Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 49

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 49
ÞJOÐ VERÐUR AFTUR TIL 49 „Við komumst að því að það er ekki til nein sögn á íslensku sem er sambœrileg við penetrate á ensku. Bara enain. Nema innlima sem er náttúruíega fáránlegt orð í bessu samhengi.“ Asta Kristín Benediktsdóttir sakað klaustur á íslandi og velt upp ýmsum áleitnum spurningum um það mannlíf sem þar blómstraði. „Þarna opnar Steinunn á það að í klaustrunum hafi hugsanlega verið fólk sem ekkí passaði inn í binary hugmyndina um karl og konu. Þarna hafði það hugsanlega aðra leið,“ segir Lana og heldur áfram: „Spurningin er: Ætli hinsegin konur og karlar hafi nýtt sér það og gengið í nunnuklaustur eða munkaklaustur? Hvort tveggja var til á Islandi. Svo hin spurningin: Er hugsanlegt að rómantísk sambönd, eða jafnvel kynferðisleg sambönd fólks af sama kyni, hafi tíðkast innan klaustranna? Og getur líka verið að fólk sem hafði lítinn sem engan áhuga á kynferðislegum samböndum hafi líka sótt í klaustrin? Þetta voru stórar vinnustöðvar sem voru lausar undan þessari stofnun sem rak allt í þjóðfélaginu; hjónabandinu. En svo koma siðaskiptin á Islandi og klaustrin hverfa. í þessari vörðu er líka vitnað í það sem heita skriftaboð. Það voru ekki beint lög heldur frekar strangur leiðarvísir frá kirkjunni um hvernig þú mátt haga þér. Skriftaboð Þorláks biskups frá lokum 12. aldar var leiðarvísir um hvernig þú mátt bæta fyrir ef þú fremur einhverja synd. Samkvæmt þessum skriftaboðum þá var talin alvarleg synd ef að karlmaður saurgaðist af höndum annars karlmanns. Eða ef konur „eigast við þangað til þeim leysir girnd“. Eg elska þessa setningu." Lana endurtekur setninguna hægt með sinni einstöku og auðþekkjanlegu útvarpsrödd: „Konur. Eigast við. Þar til þeim leysir girnd.“ „Þessir limir fá allt of mikla athygli“ Það er mál til komið að reyna að grafa upp eitthvað krassandi slúður. Ef ekki um löngu liðna atburði þá kannski um eitthvað sem kom upp í verkefninu. Eg spyr þær hvort að eitthvað hafi farið inn í leiðsögnina sem þær hafi verið óöruggar með eða ekki vissar um hvernig yrði tekið. „Það var spurning um orðalagið. „Að ríða í rass“?“ segir Lana og beinir orðum sínum til Ástu. „Já, „að ríða í rass“. Það var svolítið áhugavert. Við vorum að tala um ergi á miðöldum, sem snerist um að það var gerður skýr greinarmunur á því, þegar karlmenn voru að stunda kynlíf, hvort um væri að ræða þann sem reið einhverjum í rass eða þann sem var riðið í rass. Þann aktífa eða þann passífa, top eða bottom. Við þurftum að skrifa fágaðan texta,“ segir Ásta Kristín grallaraleg, „og við komumst að því að það er ekki til nein sögn á íslensku sem er sambærileg við penetrate á ensku. Bara engin. Nema innlima sem er náttúrulega fáránlegt orð í þessu samhengi." „Það er samt alveg flott orð þegar maður hugsar um það, en æi, ég veit það ekki, þessir limir fá allt of mikla athygli. Hafðu það sem fyrirsögn: Þessir limir fá allt of mikla athygli," segir Lana alvörugefin á svip. „Þetta kostaði mikla umræðu því að við þurftum að vanda málfarið en vildum heldur ekki fara eins og köttur í kringum heitan graut, víð ætluðum bara að segja hlutina beint út. Þannig að við enduðum á að skrifa „ríða í rass“ í textann. Við fengum hikandi athugasemdir frá yfirlesurum um hvort þetta væri við hæfi. En ég meina...“ segir Ásta Kristín og leyfir setningunni að fjara út. Við vitum svo sem alveg hvað hún er að segja. „Svo bara endaði þetta þarna inni. Við höfum ekkert annað fágaðra orðalag. Þetta er bara athöfnin og þannig er það bara.“ „Allt er merkilegt. líka uið“ Þegar ég spyr þær hver upplifunin sé af því að hafa farið í gegnum þessa vinnu sem greinilega er þeim míkílvæg, segir Agnes: „Mér finnst geggjað að fá þetta tækifæri. Ég var náttúrulega nýbúin með BA í sagnfræði þegar mér var boðið að vera með. Það er mjög áhugavert fyrir sagnfræðinema að fá að krukka í þessari sýningu og skemmtilegt að taka grasrótarsagnfræði en samt upp á hátt plan.“

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.