Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 31

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 31
AÐ LÍÐA VEL í EIGIiM SKIIMNI. 31 öfgafullu ofbeldisfólki sem vilji kúga sís konur. Ef horft er ofan í kjöl þeirrar hugmyndafræði sem þessi háværi hópur ber fyrir sig er auðvelt að koma auga á stórar mótsagnir. Hugmyndafræðin byggir að mörgu leyti á sömu gildum og þeim sem voru notuð til að berjast gegn réttindabaráttu samkynhneigðra og tvíkynhneigðra og á rætur að rekja til þrúgandi eðlishyggju um líffræðilegt eðli karla og kvenna. Helstu „femínísku" áróðurshóparnir eiga sína helstu bandamenn meðal meðal öfgatrúarhópa og öfga-hægrisins, sem sömuleiðis veitir þeim fjármagn til að halda uppi sínni starfsemi. Þau eru því í raun að taka höndum saman við hópa sem hafa beitt sér gegn kvenréttindum í áraraðir og því er hæpið að að baki liggi raunverulegar hugmyndir um kvenfrelsi og réttlæti. Sem betur fer hefur slík hugmyndafræði ekki náð fótfestu innan kvennahreyfingarinnar hérlendis að neinu viti. Hinsegin samtök hérlendis hafa átt samstarf við femínísk samtök og mun það samstarf vonandi halda áfram, enda er saga slíkra hópa samofin og mikilvægt að samstaða ríki meðal þeirra og annarra mannréttindasamtaka. Lög um kv/nrœnt sjálfrœði Árið 2019 tóku gildi lög um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019. Frumvarpið á sér langa og flókna sögu en eftir að þingsályktunartillaga frá þingflokki Pírata um „þriðja kynið“ rataði til mín og Kittyar Anderson sem formanna Trans Islands og Intersex Islands stofnuðum við grasrótarhóp hinsegin aktívista, sem átti að skoða sérstaklega réttarstöðu trans fólks og intersex fólks. Ur varð að hópurinn boðaði á fund fulltrúa frá öllum flokkum sem voru þá á þingi, þar sem við könnuðum áhuga þeirra á því að smíða frumvarp sem tæki á réttindum trans fólks og intersex fólks. í kjölfarið varð svo til óformlegur hópur hinsegin aktívista sem kallaðist „skuggaráðið" en hann fékk að lokum aðstoð frá Vinstri grænum og aðgang að ritara flokksins ásamt því að Svandís Svavarsdóttir tók við málinu. Hægt og rólega myndaðist svo kjarnahópur fólks sem vann að framgangi frumvarpsins. Ásamt mér og Kitty sátu í hópnum Auður Magndís Auðardóttir fyrir hönd Samtakanna ’78 og síðar tók María Helga Guðmundsdóttir við af henni, Birkir Stefánsson heimspekinemi, Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur, Sigrún Inga Garðarsdóttir kynjafræðingur, Kristján Sveinsson, ritari Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir þingkona og einnig sóttu Alexander Björn Gunnarsson og Alda Villiljós fundi með okkur til að byrja með. Frumvarpið var í vinnslu í hátt í fjögur ár en tíð átök innan þingsins og stjórnarskipti töfðu það töluvert. Frumvarpið snerist um rétt einstaklinga til að skilgreina eigið kyn og rétt til líkamlegrar friðhelgi. Það átti því að tryggja að fólk gæti sótt sér þjónustu hjá heilbrigðiskerfinu á eigin forsendum og þyrfti ekki að hljóta neins konar beina greiningu eða sanna eigin kynvitund fyrir heilbrigðisstarfsfólki. Sömu- leiðis átti það að tryggja líkamlega friðhelgi og banna inngrip í kyneinkenni barna en intersex fólk eða fólk með ódæmigerð kyneinkenni hefur hingað til verið sent í óþarfa aðgerðir í frumbernsku til þess að breyta kyneinkennum þeirra. Það var því algjört grund- vallaratriði að réttur trans og intersex fólks til að hafa ákvörðunarvald yfir eigin líkama væri tryggður og hvers kyns læknisfræðileg inngrip væru á þeirra forsendum. Sömuleiðis var stefnan að tryggja að fólk gæti breytt um nafn og kyn í Þjóðskrá að eigin frumkvæði og einnig yrði boðið upp á þriðju skráningu kyns, táknað með Trans ísland í Gleðigöngunni 2013. Atriðið uakti mikla athygli og uar af öðrum toga en flest önnur í göngunni það árið. Markmiðið uar að uarpa Ijósi á þá fordóma sem trans fólk býr ennþá uið í íslensku samfélagi. Ljósmynd eftir Andreu Dagbjörtu Vatnsdal Pálsdóttur. lOÖNWM HRRXT; A.IIEJ U:z 'gír'* W- él KU : .

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.