Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 51

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 51
GALLERI78 51 Listir hafa löngum skipað stóran sess í tilveru hinsegin fólks. f gegnum listræna sköpun má tjá tilfinningar og veruleika sem ef til vill samræmist ekki hugmyndum þorra fólks um ást, erótík, kyn, kynvitund og samfélagsmál. Þegar líða tók á 20. öld átti hinsegin fólk á Vesturlöndum sér víða tryggan samastað í margvíslegum listamannahópum og ísland var þar engin undantekning. Kaffihúsið á Laugavegi 11 var þekkt sem samkomustaður hinsegin fólks og listamanna á sjötta áratug 20. aldar. Slúðurpressan átti jafnvel til að slá þessu tvennu saman og gerði lítinn greinarmun á listafólki og kynvillingum í umfjöllunum um hnignandi siðferðisástand Reykjavíkur. Annar staður sem hýsti listræna starfsemi, Þjóðleikhúsið, fékk oft álíka ákúrur frá blaðamönnum sem töldu sér annt um siðferðislega velferð þjóðarinnar. Hins vegar var fyrsta listsýningin í húsnæði Samtakanna ’78 ekki haldin fyrr en árið 1985 þegar Örn Karlsson sýndi í félagsmiðstöð Samtakanna í Brautarholti 18. Síðan þá hafa húsakynni Samtakanna verið hluti af íslenskri listasögu.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.