Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 18

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 18
18 þar. Þau viðhorf áttu þó eftir að breytast. Eftir stofnun Intersex íslands tæpum áratug síðar, árið 2014, þótti aðalfundi Samtakanna sjálfsagt að félagið tæki intersex baráttumál upp á sína arma. Þegar áður ósýnilegir sjálfsmyndarhópar eru að reyna að auka samstöðu sína og sýnileika í samfélaginu virðast sjálfboðastörf í Samtökunum '78 enn gegna mikilvægu hlutverki. Eitt skýrasta dæmið um þetta er mikil þátttaka trans fólks í starfinu undanfarinn áratug. Þessu hlutverki er hvergi nærri lokið; enn eru nýir hinsegin sjálfsmyndarhópar að ryðja sér til rúms og líta til Samtakanna ’78 sem vettvangs til að eignast samfélag og sjálfsvirðingu. Orð Böðvars og Ragnhildar um sköpun samfélags og sjálfsmyndar á níunda áratugnum endurspeglast í miklum dugnaði sjálfboðaliða úr BDSM á Islandi og nýstofnuðu félagi eikynhneigðra, Ásum á Islandi, síðastliðin ár. Fólk úr þeim hópum hefur til dæmis verið boðið og búið að taka að sér umsjón með opnum húsum á Suðurgötu, meðan rótgrónari sjálfsmyndarhópar hafa sýnt þeim þætti starfseminnar minni áhuga. Það er fullt eftir ógert „Margir vilja kannski fyrst og fremst láta minnast sín, og það er kannski allt í lagi upp að vissu marki, en í sjálfu sér er gaman að segja sögu allra." - Matthías Matthíasson Það að segja sögu allra er í senn háleitt og fráleitt markmið. Engin grein getur gert framlagi allra skil sem unnið hafa ómetanleg störf fyrir félagið í fjörutíu ára sögu þess. Um 150 manns hafa setið í stjórn þess til lengri eða skemmri tíma og ókunnur fjöldi til viðbótar sinnt ómissandi verkefnum án þess að taka sæti í stjórn. Þessi fjölmenni hópur fólks er mestanpart ósýnilegur, í það minnsta út fyrir sinn nánasta hóp vina og samferðafólks. Eflaust liggja þar margar ástæður að baki. Undanfarin ár hefur oft verið rætt um skort á samskiptum milli kynslóða hinsegin fólks og á hún eflaust stóran þátt í þessu. Hluti af gleymskunni er eðlileg og óhjákvæmileg afleiðing þess að tíminn líður, sjálfboðaliðar koma og fara og aðeins lítill hluti þess sem er á seyði hverju sinni er varðveitt sem hluti af „sögunni". Meðvitundin um það að vera þátttakandi í einhverri „sögu“ er heldur ekki sjálfgefin. „Við vissum aldrei að Samtökin yrðu neitt sérstakt,“ segir Böðvar. „Þetta var bara lífið sjálft. Þetta fékk ekki merkingu fyrr en Iöngu, löngu síðar. En ef maður hefði vitað á sínum tíma að það yrði eitthvað merkilegt úr þessu, þá hefði maður náttúrulega skráð þetta allt saman niður og tekið myndir og sett í möppu. Það var enginn að pæla í því.“ Síðari kynslóðir eru óneitanlega meðvitaðri um sögulegt samhengi og mikilvægi Samtakanna ’78. Á hinn bóginn ekki er víst að þau finni öll sömu þörf til að taka þátt í starfi félagsins og jafnaldrar þeirra hefðu fundið til á árum áður. Vettvangar og tækifæri eru fleiri, fordómar minni og margt hinsegin fólk upplifir ekki sérstaka þörf fyrir átthagafélag, hvað þá löngun til að starfa fyrir það í sjálfboðavinnu. Matthías nefnir þar sérstaklega marga yngri homma sem hann þekkir. „Ég held að þeirra félagslega hugmyndafræði sé önnur og áhuginn minni. Það getur alveg verið að þeir muni vakna til lífsins á einhverjum tímapunkti ef skóinn kreppir. En eins og staðan er núna þá er þeim alveg sama, þeir vilja bara djamma eða vera með vinum sínum og eru alveg sáttir." Fríða telur þó að fólk sem finnur ekki þörf til að leggja sitt af mörkum ætti að hugsa sig tvisvar um. „I dag finnst svo mörgum sjálfsagt að þetta félag sé bara til staðar og eigi að vinna fyrir sig. Auðvitað er fullt af fólki sem brennur af áhuga og vinnur af góðri meiningu. En svo er fullt af fólki sem segir bara: „Af hverju er ekki þetta og þetta gert?“ Af hverju gerir þú það ekki? Fólki finnst einhvern veginn allt vera komið svo langt. Við erum ekki komin eins langt og við höldum. Það er fullt eftir ógert.“ Gluggar á Suðurgötu 3 málaðir fyrir ueturinn. Ásta Louísa Arnórsdóttir, Viktoría Birgisdóttir og greinarhöfundur munda penslana á haustdögum 2016. Smokkar skreyttir með límmiða með merki Samtakanna á opnu húsi á Suðurgötu 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.