Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Side 2

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Side 2
Félags- og menningarmiðstöð SAMTAKANNA "78 y SAMTÖKIN 78 FELAG LESBIA OG HOMMA Á ÍSLANDI Laugavegi3 Pósthólf 1262 Opid hús f Regnbogasalnum mánu- dags- og fimmtudagskvöld kl. 20-24. Einnig er opið síðdegis á laugardögum kl. 14-18 og á laugardagskvöldum kl. 22- 01. Bókasafn Samtakanna '78 er opið þrisvar í viku. Mánudaga og fimmtudaga kl. 20-23 og laugardaga kl. 14-18 Nýkom- ið úrval góðra bóka Nú eru upplýsingar um bókakostinn væntanlegar á Netið eft- ir áramótin! Upplýsinga- og ráðgjafarsími Samtakanna '78 Við svörum í símann mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 20-23. Ráðgjafi er bundinn trúnaði um alla þá vitneskju um málefni einstaklinga og annarra aðila sem hann fær í störfum sínum hjá Sam- tökunum '78. Síminn er 552 7878. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 er Ragnar Ragnarsson. Hann starfar hvern virkan morgun á skrifstofu félagsins, en sinnir erindum gesta og svarar í síma kl. 11-12. Síminn er 552 7878. Viðtalstími formanns er á mánudögum kl. 21-22 Trúarhópur starfar á vettvangi Samtakanna '78 og kemur saman hvern sunnudag kl. 17 á Laugavegi 3. Þar hittist hópurinn ýmist til helgihalds, bæna- eða samræðustunda. Ýmsir gestir úr hópi þjónandi presta eða djákna leiða helgistundirnar. Alla sunnudaga í aðventu er haldin helgistund í kapellunni á Laugavegi 3 kl. 17, og á aðfangadagskvöld fer þar fram jólahelgistund kl. 23:30. Trúar- hópurinn hvetur alla til þess að sameinast í fagnaðarboðskap jólanna þetta kvöld, og væntir þess að sjá sem flesta. Hinsegin dagar 2000 Samstarfsnefnd um Gay Pride 2000 í Reykjavík hittist á Laugavegi 3 flest miðviku- dagskvöld kl. 21. í starfinu taka þátt fulltrúar fimm félagasamtaka samkynhneigðra og svo sannarlega þurfum við núna á auknum kröftum að halda ef okkur á að takast að gera ívið betur en á árinu sem er að Ijúka. Sláist í hópinn og leitið nánari upplýsinga hjá Heimi Má Péturssyni, framkvæmdastjóra Hinsegin daga. Netfang Heimis er heimir @siberia.is og hann svarar öllum fyrirspurn- um á augabragði. Revolta Ungliðahópur Samtakanna '78, er hópur fólks á aldrinum 16-26 ára. Þau hittast í fé- lagsmiðstöðinni hvert föstudagskvöld. Leitið nánari upplýsinga hjá símaráðgjöfinni á mánudags- og fimmtudagskvöldum. Safnið nú kjarki og sláist í hópinn. Foreldrasamtökin '78 eru ekki aðeins hópur foreldra heldur líka allra aðstandenda lesbía og homma. Þau koma saman á Laugavegi 3 hvern laugardag kl. 14 til þess að spjalla saman í klukkutíma yfir kaffibolla. Tilgangur starfseminnar er að miðla reynslu og styðja aðstandendur á þann hátt að þeir geti siðan orðið börnum sínum og öðru samkynhneigðu fjölskyldu- fólki að liði í lífsbaráttunni og öðlist þrek til þess að taka á eigin tilfinningamálum sam- fara því að horfast í augu við samkynhneigð barna sinna. Allir hjartanlega velkomnir og fyllsta trúnaðar er gætt um það sem rætt er á fundunum. Ragnar framkvæmdastjóri veit- ir allar nánari upplýsingar á skrifstofutíma og aðstoðar fólk við að komast í samband við forsvarsfólk Foreldrasamtakanna. AA-fundir fyrir samkynhneigða og tvíkynhneigða eru haldnir á Laugavegi 3 á þriðjudagskvöldum kl. 21. Gay-AA-fundir eru einnig haldnir á Tjarnargötu 20, B-sal á laugardögum kl. 18. Fundirnir eru vel sóttir af alkohólistum sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir og leita að nýjum lífsstíl - allsgáðir. Við hvetj- um alla samkynhneigða og tvíkynhneigða sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða að líta inn. Stonewall Félag samkynhneigðra nemenda í fram- haldsskólum. Leitið nánari upplýsinga í fé- lagsmiðstöð Samtakanna '78 121 Reykjavík Sími 552 7878 Fax 552 7820 Stjórn Samtakanna '78: Formaður: Matthías Matthíasson Varaformaður: Klara Bjartmarz Gjaldkeri: Marteinn Tryggvason Ritari: Hulda Hauksdóttir Meðstjórnendur: Roald Eyvindsson, Sigríður Birna Valsdóttir og Þorvaldur Kristinsson Framkvæmdastjóri: Ragnar Ragnarsson Samtakafréttir koma út mánaðarlega. Blaðið er sent félagsmönnum, almenningsbókasöfnum, bókasöfnum framhaldsskólanna og einnig er því dreift á bari og kaffihús. Fréttabréf þetta er öllum opið án ritskoð- unar en aðsendar greinar skulu merktar höfundi enda birtar á hans ábyrgð. Skiladagur greina og tilkynninga er 20. hvers mánaðar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður þessa tölublaðs: Þorvaldur Kristinsson Umbrot: Kristinn Gunnarsson Prentun: Prentrún Netfang: gayice@mmedia.is Vefsíða: www.gayiceland. com/reykjavik 2 SAWITAKAFRÉTTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.