Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 11
OSYIMILEG ÆVISTORF
11
höfðum að vísu ekki unnið leik í mörg ár. En við vorum
komin með húsnæði, komin með félagsmenn, fólk mætti
á æfingar og svona. Við unnum sigrana inn á við. Þar
sáu lesbíurnar og hommarnir að við ættum alveg rétt á
sjálfsvirðingu eins og aðrir.“
Utan félagsmiðstöðvar Samtakanna var svigrúmið fyrir
tilvist homma og lesbía þó sama og ekkert. Áralöng deila
Samtakanna við Ríkisútvarpið, sem neitaði að leyfa orðin
hommi og lesbía í útvarpsauglýsingum, er löngu orðin
fræg. í henni kristallaðist baráttan fyrir tilvistarréttinum,
að mati Böðvars. „Um leið og þú leyfðir þessi orð, hommi
og lesbía, varstu búinn að leyfa tilvist þessa fólks í
samfélaginu. Það var meira en margir vildu og þoldu.“
I baráttunni um orðin tóku sjálfboðastörfin á sig aðra
mynd. Þar fóru greinaskrif og blaðaviðtöl saman við öllu
beinskeyttari átök. Böðvar greinir frá eftirminnilegri
ferð í Utvarpshúsið: „Eg fór með Guðna Baldurssyni til
útvarpsstjóra, Andrésar Björnssonar, því við fengum ekki
að auglýsa. Andrés sagði okkur að það væri best fyrir fólk
eins og okkur að láta sem minnst fyrir okkur fara. Það
hefði reynst farsælast í öllum samfélögum. Eg varð reiður,
missti mig alveg og hraunaði yfir manninn. Eg endaði á
að segja: „Þú segir mér ekki hvernig ég á að lifa lífinu.“
Heimsókninni lauk þar með og Guðni var ekki sáttur við
framkomu mína á fundinum.“
Böðvar tengir getuna til að svara fordómum
ráðamannsins fullum hálsi við sjálfsstyrkingarmátt
félagslífsins. „Ég hafði kynnst þessum flottu strákum í
skemmtanalífinu og þeir voru fljúgandi gay og báðust
ekki afsökunar á sjálfum sér. Þeir voru miklu sterkari
en ég, sterkari karakterar. Þeir kenndu manni að bera
höfuðið hátt.“
Ragnhildur, sem fór ásamt Þorvaldi Kristinssyni, Katli
Guðmundssyni, Lilju Steingrímsdóttur og fleirum með
fræðslufundi í framhaldsskóla á þessum árum, tekur
í sama streng. „Ég var að fóta mig sjálf og finna mig í
þessum nýja veruleika sem var bara eftir að maður var
kominn út. Ég held að þetta hafi verið þörf fyrir að smíða
mitt samfélag. Maður fann að það gaf manni ofsalega
mikið að tala við þessa krakka, sem töluðu við mann af
viti á móti. Það styrkti mann líka að tala við hálfvitana
fremst, sem voru með kjaftháttinn og allt þetta sem
maður hafði alltaf heyrt.“
Ein eftirminnilegasta skólaheimsóknin var þó í
Menntaskólann við Sund. „Þá var þemavika og krakkarnir
máttu velja sér að fara á hina og þessa viðburði. Það hafði
verið svo mikil aðsókn að [fræðsluheimsóknin okkar] var
flutt í íþróttasalinn. Við vissum það ekkert. Við vorum
bara búin að fara að heimsækja bekki. Svo komum við og
vorum leidd baksviðs og allt í einu upp á svið. Þar voru
stólar og míkrófónn og leikfimisalur fullur af öllum nem-
endum skólans. Allir. Þau svoleiðis héngu í rimlunum alls
staðar. Það var magnað. Ég veit ekki hvað það hafa margir
úr þessum blessaða leikfimisal komið og talað við mig,
sagt: „Ég var í salnum þegar þið komuð.“ Það hafði áhrif.“
Og enn má heyra sjálfboðaliða tala um sjálfs-
styrkinguna sem störfin veita þeim. Ung hinsegin kona
sem kom út úr skápnum upp úr 2010 segir: „Ég var með
áralanga uppsafnaða skömm sem ég þurfti að vinna úr.
Þátttaka í Samtökunum gaf mér farveg til að gera það. Þar
gat ég snúið því sem ég hafði bælt svo lengi upp í eitthvað
jákvætt. Þegar ég talaði við krakka sem jafningjafræðari
var ég í aðra röndina að segja sjálfri mér allt sem ég hefði
þurft að heyra sem barn.“
„Fámennur skemmtiklúbbur“ tekur stakkaskiptum:
Kvnslóðaskipti og faguœðing
Samtökin ’78 höfðu ekki náð tíu ára aldri þegar alnæmi
kvað dyra á íslandi. „Allt í einu gerist það,“ rifjar Böðvar
upp, „þegar þetta er allt á fljúgandi uppleið, þá kemur
AIDS fyrir alvöru. Það var alveg hrikalegt högg.“ Á
þessum árum gekk félagsfólk Samtakanna í gegnum
gríðarleg áföll. Margir létu lífið, sumir úr sjúkdómnum og
aðrir fyrir eigin hendi, og afleiðingarnar fyrir geðheilsu
þeirra sem eftir lifðu voru ótvíræðar. Áhrifin á starfsemi
Samtakanna voru líka afdráttarlaus. Böðvar lýsir þessum
vatnaskilum svo í grein sinni um alnæmisfaraldurinn í 30
ára afmælisritinu:
Samtökin ’78 höfðu alla tx'ð að meginhluta verið grasrótar-
hreyfing, harðskeytt baráttusamtök. En alnæmið breytti öllu og
líka Samtökunum ’78. í kjölfar alnæmisfaraldursins og vaxandi
tengsla Samtakanna við stofnanir samfélagsins, þróuðust
baráttu- og vinnuaðferðir Samtakanna eðlilega í átt til lobbyisma,
því það er tungumálið sem stofnanir samfélagsins ræða saman
á. Það urðu einnig mannabreytingar um borð í Samtaka-
skútunni. Frá upphafi hafði baráttan verið drifin áfram af ögrandi
skemmtanasjúkum drottningum, droppátum og uppreisnar-
fólki af öllu tagi ásamt einstaka menntamönnum. En nú þegar
storminn fór að lægja og það var orðið tiltölulega óhætt að koma
út, barst okkur stór liðsauki af lífsglöðu, drífandi og hæfileika-
ríku sérmenntuðu fólki - og gamla liðið hvarf smátt og smátt inn
í baklandið. Það urðu kynslóðaskipti í mörgum skilningi.
Böðvar var sjálfur einn þeirra sem kvöddu starfið í
þessum kynslóðaskiptum. „Ég var náttúrulega orðinn
lúinn af þessu öllu saman, en mér fannst þetta einhvern
veginn bara vera í höfn. Þetta var klikkuð hugsun, en mér
fannst það bara. Alþingi var komið í þetta og allt svona,
komnar allar þessar tengingar vegna alnæmis og byrjað
að ræða um réttindi fyrir samkynhneigða. Þá fannst mér
mínu hlutverki vera lokið. Þá fór að koma inn í Samtökin
fólk úr háskólanum sem fór meira í þessa bjúrókratísku
vinnu, að mæta á fundi niðri á Alþingi og svona. Ég bara
fílaði þetta ekki. Þetta var ekki mín deild. Það voru aðrir
betur fallnir til þess heldur en ég.“