Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 41

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 41
ER ÖLL UMRÆÐA GÓÐ UMRÆÐA? 41 og samskiptamiðlanarratífunni sem varð til kringum móttökurnar sem [Pence] fékk.“ Sem dæmi megi nefna að íslensku forsetahjónin hafi sett upp regnbogaarmband, borgarstjórinn dregið fram reiðhjólið og forsætisráðherra varpað fram glærukynningu með hinsegin fræðslu. Hins vegar hafi það verið upplýsingatæknifyrirtæki sem stal senunni en fyrirtækið Advania flaggaði sex regnbogafánum fyrir utan höfuðstöðvar sínar sem eru beint á móti Höfða, þar sem Pence var væntanlegur á fund. Stéttarfélagið Efling, sem er til húsa stutt frá, auk fleiri fyrirtækja í Borgartúni flaggaði jafnframt regnboganum góða. Fréttir af gjörningnum náðu til erlendra fjölmiðla og samfélagsmiðlar voru þaktir póstum skreyttum ljósmyndum af regnbogafánum fyrir utan upplýsingafyrirtækið. „Það er fallegt að ganga í takt,“ segir Halldór og telur gott að reyna að hreyfa við fólki í valdastöðum en bendir á að fyrir að „fagna fjölbreytileikanum" hafi upplýsingafyrirtækið uppskorið heimsathygli. Hann veltir því jafnframt fyrir sér hvort fánarnir í Borgartúninu hefðu farið á loft ef fjárhagslegir hagsmunir fyrirtækjanna hefðu verið í húfi við heimsókn Mike Pence. Alþjóðlega fréttakerfið Cision vann samantekt á erlendri umfjöllun um regnbogafánagjörning Advania við heimsókn Pence. Niðurstaðan var sú að fréttir og færslur um málið hefðu náð til allt að 439 milljóna lesenda og um 75 þúsund deilingum á samfélagsmiðlum. Til þess að ná sambærilegri dreifingu hefði Advania þurft að verja um 825 þúsund Bandaríkjadölum, sem samsvarar um 100 milljónum íslenskra króna, í stafræna markaðssetningu. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, sagði í viðtali við Fréttablaðið þann 15. janúar 2020 ætlunina ekki hafa verið að skapa fjölmiðlafár. „Við drógum fánana að húni og höfðum ekki í hyggju að láta nokkurn vita sérstaklega af því. Fólk í kringum okkur tók strax eftir þessu og fór að pósta myndum á samfélagsmiðla," sagði hann. Sennilega hafa menn þar innanhúss þó getið sér þess til að flöggunin myndi vekja einhverja athygli eða viðbrögð. Halldór Armand telur mjög skýrt að fyrirtæki geti ekki haft sannfæringu og að gjörðir þeirra stýrist fyrst og fremst af eigin hagsmunum og því sem skilar þeim gróða. Það er heilmikið til í því og mikilvægt að hafa það í huga. Innan þessara fyrirtækja starfa eftir sem áður einstaklingar sem geta haft sannfæringu og tekið afstöðu og stundum notað stöðu sína þar til að hafa áhrif eða ná til fjölda fólks. EUERD Skemmtilegt merki! Mun einhver hluti ágóðans renna til hinseginbaráttunnar? Það væri mega töff Sæll HH því miður tökum við ekki þátt í styrkatsöfnun fyrir samtökin 78 í ár en þökkum virkilega góða ábendingu fyrir næsta ár. Við munum hinsvegar vera með Happy Hour-inn hjá okkur á sínum stað frá klukkan 16:00 til 18:00 þar sem við bjóðum ekki aðeins uppá sér verð á húsvínum og kokteilum heldur einnig 50% afslátt af öllum kranabjór og Bar Snakki. Til valið að kíkja á okkur í einn kaldan og nokkra létta ’rétti. Þetta er sem sagt hreint út sagt bleikþvottur (e. pinkwashing). Það er ekki töff að taka þátt í hinsegin- dögum, ekki til þess að styðja hinsegin- baráttuna, heldur til að græða pening... Kæri ■■H okkur þykir mjög leiðinlegt að stuðningskveðja okkar til allra þeirra sem staðið hafa af því góða og mikla starfi sem unnið hefur verið í þessum málefnum hér á landi fari svona fyrir brjóstið á þér. En við þökkum aftur kærlega fyrir ábendinguna og vonum að þú njótir hátíðarinar. Málið er nú kannski frekar að ég sé þetta sem dulda auglýsingu. Það er það sem fer fyrir brjóstið á mér. Að veitingastaður nýti sér réttindabaráttu minnihlutahóps fyrir mannréttindum í auglýsingaskyni. Pallíettuklœddur Uncle Sam? Það er ekki hægt að ljúka umfjöllun um bleikþvott á íslandi án þess að minnast á sýnileika bandaríska sendiráðsins á Hinsegin dögum en nærvera þess hefur sett svip sinn á Gleðigönguna undanfarin ár. Sendiráðið hefur verið með atriði í göngunni í nafni bandarískra stjórnvalda og helgað sér gott pláss í dagskrárritinu. Eftir að Donald Trump settist að í Hvíta húsinu kom glöggt í ljós hversu vafasöm þátttaka þjóðríkja getur verið á viðburðum sem Orðaskipti á samfélagsmiðlum í kringum Hinsegin daga 2018.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.