Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 10
10
Andrés Pelóez
Böðvar Björnsson
Ragnhildur Sverrisdóttir
Auður Magndís
Auðardóttir
Fríða Agnarsdóttir
Jóhann G. Thorarensen Ynda Eldborg1
Matthías Matthíasson
að vera til áður en við fórum að berjast fyrir réttindum."
Fljótlega fór að bera á deildum meiningum um það hve
fyrirferðarmikið skemmtanalíf ætti að vera í félaginu.
í áðurnefndri grein í Stúdentablaðinu eru tilgreind
tvö atriði sem samkynhneigðir gagnrýni helst við hin
nýstofnuðu Samtök: leyndin yfir félagatalinu og skortur
á skemmtanahaldi. „Guðni var ekki mikið fyrir að standa
fyrir partíum," rifjar Ragnhildur upp. „Honum fannst svo
ægilega vond þessi áhersla að vera alltaf að blása í partí
og böll. Það var ekki alveg hans. Hann var betri í öðru.“
Guðni var á sínum tíma sakaður um að standa hreinlega í
vegi fyrir skemmtanahaldi en í samtali við Þóru Kristínu
Ásgeirsdóttur fyrir 30 ára afmælisrit Samtakanna vísaði
hann því á bug. „Að mínu mati var það óréttmætt þótt
mitt áhugasvið væri annað,“ sagði Guðni. „Þeir sem vildu
halda skemmtanir gátu vel gert það og gerðu það þótt mín
nyti ekki við.“
Og það fór aldrei svo að enginn tæki að sér félagslífið.
Böðvar segir frá: „Reynir Már Einarsson, Veturliði
Guðnason, Guðmundur, kallaður Trixí, og Björn Bragi
Björnsson voru jarðýtur í skemmtanalífinu í Samtökunum
og utan Samtakanna. Þeir drógu tugi manna og kvenna
úr felum með áberandi tilveru sinni og báðust ekki
afsökunar á neinu.“ Að mati Böðvars var það áherslan á
félagslífið sem átti stærstan þátt í því að félögum fjölgaði.
„Á böllunum var von um ást og kynlíf. Það seldi mest,
eðlilega. Svo voru gay tímarit frá Norðurlöndum og
Ameríku niðri í félagi og líka eitthvað klám. Fólk þyrsti
í upplýsingar og klámblöðin voru sjaldséður glaðningur
sem var vinsæll hjá strákunum. Samtökin urðu að gera
eitthvað til að fá fólk.“
Útuarpsstjóra sagt til syndanna:
Leiðin til samfélags og sjálfsuirðingar
Böllin og tímaritin trekktu kannski að en þegar kom að
því að efla tengslin gegndi sjálfboðavinnan mikilvægu
hlutverki. Hékk það vafalaust saman við þá staðreynd
að ekki voru sérstök skil milli hlutverks félaga og
sjálfboðaliða. „Sjálfboðastörfin límdu okkur saman,“
segir Böðvar. „Þessi hversdagsstörf öll, það voru þau
sem bjuggu þetta allt til og tengdu fólkið. Eg hugsa þetta
þannig að við vorum bara að byggja upp fótboltafélag. Við
1 Ljósmynd tók Svanhildur Bogadóttir