Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 48

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 48
48 „Er hugscmlegt að rómantísk sambönd, eða jafnvel kynferðisleg sambönd fólks af sarna kyni, hafi tíðkast innan klaustranna?" Lana Kolbrún Eddudóttir Þær leggja áherslu á að starfsfólk Þjóðminjasafnsins hafi verið fagmannlegt og samstarfið gott: „Við vorum kannski að gagnrýna ákveðna hluti, en þau voru líka til í sjálfsgagnrýni. Þau eru alveg til í að horfa gagnrýnum augum á þessa sýningu." Astandið á strákunum Agnes er sagnfræðingur og hefur rannsakað „ástandið" á stríðsárunum þegar íslenskar konur eignuðust breska, og síðar ameríska, kærasta í mikilli óþökk samfélagsins. Hún segir að það hafi komið sér á óvart að á sýningu Þjóðminjasafnsins er ekkert að finna um þann þátt í sögu landsins: „Svo kom í ljós að varðan sem ég hélt að væri um stríðið og ástandið var um þorskastríðið,“ segir hún og hlær eins og hún sé enn dálítið hissa á þeirri uppgötvun. „Já, 20. öldinni líður svolítið illa á þessari sýningu því að hún er næstum svona „after thought“,“ segir Lana. „Þetta er náttúrulega sýning um þjóð sem verður til og svo þegar sjálfstæði er komið þá er eins og ekki þurfi að segja meira,“ bætir Ásta Kristín við. „Það er mjög greinilegt hverjir eru þjóðin á þessari sýningu. Það eru eiginlega bara hvítir karlar. Það má alveg hafa það eftir mér,“ segir Agnes og hlær. Agnes víkur aftur að vörðunni sem var í hennar umsjá. „Eg skrifaði texta um karla í ástandinu og byggði það á viðtali sem var tekið við Þóri Björnsson. Hann var einn af fáum sem talaði opinskátt um þennan tíma.“ „Þórir er ómetanleg heimild um þessa gömlu hinsegin sögu,“ segir Lana og í eitt augnablik víkur gáskafullur andi viðtalsins fyrir þögn. Þórir Björnsson var elsti meðlimur Samtakanna '78 og einn stofnenda þeirra, en hann lést í apríl í fyrra, 93 ára að aldri. „Það var áhugavert að skoða þögnina sem er í kringum karlmenn í ástandinu. Svona miðað við hvað var mikil umræða, og hatrömm oft, um konur sem lögðu lag sitt við hermenn. Varðan spyr aðallega spurninga um þögnina sem ríkti um þetta,“ útskýrir Agnes. „Fyrst spyrjum við hvað þögnin gefur til kynna. Voru íslendingar ekki meðvitaðir um tilvist samkynja ásta eða langana? Eða veitti þekkingarleysi eða áhugaleysi samfélagsins mögulega einhvers konar skjól?" Agnes segir það líka áhugavert hve lítið sé í raun fjallað um þennan tíma almennt á safninu. Ásta Kristín grípur orðið: „Það hversu lítið rými 20. öldin fær á þessari sýningu hefur svolítið áhugaverðar afleiðingar þegar maður er að gera hinsegin leiðsögn, af því að það helsta sem við vitum um hinsegin sögu er frá 20. öldinni. Við vitum svo lítið um það sem gerist fyrir 1940-50, það eru eiginlega bara miðaldir og svo 20. öldin." Ásta Kristín hlær og heldur áfram: „Okkur var bent svona pent á það þegar við vorum komin langt af stað með verkefnið að það væri risastórt gat milli miðalda og 19. aldar sem við höfðum ekki fyllt upp í og við máttum gjöra svo vel að gera eitthvað í því. Við leystum það þannig að við bjuggum til eina vörðu sem heitir Þögn.“ Að þessu hlæja þær allar, því að hvað annað er hægt að gera? „Konur eigast uið þangað til þeim leysir girnd“ Margir fræðimenn eru afar jákvæðir í garð hinsegin rannsókna og aðstoða þá sem rannsaka hinsegin mál- efni eftir föngum. Það getur reynst hinsegin fræðafólki ómetanlegt. „Við eigum bandamenn í ákveðnu fólki. Viðar Hreinsson, til dæmis, á hugmyndina að einni vörðunni á sýningunni af því að hann gaukaði að okkur ákveðnum upplýsingum sem hann rak augun í. Hann er ekki að stunda hinsegin rannsóknir heldur er hann bara fræðimaður sem hefur augun opin og hefur áhuga á mjög mörgu. Slíkt fólk er mjög mikilvægt, því að það sér hluti og getur bent manni á ýmislegt sem enginn annar myndi sýna áhuga eða vilja vekja athygli á,“ segir Ásta Kristín. I einni af þeim vörðum sem Lana sá um notaði hún fyrirliggjandi rannsóknir Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Steinunn hefur mest allra rann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.