Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 45

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 45
ÞJÓÐ VERÐUR AFTUR TIL 45 Eg hitti þær Ástu Kristínu Benedikts- dóttur, Lönu Kolbrúnu Eddudóttur og Agnesi Jónasdóttur einn ágætan veðurdag að vori í fundarherbergi ReykjavíkurAkademíunar. Þær komu allar að gerð Regnbogaþráðar, hinsegin leiðsagnar í gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til: Menning og samfélag í 1200 ár, en Regnbogaþráðurinn er samstarfsverkefní Samtakanna '78 og Þjóðminjasafnsins. Ásta Kristín var verkefnastjóri ásamt írisi Ellenberger og Yndu Eldborg en Agnes, Lana og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir voru meðhöfundar. María Helga Guðmundsdóttir sá um enskar þýðingar. Það er hverjum manni skiljanlegt að ég er lang- forvitnust að vita hvort gerð Regnbogaþráðarins hafi skilað einhverju óvæntu inn á borð til þeirra, hvort þær hafi ef til vill rekist á vel falið leyndarmál eða skandal af safaríkustu sort. Þegar ég spyr þær svarar Ásta Kristín af yfirvegun sem ært getur forvitna: „Við vorum meira að draga saman það sem var til heldur en að rannsaka eitthvað nýtt.“ Þetta er að sjálfsögðu ekki svarið sem nokkur hnýsnigemsi kærir sig um að fá, en fræðimenn eru þekktir fyrir að tala varlega. „Það eru náttúrulega engar heimildir. Bréf geymast ekki, fólk þorði ekki að skrifa um þetta. Rannsóknir sýna að fólk var að yrkja ljóð undir rós eða gefa til kynna milli línanna en það er líka allt í mesta lagi í lok 19. aldar eða byrjun 20. aldar. Við höfum ekki neitt í höndunum," segir Lana. Mér finnst eins og hún sé frekar að segja að það þurfi bara að lesa aðeins á milli línanna enda er ýmislegt spennandi sem kemur fram í Regnbogaþræðinum. Þessi skortur á heimildum og munum kemur endurtekið upp í samtali mínu við Ástu Kristínu, Lönu og Agnesi. Þema viðtalsins er ástin sem ekki er hægt að nefna, þögnin sjálf og svo ber Jón Sigurðsson reyndar dálítið á góma. Þjóð uerður til Grunnsýning Þjóðminjasafnsins hefur staðið að mestu óbreytt síðan árið 2004, eða í rúm 15 ár. Regnbogaþráðurinn var svo formlega opnaður þann 17. nóvember 2018 í tilefni 40 ára afmælis Samtakanna '78 og er viðbót í formi leiðsagnar en ekki sýning í sjálfu sér. Leiðsögnin miðar að því að fá gestinn til að horfa á söguna sem þar er sögð frá öðru sjónarhorni en algengast er. Þessu er náð fram með því að bjóða safngestinum upp á bækling og hljóðleiðsögn á íslensku og ensku þar sem ákveðið efni er til umfjöllunar á svokölluðum vörðum sem merktar eru með litlum regnbogafána. Þess má geta að Regnbogaþráðurinn er enn hluti af safninu og engar áætlanir eru um að taka hann niður svo vitað sé. „Við ákváðum að leita í þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á hinsegin sögu og tvinna niðurstöður þeirra inn í þá hluti og þá þætti sem fjallað er um nú þegar á safninu. Ef að það var eitthvað sem að við höfðum engar rannsóknir um var meginmarkmiðið að spyrja spurninga. Það er svo margt sem við vitum ekki en það er óþarfi að stoppa við það, því spurningarnar eru oft jafn mikilvægar og nokkur svör,“ segir Ásta Kristín og Lana bætir við: „Sum tímabil voru einhvern veginn tóm. Við höfðum ekkert í höndunum. Sýningin nær náttúrulega alveg frá landnámi og fram á okkar daga og sums staðar var maður ekki með neitt, eiginlega á mörgum stöðum." Aðferðin sem notuð var við gerð þráðarins getur talist heldur óvenjuleg. Safngestir eiga því frekar að venjast að upp séu settar sérstakar sýningar um afmörkuð efni, en Regnbogaþráðurinn opnar aðra vídd á sýninguna sem fyrir er. „Við höfðum ekki sérstaka fyrirmynd, þetta var eitthvað sem við þróuðum að mestu leyti sjálf,“ segir Ásta Kristín. „Starfsfólk Þjóðminjasafnsins hefur gaukað því að okkur að sumir gestir séu mjög hrifnir af þessari nálgun og ekki séð hana annars staðar nema, minnir mig, á British Museum í London. Þau hafa fengið hrós fyrir nýstárlega og frumlega nálgun sem við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með.“ „Það er pínu leiðinlegt að það sé ekki venjan að færa hinseginleikann inn í aðalsýninguna en það gerir líka þessa sýningu eitthvað sérstaka," segir Agnes. Lana bendir á að það væri auðvitað ekki víst að svona sýning yrði sett upp í dag án þess að taka inn hinsegin sjónarhornið og að þessi sýning hafi auðvitað staðið frekar lengi. „Það má bæta því við að við Iris fórum á ráðstefnu til Berlínar í fyrrasumar þar sem Iris kynnti Regnbogaþráðinn við góðar undirtektir," segir Ásta Kristín. „Ég held að þetta verkefni sé mikilvægt, jafnvel á heimsmælikvarða, bæði út af aðferðafræðinni, nálguninni sem var valin, og því að það er ekki gefið að svona grasrótarverkefni geti orðið að veruleika. Ég held að við getum öll verið þakklát og ánægð með okkur að hafa gert þetta. Við áttuðum okkur samt ekki á þessu á meðan ferlinu stóð, við vorum bara að gera það sem okkur langaði til að gera.“ Kynugar beinagrindur í plexíglersgröf Regnbogaþráðurinn grípur gestinn strax við fyrstu vörðuna og heldur óskiptri athygli allan tímann. Fyrsta varðan heitir Beinagrindur og þar er spurningum um kyn beinagrindanna, sem hvíla undir plexígleri í gólfinu, velt upp. Samkvæmt hefðinni hafa þær verið kyngreindar af vísindamönnum: kona, karl. „Það var einmitt eitt af því sem við vorum náttúrulega að velta fyrir okkur. Það var einmitt verið að grafa upp bæði í Danmörku og Svíþjóð og einhverjir víkingahöfðingjar kyngreindir karlar en voru svo konur samkvæmt beinagrindunum. Beinagrindur sem voru skráðar sem karlmenn voru ekki karlmenn heldur konur, þannig að það var svona eitthvað sem var á sveimi í fornleifaheiminum á þessum tíma,“ segir Lana. „Hvað segir ákveðin beinalengd og beinaþykkt og allt

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.