Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Side 5

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Side 5
heimsfréttir HUGLEYSI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Oft hafa Samein- uðu þjóðirnar fordæmt opin- berlega ofbeldi og kúgun gagn- vart samkyn- hneigðum um víða veröld. En á heimavelli vefst eitt og annað fyr- ir þessari merku stofnun sem mis- munar gagnkyn- hneigðum og samkynhneigð- um þar á heimili að sögn GLOBE- UN (Gay, Lesbian or Bisexual Employees at the UN). Talsmenn GLOBE-UN benda á að hvað varðar trygging- ar, eftirlaun, dán- arbætur og dag- peninga, svo og vegabréfsáritanir til fjölskyldna starfsmanna, þá hunsi Samein- uðu þjóðirnar rétt samkyn- hneigðra til jafns við gagnkyn- hneigða starfs- menn sína. Kevin Louis frá SÞ svarar því til að stofnunin treysti sér ekki til að stíga feti framar þeim þjóðum sem í hlut eiga og viðurkenna ekki samkyn- hneigða eða fjöl- skyldulíf þeirra. „En eftir því sem ríkin endurskoða afstöðu sína hljóta SÞ líka að gera það sama og jafna rétt starfsmanna sinna án tillits til kynhneigðar." ÞK/Rex Wockner BISKUPAR í MÓTBYR Með hverju misserinu verður samkynhneigð sterkari þáttur í lífi biskupa um all- an heim. Bæði í Bandaríkjunum og í Rússlandi hafa þeir neyðst til þess að láta af embætti vegna mála sem samkynhneigð varða. Nýlega neyddi prestastefna rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar til dæmis vinsælan og áhrifamikinn ungan biskup til þess að víkja úr embætti eftir að hann hafði verið orðaður við ástir með eigin kyni og lent í klónum á fjárkúgurum af þeim sökum. Þá hefur páfinn í Róm skipað biskupi nokkrum í Kaliforníu að víkja úr stóli eftir að sá var sóttur til saka fyrir að hafa notið ásta með einum af prestum sínum. Innan norsku þjóðkirkjunnar standa öll spjót á biskupnum Rosemarie Kphn sem fyrir nokkru veitti séra Siri Sunde prestsembætti í stifti sínu, en séra Siri býr í staðfestri samvist með annarri konu. Öllu bjartari eru biskupafréttir úr Svíþjóð en þar hefur G.K. Hammar erkibiskup verið heiðraður af landssamtök- um lesbía og homma fyrir eindreginn stuðning við Ijósmyndasýninguna „Ecce Homo" í dómkirkjunni í Uppsölum á síðasta ári. Um þá sýningu má lesa í eldra tölublaði Samtakafrétta en hún þótti ögrandi fyrir samkynhneigðar skírskotanir sínar í biblíulegu samhengi, og meðal annars afþakkaði páfinn í Róm kurteisis- heimsókn erkibiskups þegar Ijóst var um staðfastan stuðning hans við samkyn- hneigða og umrædda sýningu. Hammer biskup segir: „Það er háskaleikur kirkj- unnar manna að efast um nokkuð jafn sjálfsagt og réttmæti samkynhneigðs líf- ernis, því að með því er viðbúið að andstæðingar siðmenningarinnar, svo sem nýnasistar, noti það sértil framdráttar." í Árósum í Danmörku hefur séra Finn Nprgaard nýtt húsnæði Lúkasar- kirkjunnar til þess að ræða við trúarhóp samkynhneigðra sem leitaði að styrk og skjóli í kirkju hans. Sóknarnefndin taldi hann misnota kirkjuna og nú hefur herra Kjeld Holm biskup kveðið upp þann úrskurð að fundir prestsins með hommum og lesbíum flokkist ótvírætt undir sálusorgun en að sóknarnefndin hafi þó rétttil að hlutast til um nýtingu húsnæðis Lúkasarkirkjunnar. Á meðan þetta gerist virðist herra biskupinn yfir íslandi standa í blanka- logni. En þótt valdamönnum takist að stilla sér þannig upp að ekki blási beint á þá, þá er ekki þar með sagt að friður og sáttir ríki á íslandi um það logn þagn- arinnar sem þjóðkirkjan hefur sveipað óskir samkynhneigðra um blessun á liðnum árum. ÞK/Pan RÍKARI EN VIÐ HYGGJUM? Fátt lætur Kinsey-stofnunin sér óviðkomandi. í rúmlega hálfa öld hefur hún framið víðtækar og vandaðar rannsóknir á kynhegðun Bandaríkjamanna og hafa niður- stöður stofnunarinnar skipt sköp- um í þekkingu þjóðarinnar á sjálfri sér þegar mannlegt hvatalíf á í hlut. Nýlega sendi Kinsey-stofnunin frá sér fjölþætta rannsókn á 5172 karl- mönnum þar sem þeirri tilgátu er meðal annars varpað fram að eitt- hvert samband kunni að vera á milli kynhneigðar og limalengdar. Samkynhneigðu karlarnir reynast nefnilega betur vaxnir niður en hin- ir gagnkynhneigðu. Ekki er það í valdi vísindamanna stofnunarinnar að geta sér til um skýringar, en þeir minna á að fyrri rannsóknir hafi áður leitt svipað í Ijós. Nefna þeirtil dæmis á könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum á 126 hommum og 86 ekki-hommum. Þar komu sam- kynhneigðir snöggtum betur út úr mælingum sem beitt var af ítrustu vandvirkni og hlutlægni. Langþreyttir á vísindamönn- um heimsins hafa hommar heims- ins hingað til haft eitt um þetta að segja: Á nú að telja okkur trú um að við séum betur settir með okkar millimetra? ÞK/Blikk/Pan SAIVITAKAFRÉTTIR 5

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.