Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Page 18

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Page 18
Allt í einu var dyrasímanum hringt á hverri íbúð og fólkið hugsaði með sér heldur fúlt: „Hvaða kerling eða krakkar skyldu vera að koma á þessum tíma til að selja rækjur eða harðfisk þegar hátíð- in er að byrja?" Engu að síður svaraði hver sínum síma og heyrði að spurt var á öllum hæðum ergilega: Hver er þarna úti? Þá var svarað afar mjóum rómi en á látlausan hátt: Jesúbarnið. „Á nú að fara að pretta inn á mann eggjum, harðfiski og rækjum með því að segja að Jesúbarnið sé komið í söluerindum?" hugsaði fólkið og hló næstum yfir því hvað sumir ganga langt í að notfæra sér lögmál markaðsins með sjálfsbjargarviðleitni sem byggist á lygi og ósvífni. Það ákvað að sjá við klækjunum með heil- brigðum hætti klætt hvítri skikkju. Af henni stafaði Ijómi sem fólkið hélt að væri af því að móðir barnsins hefði notað við þvott- inn Ariel últra, fremur en af heilag- leika þess, eða inn hefði borist birta frá snjónum. Birtan skein skærust af enninu. En þótt alkunna sé að það getur verið bjart yfir enni sumra barna verður ijóminn sjaldan eða aldrei svo mikill að hann lýsi upp krók og kima á gangi tveggja hæða húss. Það gerði þessi. Fólkið horfði á furðuverkið steini lostið og gamla, bakveika konan stamaði fremur en hún spyrði: Hvað ætlastu fyrir, krakkaskarn, þú kemur ekki einu sinni til að selja rik- ling? Kristnum manni hefði aldrei dott- ið í hug að bera fram þannig spurn- ingu við Jesúbarnið ef hann vissi að hann stæði ■k og hleypa engum inn. En það sama var að segja um þetta fólk og aðra: þótt það tryði hálft í hvoru að Jesúbarnið kæmi einhvern tímann með sama hætti og segir frá í barnasögunum gat það varla ímynd- að sér að barnið hefði valið heimili þeirra enda eru gífurlegar mótsagnir í trúmálum kristinna manna. Það er segin saga að þegar það rætist sem kristinn maður hefur vonað að rættist en verið viss um að rættist aldrei, þá trúir hann því ekki; og fyrir vikið fer hann að sjálfsögðu á mis við uppfyll- ingu óska sinna og verður stöðugt óánægður. Auðvitað óttuðust allir að Jesú- barninu yrði úthýst í nútímanum, líkt og í jólasögunum og höfðu á tilfinn- ingunni að þannig ætti það að vera svo hægt væri að viðhalda sektar- kenndinni í kristinni sál, en í lokin ákváðu þeir að hleypa krakkanum inn til að ganga úr skugga um að þetta væri venjulegur gemlingur með sölu- dót í plastpoka. í fyrsta sinn í sögu hússins fóru allir samtímis út á gang. Inn kom fremur lítið barn með svart hár og mikið, hrokkið skegg, andspænis því á aðfangadagskvöld. Þetta barn hélt á gulri plastfötu með rjúkandi, ilmandi sápuvatni og þar sem Jesú hefur aldrei haldið á skúringafötu, hvorki á málverki né biblíumynd, datt engum í hug að þetta væri hann. Magisterinn í mannkynssögu hugsaði sem svo: „Það er hvergi til rituð heimild fyrir að Jesú hafi átt skjólu." Svo hann spurði: Til hvers kemur þú? Barnið svaraði jafn látlaust og áður: Til að skúra stigann og sýna fólki af konungakyni að þótt ég sé sonur himnadrottins tel ég mig ekki of góð- an til þess að beygja núna hnén í þágu hreinlætisins. Það skipti engum togum, barnið vatt skínandi skúringatusku upp úr gullfötunni, lagðist mjúklega á hnén líkt og það krypi á grátur í kirkju og í sama mund fór um stigann hreinlæt- issveipur eins og í auglýsingu á nýj- um gólfþvottalegi. Þrepin urðu hrein á svipstundu; enginn hafði séð annað eins kraftaverk. Fólkinu gafst ekki tími til að láta tilfinningar sínar í Ijós með þakkar- bæn, minna hefði það ekki getað gert, því barnið hvarf á svipstundu með jafn dularfullum hætti og það kom. Gamla konan sagði þá: Úr því Jesú var svo lítillátur að beygja kné sitt, þá get ég líka beygt mitt bak; ég er varla með það mikið brjósklos. Og læknaneminn sagði jafn hátíð- legur og hann segði sjúklingi að taka inn eina töflu af síðasta undralyfinu þrisvar á dag: Þótt ég eigi eftir að verða mesti skurðlæknir landsins er ég ekki of góður til að setja á mig gúmíhanska, meðan ég er réttur og sléttur kandí- dat, og skúra úr því Jesú hefur komið í kvöld og hreinsað betur en nokkur ræstingatæknir og ekki farið í verkfall í miðjum klíðum og heimtað kaup- hækkun, annars skvetti hann skólpi framan í okkur trúarlegu tækifæris- sinnana. Að skúringum loknum ætla ég að taka mér tak á annan í jólum, ekki er seinna vænna, og ganga til minnar fyrstu messu eftir ferming- una! Píanistinn tók í sama streng og sagði á lágu nótunum eins og hans var von og vísa: Ég er viss um að ég hlýt að spila noktúrnur betur fram eftir nóttu ef ég skúra með silkihönskum á daginn. Hann Chopin, þetta heimsfræga tón- skáld, skúraði alltaf gólfin í sveitakof- anum á Mallorca fyrir skáldkonuna Georg Sand og leyfði henni að skrifa á meðan í ró og næði! Og maðurinn sem réttláta konan átti sagði nú við sinn innri mann: Jesú var ófeiminn við að taka stig- anum tak í augsýn allra og hætti að pukrast með eðli sitt í skjóli nætur; það sama get ég. Ég er varla merki- legri en sá sem Faðirinn með stórum staf sendi til þess að sonurinn gengi á okkar fund með hreinlætið af himn- um ofan. Ég skelfist ekki þótt einhver karlmaður kunni að kalla mig Messías með gólftuskuna. Þannig leystist vandamálið með undursamlega farsælum hætti rétt áður en jólahátíðin gekk í garð. Upp frá því hefur dæmigerða skeljasand- pússaða fjölbýlishúsið angað af kristi- legum ilmi sem berst vikulega inn í hvern krók og kima af hverju þrepi og gerir fólk hamingjusamt og sælt eins og jólin væru haldin hátíðleg fjórum sinnum í mánuði allan ársins hring og einhver heilagur maður fórnaði sér fyrir íbúana og gerði ekkert annað en það að skúra þeim að kostnaðar- lausu. 18 SAMTAKAFRÉTTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.