Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Qupperneq 25

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Qupperneq 25
Góðar stelpur klappa manni á bakið í mjólkurdeild matvöruverslananna því þær vilja hvetja mann og örva. Góðar stelpur gefa manni pening fyrir súkkulaði þegar maður er svangur. Góðar stelpur tala um góða veðrið í góðu veðri og vonda veðrið í vondu veðri. Góðar stelpur sjá gott þarsem er gott og vont þarsem er vont. Góðar stelpur kunna að hátta sig. Þær fara í ákveðinni röð úr fötunum. Þær fara fyrst úr sokkunum. Góðar stelpur gorta sig aldrei af skítugum tám. Og næstfyrst úr peysunni. Þriðja næstfyrst úr pilsi eða buxum. Alltaf síðast úr nærbuxunum. Góðar stelpur ríða með góðmennskunni. Og gráta að samförum loknum. Góðar stelpur þefa aldrei af eigin sokkum heldur annarra. Þannig vilja þær koma góðu til leiðar. Góðar stelpur strjúka manni um hárið á síðkvöldum. Góðar stelpur gefa mömmum sínum bækur um gott fólk. Góðar stelpur segja við mömmur sínar: Mamma, verum góðar hvor við aðra. Góðar stelpur eru grenjuskjóður í laumi. Góðar stelpur. Vonandi er mynd þeirra hér skýr og varhugaverð. Góðar stelpur. Gæða sér á guðsgjöfunum og bursta tennurnar á eftir. Góðar stelpur. Passiði ykkur (bara) á mér. Ljód um góðar stelpur Kristín Ómarsdóttir SAMTAKAFRETTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.