Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 36
36
því fyrir mér hvort að skápasaga mín hefði eitthvað með
það að gera að ég væri ekki nógu hamingjusamur í dag
og hefði ef til vill aldrei verið það í raun og veru. Eg þorði
samt ekki að byrja að grúska í þessum bréfum. Þau voru
hluti af andlegu ferðalagi sem ég þurfti að fara í og ég var
ekki alveg tilbúinn strax.
Huernig uar tilfinningin að byrja að skoða þessi
bréf og þessar dagbœkur?
Alls konar. Þetta rifjaði upp margar sögur sem ég
hafði gleymt, hvort sem ég vildi hafa gleymt þeim eða
ekki. Sumt af þessu var mjög erfitt að rifja upp, erfiðar
eineltissögur og svo upprifjun á tilfinningunni að tilheyra
ekki, sem mér fannst sérstaklega erfitt. En aftur á móti
komu líka upp á yfirborðið margar fallegar minningar. Til
dæmis stuðningur vina minna og foreldra og hvernig þau
stóðu við bakið á mér. Þetta var allur tilfinningaskalinn í
senn. Kærleikur, sorg og nostalgía.
Huernig uar þessi fortíðar-Bjarni sem birtist
okkur óritskoðaður á suiðinu?
Hann var mjög leitandi. Ljúfur, kærleiksríkur, afskaplega
kurteis og alltaf að reyna að koma út úr skápnum. En það
var honum ekki einfalt, því hann vildi ekki særa fólkið í
kringum sig. Á einum stað í dagbókunum segir Bjarni að
hann vilji að þetta ferli eigi að „særa sem minnst." Það eru
svolítið hlaðin orð fyrir ungan mann, að vilja ekki særa
neinn með því að segja fólki hver hann er. Sem er alls
ekki særandi. En honum fannst það. Og í honum blundaði
mikið sjálfshatur líka.
Vissir þú að þú hefðir uerið með fordóma
gagnuart sjálfum þér?
Það kom mér á óvart hvað ég hafðrskrifað mikið í
dagbækurnar beint frá hjartanu og í mikilli einlægni. Það
eru þarna mjög sársaukafull atvik úr fortíðinni þar sem
að ég er að reyna að sætta mig við hver ég er, en undir
niðri kraumar mikið óöryggi, efasemdir og fyrirlitning.
Það var í raun sorglegt og erfitt að horfa upp á þennan
kærleiksríka unga mann vera með svona mikla fordóma
gagnvart sjálfum sér, ef ég á að segja alveg eins og er.
Heldur þú að þessi reynsla hafi haft áhrif
á þig síðar?
Já, alveg hiklaust. Hlutirnir gerðust mjög hratt þegar
ég kom út þarna á árunum eftir aldamót. Pride varð að
árlegum risaviðburði, hver sigurinn vannst á fætur öðrum
og manni var kennt að horfa á björtu hliðarnar; allt er gott
og frábært, ísland er jákvætt og fordómalaust samfélag
og svo framvegis. Þess vegna fór ég að bæla niður allar
neikvæðar tilfinningar. Fannst ég ekki hafa rétt á því
að hafa þær og fór að skamma sjálfan mig, því allt var
bara frábært og allir máttu vera þeir sem þeir voru. Allt
í einu vildu allir eignast hommavin og það var stækkun
fyrir fólk að þekkja homma. Og ég bara skildi ekki. Mér
fannst ég bara vera vanþakklátur fyrir að vera í einhverju
veseni með þetta og fór að segja sjálfum mér að vera ekki
með þetta rugl: „Æi, hættu þessu Bjarni. Það er ekkert
að og það hatar þig enginn.“ Mín karaktereinkenni eru
þrautseigja. Að líta á björtu hliðarnar og bara láta sig hafa
það og treysta á að þetta lagist. En svo gerðist það ekki.
Eg bara gróf þessar óuppgerðu tilfinningar dýpra
og dýpra.
Af huerju á þessi saga erindi í dag? Er þetta ekki
bara enn ein þroskasaga karlmanns? Sagan sem
hefur uerið sögð suo oft, oft áður?
Eg er búinn að hugsa mikið um þetta. Hvaða máli skiptir
þessi saga núna? Er þetta ekki bara enn ein þroskasaga
ungs, hvíts karlmanns? En ég hef ákveðnar væntingar til
þessa verks, ég vil að það fari dýpra. Mig langar að segja
mína sögu til enda í fullri berskjöldun. Þannig gæti þessi
berskjaldaða saga verið heilandi. Og vonandi fyrir þau
sem tengja að einhverju leyti við þessa sögu líka. Með
því að fella niður grímuna og afvopna mig langar mig til
að bjóða öðrum inn í þessa sögu. Hleypa fólki nær mér
og þessu verki. Eg hef líka hugsað þetta í samhengi við
réttindabaráttuna. Hver eru næstu skrefin í baráttu okkar
hinsegin fólks, nú þegar flest lagaleg réttindi eru í höfn?
Mér líður eins og það þurfi að eiga sér stað einhvers konar
heilun, á milli kynslóða. Að alast upp í heimi þar sem
maður tilheyrir ekki hópnum er tráma í eðli sínu. Ég held
við séum byrjuð að feta þessa leið, mér finnst til dæmis að
heimildaþáttaröðin Svona fólk hafi verið hluti af þessu og
ég vona að einleikurinn geti orðið það líka. Þetta er beint
samtal við fortíðina.
Þú ualdir þér harla óuenjulega leið að uerkinu. Þú
opnaðir ferlið og hefur boðið til þriggja lestra á
uerkinu þar sem þú flytur það, eins og það er statt
huerju sinni, fyrir framan áhorfendur. Af huerju
ualdir þú þessa leið?
Ég hef aldrei skrifað verk áður, svo ég rann blint í sjóinn.
Fyrst var ég eini höfundurinn en ég þráði díalóg og þannig
kemur Gréta leikstjóri, með alla sína ótrúlega visku, inn
í verkið sem meðhöfundur. Ég er fyrst og fremst leikari
og það sem ég kann best er að lesa salinn, finna fyrir
orkunni í salnum og hvernig hún breytist. Mér fannst ég
vinna verkið best í þessari dýnamík milli leikarans og
áhorfenda og þegar ég fann fyrir verkinu með áhorfendur
fyrir framan mig. Mér finnst við þurfa að gera meira af
þessu. Vera óhrædd við að hleypa fólki sem hefur áhuga
inn í sköpunarferlið. Það verður ekkert til í tómarúmi því
sviðslistir eru hóplist.
Huernig breyttist uerkið í gegnum þetta ferli?
Einleikurinn er orðinn mun persónulegri. Þetta byrjaði
sem nokkurs konar bók, mínar eigin hugleiðingar,
en smám saman urðu þetta meira konkret tilvitnanir
í dagbækurnar og bréfin. Eftir því sem við lásum