Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 32
32
bókstafnum „X“. Það er í samræmi við önnur lönd sem
hafa leyft slíka skráningu og er gert til að koma til móts
við kynsegin fólk eða fólk sem vill ekki að kyn þeirra sé
skráð sem karlkyn eða kvenkyn á opinberum skilríkjum.
Frumvarpið var loks lagt fram á þingi vorið 2019
og naut stuðnings allra flokka, að undanskildum
Miðflokknum. Miðflokksmenn stóðu gegn frumvarpinu
og töldu að ekki hefði verið rætt nógu mikið um þessi
mál hérlendis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vitnaði
meðal annars í umræðuna í Bretlandi sem gott dæmi
um samfélagslega umræðu. Fyrir þau sem þekkja ekki
til hefur umræðan um trans fólk í Bretlandi verið mjög
fjandsamleg og hatrömm þar sem trans fólk er reglulega
borið saman við kynferðisafbrotamenn, barnaníðinga
og ofbeldisfólk sem sé ógn við samfélagið. Umræðan
þar er því langt frá því að vera til fyrirmyndar og veldur
það miklum áhyggjum að Miðflokksmenn hafi vitnað
í hana og talið hana málefnalega eða á einhvern hátt
uppbyggilega. Sem betur fer urðu þessar spurningar og
áhyggjur ekki til þess að neinar breytingar væru gerðar á
frumvarpinu, enda hefði slíkt getað verið mikið áhyggju-
efni og hættulegt ef réttindi trans fólks og intersex fólks
hefðu verið skert á grundvelli hræðsluáróðurs og fordóma.
I allsherjar- og menntamálanefnd voru gerðar
nokkrar breytingar á frumvarpinu en þar má nefna
að aldurstakmark til þess að breyta nafni og kyni í
Þjóðskrá var fært frá 15 ára upp í 18 ára og lögbundið
samráð við hagsmunasamtök við gerð verklagsreglna
á heilbrigðisþjónustu fyrir trans fólk og intersex fólk
var tekið úr lögum. Einnig var bann gegn aðgerðum á
kyneinkennum barna sett í bráðabirgðaákvæði þar sem
kveðið var á um að nefnd ætti að skoða málið sérstaklega
og hefði ár til þess. Þetta var gert þrátt fyrir mótmæli
allra helstu hagsmunasamtaka og mannréttindasamtaka.
Ekki myndaðist algjör sátt innan allsherjar- og
menntamálanefndar um þetta atriði en minnihlutinn
lagði fram tillögu um að banni gegn inngripum á
kyneinkennum barna yrði haldið inni og kosið um það á
þessu stigi málsins.
í kosningunni var svo minnihlutaálit allsherjar- og
menntamálanefndar um að banna strax inngrip í kyn-
einkenni barna fellt af ríkisstjórnarflokkunum (Sjálf-
stæðisflokkur, Vinstri græn og Framsókn) en stutt af
Pírötum, Miðflokknum, Samfylkingunni, Flokki fólksins
og Viðreisn. Slíkt vakti vitaskuld vonbrigði meðal hags-
munasamtaka þar sem Vinstri græn höfðu haft frum-
varpið inni á borði hjá sér frá byrjun og hefðu átt að vita
mikilvægi þess að koma þessu ákvæði í gegn sem
allra fyrst.
Lögin voru svo formlega samþykkt á Alþingi þann 18.
júní 2019. Þar sem bann við inngripum í kyneinkenni
barna hefur ekki enn orðið að veruleika hefur frumvarpið
ekki náð tilætluðum árangri og það gengur ekki nærri
jafn langt og lagt var upp með. Það er því von okkar sem
sátum í hópnum að niðurstaða nefndarinnar sem sett
verður á fót samkvæmt bráðabirgðaákvæði verði að banna
eigi þessi inngrip. Þessi mál hafa verið rædd í þaula og við
vonumst eftir því að loks verði hlustað á raddir intersex
fólks í þessum málum; raddir sem hafa nær aldrei fengið
að heyrast í opinberri umræðu.
Það er sömuleiðis von okkar að aldurstakmark til að
breyta nafni og kyni verði lækkað aftur en einnig verður
sett á fót nefnd sem á að skoða það mál sérstaklega.
Trans börn eiga skilið að geta breytt nafni og kyni sínu
upp á eigin spýtur og en ekki vera bundin leyfi forráða-
manna, þar sem forráðamenn geta oft verið á móti þeim
breytingum. Það verður því að tryggja að ungmenni hafi
skilgreiningarvald yfir eigin nafni og kyni mun fyrr en
18 ára.
Island hefur tækifæri til að bæta réttarstöðu trans
og intersex fólks hérlendis til muna og taka sér stöðu
framarlega á heimsvísu þegar kemur að réttindum
hinsegin fólks. Eg vona því heilshugar að frumvarp
um kynrænt sjálfræði verði brátt leitt í lög í sinni
framsæknustu mynd með tilvonandi breytingum úr
nefndarvinnu. Með því mun Alþingi senda skýr skilaboð
um að mannréttindi trans og intersex fólks skipti máli á
íslandi. Þannig stígum við stórt og tímabært skref í átt til
Harpan klœddist litum transfánans
í tilefni af minningardegi trans fólks
árið 2019 áður en gestir héldu í Ráðhús
Reykjavíkur á formlega hátíðardagskrá.
1*11 l-l láiiUI I’ I I I il I m l l / i !"'•'// / /;
<n 1111111111 i m 111 n ■ ■ ch
111 1'iVimhw i 1111 m 11 jrnrnw. "///,,,.
n’rttfHMsr/r-iitiiiiti ■ .i/i/itiit/i.iiuuí/111 ■ /./, ,,,
■ .......I ...........,,,,'"/ '
'iXk . 'i'Á ............
' ■• . " "/////
pKililiíiííl
Kír;