsins klukkan fjögur, er hún tók sér
far með sporvagninum „Avenida” á horni Rua Helvetia
og Avenida Sao Joao, og hélt í garðinn. Hún kom
þangað fyrir sólsetur, rétt í tæka tíð til þess að sjá
börnin litlu leika sér í sandinum og á milli trjánna, fjarri
vonsku heimsins, ellegar hjóla um stígana undir vökulu
auga barnfóstra sinna. Þá fékk Mjallhvít sér sæti á stein-
bekk nokkrum rétt hjá pissiríinu, við stíginn sem bygg-
ingamennirnir þurftu að ganga. Hún fór öðru hvoru inn
á pissiríið og vann, eins oft og með þurfti, en aldrei var
hún á stjái eftir myrkur, því að eins og allir vita er lofts-
lag í Sao Paulo svo óstöðugt, að gróðurblettirnir, sem
eru ekki margir í borginni, verða oft rakasamir að næt-
urlagi.
Það var síðdegis einn fagran septemberdag, að stór-
kostlegri hugmynd laust niður í huga Mjallhvítar, þar
sem hún sat á bekknum sínum og horfði á síðustu geisla^-^.
Nótt í Warnemunde
Langa molluheita nótt létum við fyrirberast
einsog vanræktir já löngugleymdir
smámunir aumasta umrennings
uppi í töskuneti lestarklefanna
því við komumst ekki lengra var sagt.
Við biðum ferjunnar undir morgun.
Aðeins að liðnu dægri
var því heitið við hlytum öll að
komast heilu í höfn
handanvið sundið.
Ég man það stirndi á dökk augu í grímunni
þegar ekkert var talað
ekki einusinni hvíslað góða nótt.
Er ekki öldungis sama hvar um jörð maður
flækist, ég spyr,
er maðurinn ekki alltaf
einsog hverannar löngugleymdur skjatti
í pinklaneti Stórasannleiks
og bíður ferju sem að lokum, ég spyr,
flytur hann út á þetta óræða og þó svo
títtumtalaða sund
og má þakka Almættinu
ef einhverjum kann að þóknast
að ljúka upp á hann dökkum augum andartak
hvar hann þreyir molluheita nótt?
Kannski ekki.
ElíasMar (1953)
25