Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 16

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 16
16 Bak við tjöldin í Samtökunum ’78 hefur alltaf verið fólk sem vinnur baki brotnu að verkefnum sem fylgir lítil virðing eða viðurkenning. Einn þessara manna var Sigþór Sigþórsson. Hann gekk í nánast öll störf í félaginu í tvo áratugi, allt frá því að hann kom þangað fyrst árið 1987. „Hann var aldrei almennilega virtur,“ segir Böðvar Björnsson um Sigþór, „en svo var búist við því að hann ætti að gera allt.“ Fríða Agnarsdóttir kynntist Sigþóri þegar hann stóð vaktina á barnum á Lindargötunni. „Hann var bak við borðið og vildi ekki láta mikið á sér bera. Allt í einu var bara búið að ganga í verkið. Hann var eins konar falinn starfsmaður,“ segir Fríða, en hún tók við verkefnum Sigþórs þegar hann dró sig út úr starfseminni í nóvember 2009. Eftirfarandi er brot úr minningargrein sem Þorvaldur Kristinsson ritaði um Sigþór og birtist í Morgunblaðinu þann 16. maí 2014: „Þegar við lítum yfir hóp samkynhneigðra félaga okkar hættir okkur stundum til að stara um of á fólkið sem skipar sér í framvarðarsveitina, en gleymum fótgönguliðinu sem fylgir fast á eftir. Án þess hefðu engir sigrar unnist og engin hreyfing verið merkjanleg. Því það er fótgönguliðið, þessi lítt sýnilegi hópur, sem myndar aflið sem skiptir máli í hverri þeirri grasrótarhreyfingu sem sækir á brattann. Einn sá þrautseigasti í þeim hópi var Sigþór. Hann birtist fyrst í félagsmiðstöð Samtakanna ’78 á Lindargötu 49 kvöld eitt árið 1987 og sagðist nýkominn að norðan. í vikunni þar á eftir var hann farinn að taka til hendinni, byrjaður að þrífa, mála og smíða og nokkru síðar var hann sestur í stjórn félagsins og orðinn gjaldkeri þess. Því starfi gegndi hann í fimm ár og vann það einstaklega vel. Ekki var þó framlagi hans þar með lokið því að í tvo áratugi sinnti hann margvíslegum störfum á vettvangi Samtakanna ’78, kom að verkefnum á skrifstofu félagsins milli þess sem hann hélt uppi fyrri iðju, að smíða, mála, þrífa og taka á móti þeim sem komu í fyrsta sinn á vettvang. Hann vissi allt um það hve fyrstu skrefin inn í hópinn geta verið erfið og var laginn við að mæta nýjum gestum á þeirra forsendum. „Það er hagur félagsins að þeir komi aftur,“ sagði hann af þeirri diplómatísku hyggju sem honum var eiginleg. Og þegar Sigþóri fannst sig skorta verkefni á vettvangi síns gamla félags leitaði hann lengra til að veita athafnaseminni útrás og var árum saman ötull liðsmaður félagsins MSC ísland þar sem hommar komu saman og ræktuðu fjörugan félagsskap. Þar varð hann að sjálfsögðu líka gjaldkeri, málari, smiður og gestgjafi. Ekki er öll sagan sögð því að hann var líka einn af brautryðjendum Hinsegin daga í Reykjavík og vann það meðal annars sér til ágætis að smíða fyrstu vagnana sem ekið var niður Laugaveg í Gleðigöngunni á árum áður.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.