Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 52

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 52
52 IMýtt húsnœði. ný tœkifœri Þegar Samtökin ’78 fluttu í nýtt húsnæði í Suðurgötu 3 árið 2015 kviknaði sú hugmynd að taka sýningarhald föstum tökum og stofna gallerí sem einskorðaði sig við hinsegin list. Framtakið fékk hið viðeigandi nafn Gallerí 78 og tók formlega til starfa 3. október 2015. Forsprakki gallerísins var Ynda Eldborg, doktor í listfræði, og til liðs við hana gekk Ásdís Óladóttir, ljóðskáld og listfræðinemi. Þær hafa báðar áralanga reynslu af hinsegin listsköpun og tilvalið þótti að leiða saman þekkingu þeirra til að skapa faglega umgjörð utan um sýningarhald. Ynda og Ásdís lögðu strax í upphafi míkið upp úr fagmennsku og sýningarstjórnun. Fyrir hverja sýningu er gefin út vönduð sýningarskrá, fréttatilkynningar eru sendar á fjölmiðla og reynt að útvega viðtöl og umfjallanir um listafólkið. Listafólk sem sýnir í Galleríi 78 þarf að skilgreina sig sem hinsegin og hafa myndlistarmenntun eða reynslu af myndsköpun og sýningarhaldi. Krafan um fagmennsku nær því einnig til sýnenda. Huernig uerður list hinsegin? Að sögn Yndu og Ásdísar sækir galleríið innblástur til hugsjóna femínískra listakvenna frá 8. áratug 20 aldar en þær bjuggu til rými til að sýna eigin list og ögra gildum listfeðraveldisins. í þeim anda er Galleríi 78 ætlað að ögra heterónormatífum listheimum hérlendis. Markvisst utanumhald kallar einnig á stefnumótun og þær hafa smíðað fastan ramma utan um það hvernig list er sýnd og hvers vegna. Frá upphafi hefur Gallerí 78 einskorðað sig við hinsegin list sem óhjákvæmilega veltir upp spurningunni hvað hinsegin list sé. Er hægt að skilgreina hinsegin list og er slík skilgreining æskileg? Ynda og Ásdís hafa að sjálfsögðu velt þessu fyrir sér. Þær lögðu upp með að skilgreina hinsegin myndlist sem alla þá myndlist sem unnin er af hinsegin listafólki. Gildir þá einu hvort verkin fjalli um hinsegin reynslu eða ekki, listin verður hinsegin meðal annars í gegnum sjálfsmynd höfundanna. „En þessi skilgreining er þó bara ein af mörgum mögulegum því það má líka segja að það að verk fjalli um hinsegin reynslu og tilvist sé skilyrði þess að hægt sé að tala um hinsegin list. Nú, og svo má halda því fram að engin endanleg skilgreining sé til á því hvað sé hinsegin myndlist,“ segir Ynda. Ásdís segir að krafan um að listafólk Gallerís 78 skilgreini sig á einhvern hátt sem hinsegin sé ekki til að ala á fordómum eða aðgreiningu heldur sýnileikans vegna. I sýnileikanum sé fólginn styrkur sem sé ekki sjálfgefmn. „Við eigum til að gleyma okkur í paradísinni fslandi og það þarf ekki að leita langt út fyrir landsteinana til að finna samfélög þar sem réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin,“ segir Ásdís. Því sé opinbert sýningarrými sem einbeitir sér að list hinsegin fólks hluti af mann- réttindabaráttunni. Ásdís tekur sérstaklega fram að það sé þó mikilvægt að spyrja sig í sífellu hvort þessarar aðgreiningar sé þörf. Á meðan svarið sé „já“ sé tilefni til að halda ótrauð áfram. „Auk áherslu á sýnileika er starfseminni ætlað að draga fram í dagsljósið hvernig menningarleg verðmæti hafa orðið til og eru sífellt að verða til þegar litið er til hinsegin myndlistar. Auk þess sem um er að ræða úrvinnslu og varðveislu hinsegin listasögunnar," bætir Ynda við. Sýnileikinn er bundinn við sýningarrýmið sjálft, eins og Ynda bendir á. Núverandi húsnæði Samtakanna ’78 við Suðurgötu hentar vel sem slíkt. Það er á jarðhæð þar sem stórir gluggar vísa að götunni, fólk hefur því möguleika á að kíkja inn eigi það leið hjá eða jafnvel bara gægjast inn um gluggana sé það of feimið til að stíga inn fyrir þröskuldinn. Galleríið er auk þess í félagsrými Samtakanna, þannig að listsýningarnar eru í sama rými og félagsfólk kemur saman. „Þarna fá ungir og gamlir tækifæri til að taka þátt í samtali um hinsegin myndlist, sem er ekkí sjálfgefið," segir Ynda og bendir sérstaklega á eldri kynslóð hinsegin fólks sem ekki fékk slík tækifæri, svo og unglinga sem stunda hinsegin félagsstarf í húsnæði Samtakanna. Viðtökur fram úr björtustu uonum Viðtökurnar hafa verið vonum framar og þegar þetta er skrifað hafa tæplega fimmtíu listamanneskjur sýnt verk sín á yfir tuttugu sýningum. Þar af eru þrjár samsýningar. Ein þeirra var Tíu leiðbeiningar / Ten Instructions (fyrir hinsegin listafólk) / (for Queer Artists) sem kynnti verk eftir enskt hinsegin listafólk haustið 2018. Sú sýning var fyrsta erlenda sýningin í Galleríi 78, en forsprakkar þess vonast til að halda áfram samtali við erlent listafólk og skiptast á sýningum. Starfið hefur verið í nokkuð föstum skorðum frá opnun en haustið 2019 ákvað Ásdís að venda kvæði sínu í kross og kveðja Gallerí 78. Hún mun áfram sinna hinsegin listasenunni af sama áhuga en á öðrum vettvangi. Ynda stendur nú vaktina ásamt nýju teymi sýningarstjóra en þau eru Katrín Sírru, Logn Draumland, Margrét Ása Jóhannsdóttir og Regn Sól Evu. Ekki er vanþörf á auknum mannskap því verkefnin fram undan eru mörg. Til að byrja með handvöldu Ásdís og Ynda listafólk og þá kom sér vel að Ásdís þekkti mikinn fjölda fólks sem var til í að sýna. Eftir að orðið fór að berast hefur ekki þurft að leita að listafólki því margir sækjast eftir að fá að sýna í Galleríi 78. Rýmið er bókað til loka ársins 2022 sem sýnir að eftirspurn og áhugi eru svo sannarlega fyrir hendi. Meðfylgjandi myndagallerí er drög að þverskurði íslenskrar hinsegin listar í dag en höfundar þessara verka eiga það sameiginlegt hafa sýnt, eða eiga eftir að sýna, í Galleríi 78. Verkin sýna glöggt þá fjölbreytni sem einkennir hinsegin list á Islandi. Listin er í sífelldri mótun - síkvik og ögrandi leitar hún bæði inn á við og út á við til að spyrja áhorfandann áleitinna spurninga. Ynda Eldborg valdi listafólkið sem hér sýnir verk sín.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.