Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 28
28
konu eða hinn fullkomna karl. Dæmi eru um að trans
fólk hafi þóst hafa tiltekin áhugamál eða gefið upp á
bátinn áhugamál sem hentuðu ekki þeirra „gagnstæða
kynhlutverki", að trans konur hafi mætt í viðtöl í kjólum
og háum hælum til að koma fram á réttan hátt og fólk hafi
jafnvel látið sem það væri gagnkynhneigt þrátt fyrir að
vera tvíkynhneigt eða samkynhneigt.
Sjálf get ég vottað það og mun aldrei gleyma því þegar
geðlæknir teymisins spurði mig hvernig nærbuxum ég
væri í og hvernig kynlíf ég hefði stundað þegar ég sótti
minn fyrsta tíma til hans. Það er vægast sagt ótrúlegt að
slíkt hafi átt sér stað og að heilbrigðisstarfsfólk hafi leyft
sér að spyrja slíkra spurninga en þetta var einfaldlega
gert til þess að kanna hvort ég væri nú ekki örugglega í
kvenmannsnærbuxum og hvort ég væri ekki örugglega
gagnkynhneigð. Það hefði verið pínu vandræðalegt fyrir
kynjakerfið ef það hefði komið í ljós að ég passaði ekki
fullkomlega inn í hið gagnkynhneigða regluveldi.
Hvergi sést jafn skýrt hversu mikið gervi kyngervi er
í raun og veru og í þessu kerfi. Segja má að trans fólk
hafi stundað ákveðið andóf gegn þeirri þrúgandi kröfu
kerfisins að binda einstaklinga við úrelt kynhlutverk og
lengi barist fyrir að losna undan því. Þau tileinkuðu sér
eftir bestu getu reglurnar eða leikritið sem var þvingað
upp á þau til að byrja með og notuðu sér vitneskju sína og
reynslu sér í hag, einfaldlega til þess að fá betri og hraðari
læknisþjónustu. Það hefur lengi verið sagt að mannfólkið
sé oft gott í að aðlagast aðstæðum og þetta er eitt dæmi
um útsjónarsemi og aðlögunarfærni hinsegin fólks,
sem veit hvað það þarf að gera til þess að lifa af og fá
sínu framgengt.
Huersu marga einstaklinga þarf til að levfa nafna-
og kynskrárbrevtingu fyrir trans fólk?
Einnig hefur verið gagnrýnt að það þurfi leyfi frá
teymi innan Landspítalans til að breyta kyni og nafni
í Þjóðskrá, þar sem slík breyting ætti að eiga sér stað
strax í upphafi þegar viðkomandi kemur út. Að vera með
skilríki sem eru ekki í samræmi við útlit eða kynvitund
getur, og hefur, valdið trans fólki vandræðum þegar það
nýtir sér þjónustu, ferðast eða þarf að gefa upp kennitölu.
Lögin eru því óþarflega bundin gildum kynjakerfisins
og trans fólk þarf að sanna kynvitund sína fyrir
heilbrigðisstarfsfólki sem þarf hvorki að hafa sérþekkingu
á málefnum trans fólks né persónulega reynslu af því að
undirgangast læknisfræðilegt ferli af þessu tagi. Slíkt er
ekki í takt við nýlegar breytingar á því hvernig talið er að
heilbrigðisþjónustu fyrir trans fólk eigi að vera háttað.
Transteymi Landspítala hefur vísað öllu slíku á bug
og telur að þjónusta þess hafi aldrei verið kynjuð eða
óviðeigandi. Síðan lögin tóku gildi árið 2012 hafa sem
betur fer orðið miklar breytingar á þeirri þjónustu sem
teymi Landspítala veitir trans fólki. Hún er orðin meira
í takt við alþjóðareglur og minna bundin við kynjaðan
veruleika. Einnig hafa ungmenni undir 18 ára aldri fengið
takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Það hefur því gengið á ýmsu þegar kemur að
heilbrigðisþjónustu fyrir trans fólk og áhugavert verður
að sjá hvernig ný lög um kynrænt sjálfræði hafa áhrif á
núverandi fyrirkomulag, en fjallað verður betur um þau
hér á eftir.
María Helga Guðmundsdóttir,
fvrruerandi formaður
Samtakanna ’78, og
Þorbjörg Þorualdsdóttir,
núuerandi formaður, ganga
í ótt að Alþingishúsinu með
transfónann í tilefni þess að
lög um kynrœnt sjólfrœði
uoru samþykkt ó Alþingi.