Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 50

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 50
50 „Mér fannst þessi ávöxtur kúlmínerast í því að fá tœkifœri til að gera þessa leiðsögn. Þá ertu komin pínulítið lengra en að fá bara staðfestingu á því að samkynhneigðir séu til í veröldinni. “ Lana Kolbrún Eddudóttir Ásta Kristín samsinnir því að hér sé um að ræða grasrótarstarf. „Það sem ég er ánægðust með, og held að ég hafi lært mest af í þessu ferli, er að það er hægt að taka algjöra grasrótarhugmynd og búa til úr henni verkefni. I þessu tilfelli var viljinn fyrir hendi. Samtökin og Þjóðminjasafnið voru viljug til samstarfs, fjármagnið fékkst og við fengum svona nokkurn veginn frjálsar hendur við framkvæmdina. Sem er algjörlega magnað.“ Lana kinkar kolli og segir: „Einmitt þetta sem þið nefnið báðar, að koma með þetta nánast af götunni, þó að við séum öll með einhverja fræðiþekkingu, og að það skyldi takast er merkilegt. Það er ekki hægt að segja annað en að Þjóðminjasafnssýningin stóra sé höfuð- gripurinn í íslenskri safnamenningu. Svo er þessi aðferða- fræði, að setja upp önnur sjónarhorn og spyrja spurninga, sem er náttúrulega eitthvað sem gæti átt eftir að hasla sér völl. Ekki bara að stilla upp gripum heldur líka skoða það sem ekki sést. Það er ekki eitthvað sem þú sérð á öllum söfnum; að þú sért spurður að því hvað vantar.“ Ásta Kristín tekur undir þetta: „Nei, nefnilega ekki. Það er málið. Er maður einhvern tímann bara beinlínis spurður: „Hvað er ekki hér?““ „Þetta er, ef þú hugsar út í það, mjög skapandi fyrir gestinn og hugsanlega eitthvað sem hægt er að nota í alls konar samhengi. Ekki bara skoða jaðarsögu hinsegin fólks heldur bara í öllu mögulegu," segir Lana. Það er komið að lokum hjá okkur og það er Lana sem slær botninn í viðtalið. „Fyrir mig sem gamlan aktívista sem er búinn að vera í þessu í þrjátíu ár eða meira, þá er ég í raun og veru dálítið þakklát. Mér finnst ég sjá ávöxt eða hvað maður á að segja. Eg hef séð alla breytinguna sem hefur orðið á þessum tíma, nánast frá því að Samtökin urðu til og fram til dagsins í dag. Mér finnst þetta ná utan um það sem er í raun og veru ofboðsleg viðhorfsbreyting samfélagsins, að allt sé merkilegt, líka við. Það að horfa á þetta gerast og að það skyldi takast var, svona eftir á að hyggja, einhvern veginn staðfesting á að við gamla liðið hefðum skilað einhverju af okkur. Mér fannst þessi ávöxtur kúlmínerast í því að fá tækifæri til að gera þessa leiðsögn. Þá ertu komin pínulítið lengra en að fá bara staðfestingu á því að samkynhneigðir séu til í veröldinni. Við byrjuðum þar. Þú ert komin dálítið mikið lengra þegar þú ert farin að hræra í aðalsýningu Þjóðminjasafnsins." Orð Lönu fylgja mér út í íslenska vorið. Þau gera man mjúkt og vongott og fullt samkenndar með því hinsegin fólki sem bjó í þögninni. Vorið verður að sumri sem verður að hausti. I septemberbyrjun flaggar fjöldi fyrirtækja og stofnana regnbogafánanum í samstöðu með hinsegin fólki við umdeilda heimsókn bandaríska varaforsetans. Skilaboðin í samfélaginu eru skýr: Við eigum margt eftir en við erum komin ansi langt.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.