Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 15
ÓSÝIMILEG ÆVISTÖRF
15
nema tveir allt kvöldið þá voru þeir þakklátir að það var
opið. Mér fannst mikilvægt að halda þessu gangandi, að
fólk hefði athvarf til að koma í.“
Að sögn Fríðu skiptir gríðarlegu máli að forysta
félagsins viðurkenni vel unnin störf. „Eg er ekkert að tala
um peningaupphæðir, bara að segja: „Takk fyrir frábært
starf.“ Það skiptir rosalega miklu máli þegar þú ert með
sjálfboðaliða að þeim sé umbunað einhvern veginn. Bara
að fá sér vínglas eða kókglas saman og þakka fyrir.“
Eftirtekt og þakklæti forsvarsaðila félagsins segir Fríða
þó að hafi verið upp og ofan. „Það var mjög misjafnt hvort
stjórnir tækju eftir því sem maður gerði eða ekki,“ segir
Fríða. „Stundum fannst mér eins og það væri bara ætlast
til þess, bara gert ráð fyrir því að hitt og þetta væri gert
og ekki hugsað út í að ég væri ekki að þiggja laun fyrir
þetta.“ Aðrar stjórnir segir hún að hafi þó verið mun
meðvitaðri um vinnuframlag sjálfboðaliða.
Jóhann og Ynda taka undir með Fríðu um mikilvægi
stuðnings frá stjórn og starfsfólki. Ynda nefnir þar
sérstaklega stuðning framkvæmdastjóranna Auðar
Magndísar Auðardóttur og Daníels Arnarssonar. „Ég hef
stundum verið alveg að því komin að gefast upp,“ segir
hún, „en Daníel tekst alltaf að peppa mig upp og koma
með nýjar pælingar og hugmyndir inn í myndina, sem er
ómetanlegt.“
Gegnum tíðina hafa stjórnir og starfsfólk félagsins
þó gefið stuðningi og umbun til sjálfboðaliða talsverðan
gaum. Fyrsta formlega umbunarkerfið var sett á laggirnar
þegar Margrét Pála Ólafsdóttir var formaður um miðjan
tíunda áratuginn. Matthías var einn þeirra sem nutu
góðs af þessu skipulagi. „Það voru haldnar vinnustofur
fyrir utan bæinn og farið að halda vel utan um hópinn,"
minnist hann. „Þetta utanumhald utan um sjálfboðaliða
var svolítið grasrótarkennt á þessum tíma en varð alltaf
meira og meira formlegt.“ Á þessu tímabili var líka
tekinn upp eins konar gjaldmiðill á vegum Samtakanna,
svonefndir Samtakapunktar. „Þeir voru hluti af því sem
kallaðist Bleika efnahagssvæðið," segir Matthías, „umbun
til sjálfboðaliða sem gátu leyst út punkta hjá ákveðnum
vildaraðilum Samtakanna ’78 en fyrst og fremst hjá
Samtökunum sjálfum."
Samtakapunktarnir voru lagðir niður sem hluti
af fjárhagslegu aðhaldi nokkrum árum síðar, þegar
Matthías var sjálfur formaður, og að hans sögn hvarf
þetta utanumhald um sjálfboðaliða í kynslóðaskiptunum
um aldamótin. „Eftir það var alveg viðleitni en hún var
öðruvísi. Vinnustofur, samþjöppun og pælingar um þessa
sameiginlegu sýn voru síður, en frekar ákveðin urnbun."
Ef til vill réðst þetta af því að þjónustuhlutverkið tók
að ryðja sér til rúms, meðan tíundi áratugurinn hafði að
miklu leyti helgast baráttu fyrir grundvallarréttindum þar
sem sameiginleg framtíðarsýn skipti höfuðmáli. Matthías
minnist þess að á árunum eftir aldamót hafi verið byrjað
að halda matarboð fyrir sjálfboðaliðana til að þakka
þeim fyrir vel unnin störf. „Það var mjög fallega gert og
skemmtilegt að halda því.“
Stjórn Margrétar Pálu var þó ekki sú síðasta til
að innleiða formlegt umbunarkerfi. Auður Magndís
Auðardóttir var ráðin framkvæmdastjóri árið 2015 og
átti þátt í innleiðingu nýs umbunarkerfis sjálfboðaliða
veturinn 2015-16 ásamt þáverandi formanni, Hilmari
Hildar Magnúsarsyni. „Þegar ég kem þarna inn var
mjög stór hluti starfsins borinn uppi af sjálfboðaliðum:
öll fræðslan, félagslífið, allt nema daglegur rekstur og
bein hagsmunagæsla í fjölmiðlum," útskýrir Auður.
„Mér fannst rökrétt að verja einhverju af fjármunum
Samtakanna í að umbuna þeim til að allir myndu ekki
brenna upp og sýna að stjórn og framkvæmdastýra
meta þetta brjálæðislega framlag mikils. Þetta voru ekki
rosalegar umbanir en þær höfðu verið litlar eða engar.“ I
stað þess að innleiða punktakerfi eða að tengja umbun
við tiltekin embætti var nú brugðið á það ráð að umbuna
eftir fjölda unninna tíma í sjálfboðavinnu. Verðlaunin
miðuðust fyrst og fremst við að efla félagsleg tengsl
sjálfboðaliða, t.d. með partíum og kvöldverðarboðum.
Þessar tilraunir hafa þó gefist misvel. Formlegt
umbunarkerfi þykir Fríðu heldur tilgerðarleg hugmynd.
„Þegar þú vinnur þér inn einhverja punkta, þá ertu eigin-
lega ekki að gera þetta af hugsjón. Áður þá var fólk meira
að þessu af því að því fannst það vera að gera gott fyrir
félagið, ekki fyrir sig. Þetta var nauðsynlegur þáttur fyrir
félagsmenn." Líklega á þessi breyting einmitt upptök sín á
Fríða straujar
fartöluurfvrir
Samtakamáttinn
2013.