Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Side 29
AÐ LÍÐA VEL í EIGIIM SKIIMIMI.
29
Orðanotkun og baráttan fyrir uönduðu máli
Fyrstu árin eftir stofnun Trans Islands var að mestu
einblínt á að byggja upp samfélag fyrir trans fólk
hérlendis og veita öðru trans fólki stuðning. Sömuleiðis
reyndi félagsfólk að leiðbeina fjölmiðlum um viðeigandi
orðanotkun en orðið „kynskiptingur" og orðasambandið
að „skipta um kyn“ var á þeim tíma nær eingöngu notað
til að lýsa trans fólki. Árið 2007 sendi Trans ísland út
ályktun frá aðalfundi félagsins sem fordæmdi slíkt orðalag
og óskaði eftir því að notast yrði við önnur hugtök, svo
sem „trans“, „transgender" og „leiðrétting á kyni“.
Ekki voru allir jafn kátir með þessa kröfu trans
fólks að fá að ákveða hvaða hugtök væru viðeigandi og
gagnrýnisraddir báru oft fyrir sig að orðið trans þætti
of útlenskt eða væri of líkt orðasambandinu „að detta
í trans“. Ymis brandarar hafa svo orðið til út frá því
orðasambandi, sem og brandarar um trans-fitusýrur.
Orðið kynskiptingur er merkingarlega séð að mörgu
leyti mjög illa lýsandi hugtak og nær ekki utan um reynslu
trans fólks. Orðið „skipti" gefur til kynna að um einhvers
konar skipti sé að ræða sem sé sömuleiðis hægt að endur-
taka, sbr. skipta um föt, skipta um skóla, o.s.frv. Trans
fólk upplifir eigin kynvitund á flóknari máta og almennt
er það ekki þannig að trans fólk hafi upplifað sig sem eitt
kyn og svo allt í einu sem annað, heldur segja margar
manneskjur sína kynvitund alltaf hafa verið þá sömu en
þeim hafi bara verið úthlutað vitlausu kyni við fæðingu.
Trans fólk hefur ætíð verið það kyn sem það upplifir
sig og því er fólk í raun að leiðrétta eða aðlaga líkamleg
einkenni til að samræmast eigin upplifun. Orðið kynskipti
gerir ráð fyrir einföldum skiptum þar sem karlkyni er
skipt út fyrir kvenkyn á einu bretti en það ferli sem
trans fólk undirgengst læknisfræðilega er mismunandi
á milli fólks og eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Kynvitund sums trans fólks er sömuleiðis meira fljótandi
eða breytist og orðið skipti er ekki lýsandi fyrir trans fólk
sem upplifir að kynvitund þess falli utan kynjakerfisins.
Orðið er því ekki eingöngu merkingarfræðilega gallað og
niðrandi, heldur nær það ekki utan um reynsluheim þess
hóps sem það á að snúa að.
Einnig hefur orðanotkunin trans konur og trans karlar
fyrir fullorðið trans fólk og trans stelpa og trans strákur
fyrir ungmenni tekið við af orðinu kynskiptingur í
daglegu tali og í fjölmiðlum. Skiptar skoðanir hafa verið
um hvort um sé að ræða tvö orð eða eitt, sbr. transkona,
transkarl, transfólk o.s.frv., en helstu rökin fyrir því að
rita þau í tvennu lagi er einfaldlega að orðið trans lýsir
stöðu viðkomandi á sama hátt og feit kona, fötluð kona
og svört kona. I slíku samhengi er aldrei skrifað feitkona,
fötluðkona eða svörtkona og samtök trans fólks hafa því
kosið að nota tvö orð.
Orðanotkun og baráttan fyrir vönduðu máli
uol. II. Skilgreiningarvaldið
Sömuleiðis hefur orðið „sís“ (e. cisgender) verið kynnt til
leiks en það á við um einstaklinga sem eru ekki trans.
Orðið er almennt notað þegar það þarf að skilgreina stöðu
einstaklinga þar sem munur er til dæmis á lífsreynslu
trans kvenna og sís kvenna. Orðið er því leið til þess að
benda á meirihlutasamfélagið og skílgreina það, sem
hefur oft vakið hörð viðbrögð þeirra sem tilheyra því eða
norminu þegar kemur að kynvitund. Eftir stendur samt
sem áður að orðið er gott til að greina stöðu viðkomandi,
líkt og orðið gagnkynhneigð lýsir einstaklingum sem eru
ekki með hinsegin kynhneigð eða ófötluð kona lýsir konu
sem er ekki með fötlun.
Flestir fjölmiðlar hafa tileinkað sér þá orðanotkun sem
trans samfélagið kýs hérlendis en fólk innan samfélagsins
hefur verið duglegt að benda fjölmiðlum á hvað betur
megi fara þegar úrelt orðanotkun ratar í fréttir. Orðalag
á borð við „fædd í röngum líkama" og „fæddist strákur/
stelpa" virðist sömuleiðis vera á undanhaldi og frekar er
nú talað um að fólki hafi verið úthlutað karlkyni/kvenkyni
við fæðingu. Þessi breyting hefur að stórum hluta orðið
vegna þrotlausrar baráttu aðgerðasinna og samtaka
hérlendis, sem hafa verið dugleg að nota rétt hugtök í
fjölmiðlum og sömuleiðis minnt fjölmiðla á æskilega
orðanotkun.
Það er mikið fagnaðarefni að minnihlutahópar taki
skilgreiningarvaldið frá meirihlutanum, þar sem orðasmíði
um jaðarhópa hérlendis hefur lengi nær eingöngu verið í
höndum þeirra sem tilheyra ekki hópnum sjálf. Slíkt hefur
ekki eingöngu átt við um trans fólk. Eitt sinn var ekki við
hæfi að nota orðin hommi og lesbía og ýmsir sjálfskipaðir
sérfræðingar á níunda áratug síðustu aldar vildu heldur
kalla þau hóma og lespur eða „kynhvarfa", sbr. kynhvarfur
maður/kynhvörf kona. Þá var orðið yfir samkynhneigð
enn fremur „kynhvörf". Þar voru borin upp svipuð rök og
síðar varðandi trans, það er að hugtökin væru óheppileg í
íslensku máli. Margir hópar innan hinsegin samfélagsins
hafa því þurft að berjast gegn kúgandi skilgreiningarvaldi
meirihlutans og saga þeirra fyrir bættu og vönduðu
orðalagi er ofin saman á margvíslegan hátt.
Hinsegin nýyrði
Mikil gróska hefur verið í nýyrðasmíði á sviði hinsegin
málefna undanfarin ár. Kynlausa fornafnið hán kom
fyrst fram á sjónarsviðið í september 2013 í grein eftir
Öldu Villiljós. Fyrirmyndin var tekin frá Svíþjóð en þar
í landi er kynlausa fornafnið „hen“ orðið viðurkenndur
partur af tungumálinu. Síðan þá hefur fornafnið svo
sannarlega fengið byr undir báða vængi, þrátt fyrir
mótmæli ýmissa íslenskufræðinga sem segja fornöfn vera
„lokaðan orðflokk" og ekki sé hægt að búa til ný. Þrátt
fyrir að vera ungt að árum hefur hán því náð að vinna
sér traustan sess innan íslenskunnar. Það er mikið notað
innan trans samfélagsins og hefur einnig náð fótfestu
innan háskólasamfélagsins og er m.a notað í kennslu í
námskeiðum í Háskóla Islands. Einnig eru fleiri kynlaus
fornöfn í notkun sem hafa kannski ekki hlotið sama