Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 29
News“. Blaðið styðst einkum við
auglýsingar úr eigin röðum. Enda
þótt aðstandendur ritsins ali með
sér þá von að geta talið enska aug-
lýsendur á að fylgja fordæmi
þandarískra kollega, stendur það
ekki á nægilega traustum grunni til
að fylgja hinu djarfa fordæmi
stærsta hommablaðsins i Washing-
ton, ,,The Blade“, að sniðganga al-
farið auglýsingar með kynferðislegu
innihaldi.
„Venjulegar auglýsingar“
,,The Blade“ er ekki lengur háð
slíkri vöru en hagnast einkum á
,,venjulegum“ auglýsingum. Gagn-
stætt því sem gerist i San Francisco
einkennist hommasamfélag Wash-
ingtonborgar í umtalsverðum mæli
af fáguðum, borgaralega klæddum
mönnum, sem stunda sérhæfð störf
og hafa meiri áhuga á eigin frama-
ferli en kynferðislegum sérþörfum.
Washington, með öll sín söfn, veit-
ingastaði, mikinn fjölda einhleypra
og frjálslyndi hvað snertir atvinnu-
ráðningar, er almennt talin heppileg
til að setjast að í. Auglýsingar fast-
eignasala eru því orðnar drjúg
tekjulind fyrir ,,The Blade“. Þessir
fáguðu viðskiptavinir koma nú í
staðinn fyrir þá er áður var höfðað
til með auglýsingum á eggjandi leð-
urfatnaði.
Svo dæmi sé tekið má nefna aug-
lýsingu fyrirtækisins ,,The Point“ á
stóru fjölbýlishúsi i Silver Spring,
Maryland, með einkasundlaug,
upplýstum tennisvöllum og hús-
vörslu allan sólarhringinn: ,,Ef þér
getið hugsað yður að búa með góð-
um vini, með nóg húsrými, án puk-
urs og án þess að ofbjóða fjárhags-
legri getu yðar ... veljið þá þriggja
herþergja íbúð hjá okkur. Ef þér
kjósið að nota þriðja herbergið sem
bókasafn eða setustofu getum við í
kaupbæti látið í té ókeypis dyra-
búnað.“ Auglýsing sem þessi er
sögð fá meiri undirtektir í homma-
blaði en öðrum blöðum. Að hún
verða fyrir neinu misrétti.
í mörgum amerískum borgum
hafa fasteignasalar sannfærst um
að hommar vilji gjarnan festa kaup
á niðurníddum fasteignum í mið-
bæjum borganna þar sem konur og
fjölskyldur með börn búa ógjarnan.
Borgarhlutar í Washington eins og
Foggy Bottom og Capitol Hill eru
aftur komnir til vegs og virðingar,
einkum fyrir tilstuðlan homma. Á
siðari tímum hafa hús í mun verr
þokkuðum hverfum verið gerð upp
af hommum og hafa endurunnið
nokkuð af fyrri glæsileika. Ný
rannsókn Kinseystofnunarinnar á
hommum, búsettum á San Franc-
isco svæðinu sýnir, að hommar eru
almennt vinsælir leigjendur. Leigu-
salar töldu, að hommar kynnu að
nota tekjur sínar og þekkingu til
innréttinga á húsnæðinu og að bæta
eignina. Lesbíur voru oftar taldar
óæskilegar og þóttu líklegri til að
lifa óreglubundnu lífi, kannski
vegna þess að margar
þeirra eiga börn, auk
þess sem tekjur
þeirra eru lægri.
homma hefur blómstrað, jafnhliða
því sem þeir eru innlimaðir í samfé-
lagið í vaxandi mæli. Ferðaskrif-
stofur homma njóta vinsælda og
vaxa í slíkum mæli að aðrir minni-
hlutahópar gætu ekki leikið það eft-
ir. Hin sjö ára gamla ferðaskrif-
stofa, „Uranian Travel“ i London,
kallar sig t.d. „stærstu og vinsæl-
ustu hommaferðaskrifstofu í
heimi“. Skrifstofan býður upp á
ferðir til Bandaríkjanna og til
þekktra tískustaða í Vesturevrópu
eins og t.d. Vestur-Berlínar og
Amsterdam. „Uranian Travel“
hefur upp á að bjóða hótel, sem
einungis eru ætluð hommum, á
Ibiza og Mykonos, leiðsögn um
stærri borgir og sumarfri í homma-
umhverfi, allt frá diskótekum til
baðstranda. Gagnkynhneigðu fólki,
sem leitar þjónustu, er ekki vísað á
bug. Það hefur meira að segja gerst,
að viðskiptavinirnir hafi tekið
mömmur sínar með sér!
I Bandaríkjunum eru til bað-
strendur þar sem hommar eru að
verða allsráðandi, en þekktastar
þeirra eru Key West og Fire Island