Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Qupperneq 10

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Qupperneq 10
HREINLEIKI OG VALD Rætt við Hallfríði Þórarinsdóttur eftir Þorvald Kristinsson Hún er fræðimaður, nýkomin heim til íslands eftir rúm- lega áratugar dvöl í IMew York þar sem hún lauk doktors- prófi, Ph.D. í mannfræði fyrir skömmu við The New School for Social Research. Sá sem þetta ritar vaknaði á dögunum við það að fréttamaður var að spjalla við dr. Hallfríði í morgunfréttatíma Rásar 1 og frétti síðar að ýmsum hefði svelgst á hafragrautnum þann morguninn. Þess var heldur ekki langt að bíða að menn brygðust til andsvara í málfundafélagi allra landsmanna, Morgunblað- inu. Fríða Þórarins kann vel að meta að menn deili um viðhorf hennar, þvf fátt er dýrmætara fræðimönnum en skoðanaskipti, svo framarlega sem þau opna nýjar leiðir og vekja dýpri skilning. Ritgerð hennar nefnist Purity and Power og þar er leitast við að sundurgreina sambandið milli valds og hreinleika í íslenskri þjóðernishyggju og þjóðernisímynd. í þessu mikla ritverki koma lesbíur og hommar lítillega við sögu, svo þess vegna lagði segul- band Samtakafrétta af stað í leit að konunni og fann hana þar sem hún var nýbúin að fjárfesta f vetrarpeysu til að krókna ekki í kuldanum á íslandi. Þetta verk á sér langan aðdraganda, því ég hafði lengi haft áhuga á því hvernig tungumálið endurspeglar gildismat og vald. Undir handleiðslu Gísla Pálssonar mannfræðings hafði ég skrifað BA-rit- gerð um sexisma í tungumálinu, hvernig það endurspeglar ólíka afstöðu til kvenna og karla. Meðal annars komst ég þá að því að telja mátti ein 400 niðrandi íslensk orð um konur, en ekki nema 160-170 orð um karla. Þarna vaknaði áhuginn á málpólitík og hreintungustefnu en þegar ég kom til Bandaríkjanna ætlaði ég mér svo sem að fást við allt annað. Fyrir vestan mætti mér lifandi og spennandi umræða um sjálfsvit- und, sjálfsskilning og vald. Flún var afsprengi baráttu alls kyns minni- hlutahópa sem hafði átt sér stað áratugina á undan. Sú krafa varð æ sterkari í öllu lífi að raddir þessa fólks heyrðust í þjóðfélaginu, menn sættu sig ekki lengur við að vera úthýst og að þagað væri um reynslu þeirra. Það gilti svipað um konur þar og hér, í opinberri Bandaríkjasögu var þeirra getið í neðanmálsgreinum, á etníska minnihlutahópa var varla minnst - og alls ekki á homma og lesbíur. Flugsandi fólk var samt loksins að gera sér Ijóst að það er ekki nóg að fagna einhverjum margbreyti- leika, multikulturalisma, þykja það voða sniðugt að skjótast inn á taí- lenskan eða dóminíkanskan restaurant en vilja svo ekki fyrir sitt litla líf þurfa að hlusta á raddir landa sinna af þessum uppruna. Eins voru upp- lýstir Ameríkanar óðum að skilja að það er ekki nóg að viðurkenna tilvist homma og lesbía en neita fólki með svo sterka og dýrmæta reynslu að taka þátt í mótun þjóðfélagsns. Nú fóru þessir hópar að krefjast þess að eiga sína rödd í kórnum, krefjast hlutdeildar í valdinu og pólitískri ákvarðanatöku. Það var tím- anna tákn að þegar Clinton komst til valda þá gerði hann tilraun til þess að draga fulltrúa þessa hópa inn í toppstöður í valdakerfinu. Allt þetta var ólíkt því sem ég hafði alist upp við. Á íslandi gekk allt út á einsleitn- ina, hér sátu allir við sama borð, töluðu sama tungumálið, þar var engan mismun að finna - að því er virtist. Og aftur fór ég að glíma við spurn- inguna um sambandið á milli tungumáls og valds. 10 SAMTAKAFRÉTTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.