Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 27

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 27
AÐ LIÐA VEL I EIGIIM SKIIMIMI. 27 ýmsu stofnunum á borð við Landspítala, Þjóðskrá, Mannréttindaskrifstofu Islands og fulltrúi Trans Islands var Anna Kristjánsdóttir. Lögin breyttu mörgu fyrir réttarstöðu trans fólks og þau voru fyrstu lögin sem tengdust beint réttindum þeirra. Með þeim var heilbrigðisþjónusta og nafnabreytingar fest í lög og trans fólk hafði því tækifæri til að leita sér slíkrar þjónustu á lagalegum grundvelli. Fyrir þann tíma hafði trans fólk getað leitað sér þjónustu en hún var þá í höndum einstakra lækna sem gátu í raun tekið geðþóttaákvarðanir um hvers konar þjónustu hver og einn hlyti. Með lögunum var þetta lögfest og trans fólk gat leitað réttar síns ef það taldi vera brotið á sér hvað varðaði aðgang að heilbrigðisþjónustu. Annað atriði sem sjaldan er nefnt er að lögin tryggðu sömuleiðis að trans fólk missti engin réttindi gagnvart börnum sínum en það var gert til að koma í veg fyrir að kynvitund væri notuð gegn trans fólki í deilum (t.d. forræðisdeilum í kjölfar skilnaðar) milli foreldra ef annað foreldrið kom út sem trans. Þrátt fyrir að lögin hafi verið mikil réttarbót fyrir trans fólk hérlendis og meðal fremstu lagasetninga á því sviði í heiminum urðu þau fljótt úrelt og í raun má segja að þau hafi að mörgu Ieyti verið orðin úrelt þegar þau tóku gildi. Nafn laganna, „lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda", hefur sætt töluverðri gagnrýni, enda er hugtakið „kynáttunarvandi" þýðing á úreltri sjúkdómsgreiningu sem á ensku er „gender identity disorder“. Þegar lögin tóku gildi var almennt farið að notast við orðið kynama (e. gender dysphoria) en í ICD- 11, sem er handbók Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um geðsjúkdóma, hefur hugtakið kynósamræmi (e. gender incongruance) nú tekið við. Þessar breytingar eru gerðar til þess að draga úr þeim fordómum og gildismati sem fylgir sjúkdómsgreiningu á kynvitund trans fólks innan heilbrigðiskerfisins. Munurinn á þessum hugtökum er ÞKIÐJUDAGUR 7. fcptcmber 1971 TÍMINN MÓÐIRIN, SEM BREYTTIST í FOÐUR Kona skiptir um kyn! Þá sjaldan er transmálefni bar á góma í dœgurmálaumrœðu 20. aldar uar oftar en ekki um œsifréttalega umfjöllun að rœða þar sem trans fólki var stillt upp sem exótískum einstaklingum á jaðri samfélagsins. í stuttu máli sá að ekki er lengur litið svo á að trans fólk sé trans vegna undirliggjandi geðsjúkdóms heldur vegna misræmis milli þess kyns sem þeim var úthlutað við fæðingu og kynvitundar þeirra. Heilbrigðiskerfinu ber því skylda til að aðstoða trans fólk við að fá þá heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda, enda getur aðgangur að heilbrigðisþjónustu komið í veg fyrir að trans fólk þrói með sér alvarleg andleg veikindi sökum þess að geta ekki lifað í samræmi við eigin kynvitund. Má ég þá ekki prjóna lengur? Að lifa í gagnstœðu kynhlutuerki Lögin kváðu sömuleiðis á um að einstaklingar þyrftu að lifa í „gagnstæðu kynhlutverki" í að minnsta kosti eitt ár og hafa verið í formlegri meðferð hjá teymi Landspítala í 18 mánuði áður en þeir gætu sótt um að fá í gegn breytingu á nafni og kyni hjá Þjóðskrá Islands. Þetta orðalag var meðal annars gagnrýnt af Jafnréttisstofu Islands, sem fannst skjóta skökku við að festa orðið „kynhlutverk" í lög, enda væru kynhlutverk Iöngu úrelt fyrirbæri. Ljóst er því að lögin byggðu á úreltum og jafnframt þvingandi gildum er kom að kyntjáningu og hlutverkum fólks í samfélaginu. Þessi hugmyndafræði hefur einnig komið fram í og haft áhrif á þá þjónustu sem trans fólk hefur fengið samkvæmt vitnisburði þess í fjölmiðlum og rannsóknum. Þar hefur ítrekað komið fram að trans fólk hafi verið hvatt til þess að tileinka sér kvenlegri eða karlmannlegri áhugamál; trans körlum hefur til dæmis verið sagt að skella sér frekar í veiði heldur en að prjóna og trans konur hvattar til þess að fara í dömuþjálfun hjá iðjuþjálfa. Trans fólk hefur einnig sagt að myndast hafi ákveðin menning þar sem fólk ráðlagði hvert öðru hvernig best væri að koma fram og hegða sér til að fá hraðari og betri þjónustu frá heilbrigðiskerfinu, sem gekk út á að leika hina fullkomnu Heimildarmyndin Hrafnhildurfrá árinu 2012 sló nýjan tón í umfjöllun um málefni trans fólks. í stað þess að einblína á „breytinguna“ og „fyrir/eftir-frásögn“ uar f jallað um manneskjuna á forsendum hennar sjálfrar fremur en hnýsinna sís blaðamanna sem uildu allra helst gœgjast ofan í nœrbuxur uiðfangsins.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.