Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Qupperneq 3

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Qupperneq 3
AGÆTU SAMTAKAFELAGAR Frá formanni Loks hefur stjórn Samtakanna ,78 náð þeim áfanga að gefa út eintak af Samtakafréttum sem að öllu leyti er prentað í prentsmiðju. í hálfan áratug höfum við ein- ungis haft bolmagn til að gefa út nokkur tölublöð með prentaðri kápu, en innsíður blaðsins hafa verið Ijósritaðar. Svo er frábærri hönnun Kristins Gunnarssonar að þakka að þetta hafa fáir séð en útgáfa af því tagi er tímafrek og krefst mikillar vinnu við frágang og samsetningu að Ijósrit- un lokinni. Sú leið var því valin að gefa mánaðarlega út lítil fréttabréf með tilkynningum og auglýsingum en vanda til sérstakra viðbótareintaka, tvisvar til þrisvar á ári. Með því næst það markmið að Samtakafréttir koma reglulega út en einnig gefst tími til að leggja nokkra vinnu í útgáfuna, án þess að þeim sem að verkinu koma sé ofboðið með óhóf- legu vinnuálagi eins og reyndin hefur verið þegar fyrri tölublöð Samtakafrétta hafa verið unnin. Til þess að kosta útgáfuna voru seldar auglýsingar í blaðið, enda er ekki unnt að greiða prentun og annan kostnað án þess. Um leið gefst fyrirtækjum kostur á að kynna sig eða starfsemi sína fyrir þeim stóra hópi sem samkynhneigðir neytendur eru. Það er eftirtektarvert hvað forsvarsfólk fyrirtækja er í aukn- um mæli að vakna til meðvitundar um nauðsyn þess að ná til okkar sem sérstaks markhóps fyrir vöru eða þjónustu. Slík vakning er af hinu góða því að bæði er það sýnt að lesbíur og hommar eru sterkur neytendahópur en einnig er það kostur fyrir okkur að sjá hvaða fyrirtæki eru tilbúin að lýsa yfir stuðningi við málstað okkar með því að styðja við útgáfu á okkar vegum. Ég vil óska okkur öllum til hamingju með hversu vel til hefur tekist og um leið þakka þeim Þor- valdi Kristinssyni og Kristni Gunnarssyni sérstaklega fyrir þeirra mikla framlag til blaðsins. Á sama tíma og við stöndum á tímamótum í útgáfu- málum þá eru það einnig tímamót að hafa búið í nýju hús- næði í bráðum ár. Að því tilefni er vert að staldra við og íhuga hverjar hugmyndir félaga í Samtökunum eru varð- andi notkun nýrrar félagsmiðstöðvar. Lögð hefur verið á það áhersla undanfarna mánuði að Ijúka flestum þeim verkþáttum sem eftir voru þegar félagsmiðstöðin var tekin í notkun og hafa þeir Ragnar Ragnarsson og Sigþór Sig- þórsson tekið drýgstan skerf af því starfi. Margt hefur unn- ist á þessum tíma en ennþá hefur ekki tekist að fram- kvæma allar þær breytingar sem áætlaðar voru á húsnæð- inu. Vonir standa til að unnt verði að Ijúka þeim fyrir vorið. Til þess að nýting húsnæðisins sé sem best þarf meira líf í húsið, fleiri opnunartíma og aukna þjónustu. Stjórn Sam- takanna '78 réði í byrjun desember veitingastjóra, Rósberg Snædal, til þess að vinna að þessum þáttum. Hlutverk veit- ingastjóra er að sjá um mönnun kaffivakta, standa fyrir uppákomum og þemakvöldum, auka girnileika veitinga á kaffistofu og vera myndlistarhópi innan handar um að afla listsýninga í húsið. Meðal þeirra nýjunga sem Rósberg hef- ur þegar sett á dagskrá er „Fyrirlestraröð fröken Rósu" sem kynnt er á fimmtudagskvöldum í vetur. Einnig hyggst Rósberg láta reyna á tíðari opnanir félagsmiðstöðvarinnar og verða þær auglýstar í félagsmiðstöðinni og í Samtaka- fréttum. Efling starfseminnar er því þegar hafin, en betur má ef duga skal. Skoðanir Samtakafélaga þurfa að koma fram um hvernig unnt er að bæta og auka starfsemi félags- miðstöðvarinnar. Því er hér með lýst eftir hugmyndum um nýjungar í starfseminni eða athugasemdum um það hvað betur mætti fara. Þeir félagar sem búa yfir hugmyndum um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar eða um félagsstarfið almennt eru beðnir um að koma þeim á skrifstofu Samtak- anna '78 sem er opin milli 11-12 alla virka daga eða stinga þeim í póstkassa Samtakanna sem er á fyrstu hæð á Laugavegi 3. Um leið og við siglum inn í annríki aðventunnar með tilheyrandi menningar- og matarveislum er vert að rifja upp að í allsherjarnefnd Alþingis bíður frumvarp að lögum um ættleiðingar eftir afgreiðslu nefndarinnar. Það er mikil- vægt að þingmenn í nefndinni afgreiði frumvarpið til ann- arrar umræðu með þeim sjálfsögðu breytingum að lesbíur og hommar öðlist rétt til jafns við aðra þegna landsins til frum- og stjúpættleiðinga. Til þess að sá réttur fáist þarf einnig að breyta lögum um staðfesta samvist, en slík breyting yrði minni háttar og ætti það ekki að vefjast fyrir vöskum þingmönnum að leggja fram lítilsháttar breyting- arfrumvarp þess efnis áður en haldið er af stað í jólagjafa- leiðangra. Einnig er vert að rifja upp þegar stórhátíð krist- inna manna gengur í garð að þjóðkirkja okkar íslendinga hefur ekki ennþá fullnægt jafnrétti innan sinna vébanda hvað varðar þjónustu öllum þegnum hennar til handa, óháð kynhneigð. Það er sjálfsagt réttlætismál allra lands- manna að kirkjan sem ríkisstofnun varpi af sér því oki að vera ofurseld öfgatúlkunum á heilagri ritningu og fari í auknari mæli að vera sú mannræktarhreyfing sem lagt var upp með í öndverðu. Með aðventukveðju og von um gott starf þingmanna og presta. Matthías Matthíasson. r.h L uritt GUESTHOUSE GISTIHÚSIÐ Lufltt Spítalastígur 1 101 Reykjavík • Sími: 511 2800 og 896 1263 Fax: 511 2801 • Netfang: luna@islandia.is Veffang: www.islandia.is/~luna/ SAMTAKAFRÉTTIR 3

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.