Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 25

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 25
AÐ LÍÐA VEL í EIGIIM SKINIMI. 25 Allt fram á 21. öld einblíndi réttinda- barátta Samtakanna ’78 nær eingöngu á réttindi samkynhneigðra og málefni trans fólks sátu á hakanum bæði innan sem utan hinsegin samfélagsins. Sýnileiki trans fólks var takmarkaður og deilt var um hvort trans fólk ætti heima undir væng Samtakanna ’78. Slíkt átti einnig við um aðra hópa en tvíkynhneigðir klufu sig frá Samtökunum á tíunda áratugnum eftir að hafa verið neitað um formlegan sess innan þeirra. Fyrir stofnun Trans Islands var til óformlegur hópur trans kvenna og cross-dressera undir heitinu Islenskar stúlkur. Starfsemi hópsins snérist að mestu um félagslíf. Hópurinn ferðaðist saman á staði, til dæmis í sumarbústaði, þar sem þau gátu klætt sig og tjáð á mun frjálslegri hátt en annars staðar. Flest fólkið sem sótti þessa viðburði var inni í skápnum hvað varðar kynvitund eða kyntjáningu og starfsemi hópsins var því ekki pólitísk eða tengdist beint réttindabaráttu. Trans konur úr þessum hópi voru meðal þeirra sem stofnuðu Trans Island og að lokum leið hópurinn Islenskar stúlkur undir lok í þeirri mynd sem þá var. Fró exótískum einstaklingum til fjöldahrevfingar Fram undir síðasta áratug síðustu aldar einkenndist umræðan um trans fólk af viðtölum við einstaklinga um lífsreynslu þeirra. Anna Kristjánsdóttir var fyrsta trans manneskjan til að stíga fram opinberlega og árið 1996 snéri hún aftur heim í „fordómaleysið á Islandi" eftir að hafa undirgengist hormónameðferð og kynfæraaðgerð í Svíþjóð og búið þar á meðan því stóð. Á þessum tíma var algengt að trans fólk frá Islandi ferðaðist til annarra Norðurlanda til að undirgangast læknisfræðilegt ferli eða komast í félagsskap með öðru trans fólki. Umræðan um trans fólk hérlendis hélt áfram að einkennast af sögum fárra einstaklinga og þessi málefni bar lítið á góma í opinberri umræðu. Oftast snérust umfjallanirnar um trans fólk sem einhvers konar furðuverur sem almenningur horfði á undrunaraugum og klassískar „fyrir og eftir“ myndir voru tíðar ásamt því að ítrekað var vísað til eldra nafns, trans fólk miskynjað eða kynvitund þeirra ekki virt. Þetta kom glöggt í ljós í viðtölum við íslenskt trans fólk en oftast var eingöngu einblínt á það læknisfræðilega ferli sem það hafði undirgengist, viðbrögð fólksins í kringum það og barnæsku þeirra. I kringum 2008 steig svo Vala Grand fram á sjónarsviðið og hristi heldur betur upp í þjóðinni. Hispurslaust tal hennar um sambönd sín, kynlíf, líkamlegar breytingar og jafnvel það þegar faðir hennar notaði óvart „píkusjampóið" hennar gladdi landann, ásamt áhugaverðum bloggþáttum á visir.is sem Vala hélt úti um tíma. Sambönd Völu voru mikið til umræðu og oft mynduðust umræður um að makar hennar hlytu að vera samkynhneigðir, sem undirstrikaði hversu stutt á veg Island var þá komið í skilningi sínum á upplifun og lífi trans fólks. Þrátt fyrir mikið mótlæti talaði Vala hispurslaust um þessi mál í fjölmiðlum og birtist ítrekað í fréttaþáttum og á síðum slúðurtímarita í alls kyns ögrandi stellingum. Trans samfélagið var ekki alltaf sátt við hvernig hún kom fram í fjölmiðlum en enginn getur neitað því að Vala Grand fór svo sannarlega ekki framhjá neinum og ef fólk hafði ekki heyrt af trans fólki fyrir þann tíma þá gat það varla hundsað þá staðreynd lengur. Það var þó ekki fyrr en um árið 2010, þegar fleira trans fólk fór að stíga fram, að umræðan tók að færast frá því að einblína á „breytinguna" yfir í að fjalla um réttindastöðu trans fólks og þá erfiðleika sem það upplifði innan samfélagsins. Sem dæmi má nefna heimildarmyndina Hrafnhildur (2012) sem var framleidd af Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og fjallaði um Hrafnhildi Guðmundsdóttur og vegferð hennar í kyn- leiðréttingarferlinu. Þar var hún sýnd fyrst og fremst sem manneskja en það hafði ekki verið gert áður á Islandi. Á undanförnum árum hefur baráttan eflst til muna og hún er nú órjúfanlegur hluti af starfi Samtakanna ’78. Trans Island hefur verið í fararbroddi baráttu fyrir bættum hag trans fólks á flestum sviðum samfélagsins. Fjölbreytt trans fólk og sögur þeirra birtast reglulega í fjölmiðlum, töluverðar lagalegar réttarbætur hafa gengið í gegn og félagslegur skilningur á málefnum trans fólks hefur tekið mikið stökk til hins betra. Slíkt má glögglega sjá á umfjöllun um þessi mál í íslenskum fjölmiðlum en vanalega er fjallað um þau af mun meiri virðingu og vandvirkni en áður þekktist. Anna er flutt heim í fordómaleysið á Islandi - tlu islendingar eftir að komast I kynskiptaaðgerð og fyrsta aðgerð innan skamms þ ikkt i i tóku henni fagnandi. ,Þetta var cins os ég værí Björk Guðmundsdóttir. l>að bjargaðl al- veg deginum segir að lslendingar séu miklu fremur ðöruggir en fordómaftdlir þegar Qallað er um kynskipti. Víöa erlendis veröi kynskipt ingar hins vegar að fást við mikla og neikvæöa um- ræðu. Hér sé ongu sliku tU að dreifa. Anna var einn „Ég er komin helm, búin að ftnna húsnæði en vantar cnn vinnu." seg- ir Anna Kristjánsdóttir, konan sem óöur hét Kristjón Kristjánsson og var vélstjóri að atvinnu. tvær stelpur sem Nú biða um tiu Isiendingar eftir að komast 1 kynskipti og veröur fyrsta aögerðiii gerö hér á landi inn- an skamms. Áður hafa isiendingar einkum leitaö til Sviþjóðar eftir aö- gerðum. Óiafur ólafsson landlæknir sagði við DV að ekki væri réttlætanlcgt aö horfa um of i kostnað vegna aö- gerðanna. Þaö væri iagaskyida að veita ibúum landsins læknisþjón- ustu, þar á meöal kynskipti. Þar að auki væru kynskipti ekki sérlega dýr. „Það cr lögleysa að neita fólki um aögeröir af þesu tagi," sagöi Ólaftir. Hann sagði erfitt aö átta slg á hve þörfln væri mikil. Þegar til lengri tima væri litið mætti vart búast við nema einu tilfelli á þriggja ára fresti. Þá er upplýst að i Sviþjóð fær aö- eins þriöjungur þcirra scm sækja um kynskipti að fara i aögerð. Anna þekkir þar til og segir að oft ráði annarlegar ástæöur þvi aö fólk vilji skipta um kyn. Hún segir aö ekki sé hægt að hleypa þeim í aðgerö sein siðar geti séö eftir henni. ,.Ef 6g sæi eftir aö hafa fariö i' þessa aögerð þá væri ég fýrir löngu búin að hcngja mig," segir Amia. -GK i stuttar fréttir Anna Kristjáns flytur heim í fordóma- leysið. Að hennar mati hafði það ákueðna kosti í för með sér að umrœða um transmálefni var hér lítil sem engin. „Hér á landi hefur lítið uerið rœtt um kynskipti. Við þurfum ekki að leiðrétta suo mikið af fordómum. Við byrjum á núlli. en ekki í mínus,“ sagði Anna í uiðtali uið DV 8. júní 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.