Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Side 22
22
Tveir heimar mætast. Á þessu merki sem prýddi
Samtakafréttir á árunum fyrir aldamót má sjá að
regnboginn hefur bæst við bleika þríhyrninginn.
Regnbogafáninn var saumaður af Bandaríkjamanninum
Gilbert Baker árið 1978 að áeggjan Harvey Milk,
borgarfulltrúa í San Fransisco, en Milk þótti frelsis-
baráttuna skorta sameiningartákn. Regnbogafáninn náði
mikilli alþjóðlegri útbreiðslu á tíunda áratugnum og var
orðinn hið óformlega sameiningartákn hinsegin fólks við
upphaf 21. aldar.
Þrátt fyrir að bleiki þríhyrningurinn sé enn sýnilegur
í myndmáli hinsegin menningar má segja að hann hafi
vikið fyrir regnbogafánanum. Fáninn er enda að mörgu
leyti hentugra tákn þar sem hann ber með sér skilaboð
um fjölbreytni mannlífsins, stolt og frelsi, en ekki tilvísun
í þjáningu og dauða eins og bleiki þríhyrningurinn.
Arið 2005 tók kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur
Gunnarsdóttir við formennsku og í stjórnartíð
hennar var blásið til samkeppni um formlegt lógó
Samtakanna ’78. Sjónrænt útlit var Hrafnhildi mikilvægt
og henni, ásamt stjórn, þótti ótækt að Samtökin væru
án formlegs lógós og að ímynd þeirra væri óljós og á
reiki. Hönnuðurinn Bjarki Lúðvíksson bar sigur úr
bítum með lógóið sem við þekkjum í dag, þar sem mjúku
regnbogarendurnar mynda töluna 78. Regnbogalitirnir
eru augljós tilvísun í hinn alþjóðlega regnbogafána,
rendurnar liggja þétt saman sem minnir á samtakamátt
og tölustafirnir vísa til baka til upphafsárs Samtakanna.
Bjarki hlaut evrópsku hönnunarverðlaunin Eulda og
viðurkenningu IMARK fyrir hönnunina.
Innan hinsegin samfélagsins hefur almennt ríkt sátt
um þetta merki, enda er það stílhreint, fallegt og felur í
sér bæði erlendar og innlendar skírskotanir. Ef til vill mun
þetta fína merki prýða Samtökin út 21. öldina og inn í þá
næstu en kannski mun hugmyndafræðilegt eða pólitískt
umrót kalla á endurskoðun, bæði á starfsemi félagsins og
táknmáli þess. Hver veit?