Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 21

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 21
TAKIMMAL FRELSISIIMS 21 Wá lógóum hjá Samtökunum fyrr en á tíunda áratugnum enda var ekki stemmning í félaginu fyrir slíku. Formlegheit og stofnanavæðing voru beinlínis eitur í beinum margra í framvarðasveitinni og því var lítill áhugi á að sigla skútunni í höfn hinna borgaralegu gilda. Samt sem áður þurfti grípa til einhvers lags myndmáls til þess að auðkenna hreyfinguna, þó ekki væri nema til að ögra borgaralegu siðferði eða gefa félagsfólki táknheim til að samsama sig við. I formannstíð Guðna Baldurssonar, sem gegndi formennsku í Samtökunum frá stofnun þeirra til ársins 1986, var útbúinn bréfhaus með þríhyrningi og gríska stafnum lambda. Þó að þríhyrningurinn væri oftast nær prentaður í svarthvítu var hann augljós vísun í bleika þríhyrninginn, sem rekur uppruna sinn til Þýskalands nasismans. Ógnarstjórn nasista gekk hart fram gegn hommum með fangelsunum og pyntingum í hinum alræmdu útrýmingarbúðum. Hommarnir voru merktir með bleikum þríhyrningi og fáir áttu afturkvæmt. Á áttunda áratugnum tóku frelsishreyfingar homma og lesbía á Vesturlöndum bleika þríhyrninginn upp á arma sína, bæði til að sporna gegn gleymsku og sem tákn um baráttuna gegn fordómum. Seinna meir áttu alnæmisaðgerðasinnar í Bandaríkjunum á tíunda áratugnum eftir að nota hann með heldur beinskeyttari hætti þar sem ímynd útrýmingarbúðanna var notuð sem samlíking við skeytingarleysi stjórnvalda. Hin sögulega skírskotun bleika þríhyrningsins gerði það að verkum að hann varð eitt af fyrstu táknum hinsegin fólks sem náði alþjóðlegri fótfestu. Aftur á móti þótti mörgum ekki sérstaklega hentugt að leita í táknheim helfararinnar eftir sameiningartákní og þar að auki þótti þríhyrningurinn of karllægur. Til að bregðast við þessu var gríski bókstafurinn lambda valinn sem alþjóðlegt tákn fyrir hreyfinguna á alþjóðaþingi samkynhneigðra í Edinborg árið 1974. Menningararfur Forn-Grikkja hefur löngum verið mörgum innblástur í framlínu baráttu hinsegin fólks og bókstafurinn var talinn hlutlausara tákn en þríhyrningurinn. Kreppti hnefinn sem brýtur sér leið út úr eyríkinu Islandi er annað merki sem Samtökin ’78 notuðu á níunda áratugnum. Eftir sem áður var þó ekki um formlegt lógó að ræða. Merkið er séríslenskt og hefur enga skírskotun til hinsegin táknfræði að öðru leyti en því að ef til vill er hægt að líta svo á að hnefinn sé að brjóta sér leið út úr skápnum í gegnum Melrakkasléttu. Krepptur hnefi er aftur á móti skírskotun í baráttu verkalýðs- og kvennahreyfinga og táknar vilja til róttækra breytinga. Þrátt fyrir að merkið hafi skýra vísun til íslands var það teiknað af óþekktum Dana og birtist með grein eftir Guðna Baldursson í tímaritinu Seksualpolitik. Merkinu var svo nappað af Þorvaldi Kristinssyni sem notaði það í útgáfustarfi Samtakanna, til dæmis í blaðinu Ur felum og kynningarbréfum. Höfundur myndskreytingarinnar vissi þó líklega aldrei af notkun hennar á Islandi. Bleiki þríhyrningurinn var, í einu eða öðru formi, áfram áberandi í merkingum Samtakanna frá stofnun þeirra fram undir aldamót. í stjórnartíð Margrétar Pálu Ólafsdóttur á tíunda áratugnum var útlínum Islands skeytt inn í hægra horn þríhyrningsins og merkið notað til prýða útgefið efni frá Samtökunum. Þar með var hinn alþjóðlegi þríhyrningur kominn með íslenskan blæ og merkið sameinaði innlenda baráttu og alþjóðlega strauma.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.