Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 9

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 9
OSYIMILEG ÆVISTORF 9 Sjálfboðaliðar Samtakanna ’78 hafa samanlagt unnið ígildi margra ævistarfa hjá félaginu. Þau hafa skrifað greinar, gefið út tímarit og kvikmyndir, setið í nefndum og kljáðst við opinberar stofnanir, veitt ráðgjöf, smíðað, skúrað, haldið böll og selt bingómiða. Saga einhverra þessara einstaklinga hefur verið sögð, einkum þeirra sem látið hafa mikið að sér kveða í opinberri um- ræðu. Flestir sjálfboðaliðar unnu þó verk sín bak við tjöldin og uppskáru lítið lof eða athygli fyrir. „Alls konar fólk hefur lagt alls konar lóð á þessar vogarskálar. Eg þekki ekki nöfn allra sem unnu metnaðarfullt starf áður en ég kom á vettvang," segir Matthías Matthíasson, sem kom inn í félagsstarfið árið 1994 og starfaði þar með hléum í 22 ár. Verkefnin sem ráðist var í á fyrstu starfsárum félags hómósexúalista lögðu grunninn að starfsemi félagsins eins og hún er enn í dag. Félagsmiðstöðin var opin tvö og síðar þrjú kvöld í viku, ráðgjöf í síma var veitt á vissum tímum og snemma á níunda áratugnum hófust fræðsluheimsóknir í framhaldsskóla. Útgáfumál skipuðu enn fremur mikil- vægan sess. Böðvar Björnsson kom fyrst á vettvang Samtakanna í nóvember 1980 og lýsir heimsókninni svo: „Þá var þarna Guðni Baldursson, fyrsti formaður félagsins, og Jón Ágústsson, kallaður Jón kennari. Þeir voru að vinna með stensil að prenta. Eg kem inn og kynni mig og við förum eitthvað aðeins að tala saman. Fimm mínútum síðar er ég kominn á stensilinn, byrjaður að vinna.“ Að sögn Böðvars var þetta fjarri því óvenjulegt, því fyrstu árin eftir stofnun Samtakanna ’78 var lítill greinarmunur á „félögum" og „sjálfboðaliðum". „Flestir sem komu niður í Samtök, hvort sem það voru strákar eða stelpur, þau unnu í Samtökunum. Þau komu ekki bara til að njóta. Það var ekki þannig hugsun. Það þurfti svo margar hendur til að reka þessa félagsmiðstöð. Við vorum að flytja og þá þurfti að mála. Einhverjir splæstu í hús- gögn. Ég borgaði kannski einn stól og einhver gaf borð. Og svo var komið með málningu. Það þurfti að sparsla og mála. Þetta voru ofsalega margir sjálfboðaliðar sem voru alltaf að. Það unnu eiginlega allir félagsmenn eitthvað." Úr stenslinum sem Böðvar og félagar sneru kom meðal annars fréttabréf Samtakanna ’78, sem seinna þróaðist í blaðið Úr felum. Ragnhildur Sverrisdóttir var ein þeirra sem seldu blaðið fyrir utan verslanir ÁTVR á Lindargötunni og Snorrabrautinni á árunum eftir 1980. „Ég held að það hafi alltaf verið í helgarfyllerís-traffíkinni á föstudögum. Við fórum alltaf þegar það voru flestir. Þá var fólk líka með „kass“ og það átti pening þegar það kom út úr Ríkinu. Við seldum grimmt." Þorstinn eftir upplýsingum var greinilegur, þótt fáir þyrðu að gangast við honum. Föstudagsbríarí gat verið ágætis átylla til að splæsa í blað og lesa sér til. Heiminum breytt, ball fyrir ball Frá fyrstu tíð voru miklar hugsjónir í spilinu innan Samtakanna ’78. í grein í Stúdentablaðinu í mars 1979 sagði ónefndur málsvari þeirra (nær örugglega for- maðurinn, Guðni Baldursson) að félagið stefndi á „að ná algerum jöfnuði fyrir lögunum" og horfði til erlendra fordæma um bann við mismunun í fjölskyldu-, atvinnu- og húsnæðismálum. En að mati Böðvars voru þessar hugsjónir meira á pappírnum. „Þær voru ekki orðnar að praxis. Þær voru ekki mikið í huganum á okkur. Það var ekki rými fyrir þær í samfélaginu. Fyrst þurftum við að fá „Ég er sx/olítið hrœddur wið það sem ég kalla Hollvwood-útgáfu af sögunni, það er að taka einn eða fáeina einstaklinga og segja: „Þeir gerðu þetta“ Þetta er bara bull, hetjuþuœttingur. Margir einstaklingar gerðu mjög góða hluti, en gagm/art stóru sögunni þá er það grasrótin sem gerir þetta. Fólk sem \/ann þarna og uann og \/ann og wann, ár eftir ár, og það weit enginn að það hafi nokkurn tímann werið til.“ Böðvar Björnsson

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.