Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 65

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 65
MIIMIMI, GLEYMSKA OG PÓLITÍK 65 En stórafmæli snúast ekki bara um að muna. Þau snúast líka um að ákveða hvað er þess virði að muna, hvað er of ómerkilegt til að rifja upp og, ekki síður, hverju við viljum helst gleyma. Saga snýst ekki bara um staðreyndir, hver gerði hvað og hvenær. Hún er ekki bara eitthvað sem fræðingar stunda í háskólum og setja síðan fram í lærðum bókum eða greinum. Hvert og eitt okkar glímir við söguna á hverjum degi því hún er mikilvægt tæki fyrir okkur til að átta okkur á samtíðinni. Mínni skiptir miklu máli í því hvernig við virkjum fortíðina til að glíma við samtímann og framtíðina. Það er í raun margslungið fyrirbæri og sérstakt rannsóknarefni. Þau sem skoða minni líta ekki bara til þess sem við munum heldur einnig hvernig við munum. Þau skoða bæði persónulegt minni, þ.e. hvað og hvernig við munum sem einstaklingar, og sameiginlegt eða menningarlegt minni. Þar er í einföldu máli átt við minni sem hópar fólks búa yfir í sameiningu, til dæmis heilar þjóðir, smærri byggðarlög eða minnihlutahópar eins og hinsegin fólk. Margslungið minni. Þegar hið persónulega og pólitíska mœtast Menningarlegt minni er vissulega mótað af persónulegu minni einstaklinganna í hópnum. En ýmiss konar öfl og hagsmunir hafa ekki síður áhrif á menningarlegt minni. Þau öfl eru stundum mjög sterk og hafa ríka hagsmuni af því að við munum söguna á tiltekinn hátt. Nýleg skrif um efnahagshrunið árið 2008 eru gott dæmi um það. Upp á síðkastið hafa ólíkar persónur og leikendur í hruninu keppst við að skrifa greinar og bækur eða gera heimildarmyndir sem er beinlínis ætlað hafa áhrif á minni Islendinga af efnahagshruninu. Til dæmis hvernig við metum ábyrgð ólíkra aðila, munum eftir atburðarásinni, hvað við teljum þess virði að muna og hverju megi eða hverju beinlínis eigi að gleyma. Þetta er það sem við köllum minnispólitík. Minnispólitík er alls ekki einskorðuð við merkilega atburði eða mótuð af stjórnmálamönnum, yfirvöldum eða stórfyrirtækjum. Það hvernig við munum sögu hinsegin fólks er til að mynda einnig litað af minnispólitík. Afmæli Samtakanna ’78 markaði því ekki aðeins að 40 ár voru liðin frá stofnun merkilegs félags. Það var ekki síst minnispólitískur viðburður þar sem áttu sér stað umræður og jafnvel átök um það hverju skuli gleymt, eftir hverju verði munað og hvernig það muni lifa í minni bæði hinsegin fólks og samfélagsins í heild. Minnispólitík getur verið lúmsk, þannig að við tökum varla eftir áhrifum hennar. Hún mótar til dæmis hvað þykir merkilegt og þess virði að muna, en einnig hvað þykir of ómerkilegt eða óþægilegt til þess lifa áfram í minni fólks. HIV er gott dæmi um sögu sem þótti lengi of erfið til að muna. Auk þess passar saga sjúkdómsins illa inn í ríkjandi hugmyndir um sögu hinsegin fólks sem gjarnan er skrifuð sem saga sleitulausrar sigurgöngu frá fordómum til samþykkis. Því hefur sögu HIV gjarnan verið sópað undir teppið í sögulegu endurliti, þrátt fyrir að faraldurinn hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá kynslóð hinsegin fólks sem fyrst þurfti að glíma við hann. Það er aðeins á allra síðustu árum sem HIV hefur verið tekið inn í heildarfrásagnir af sögu samkynhneigðra. Sú saga er þó enn að mörgu leyti óuppgerð. Minnispólitík getur líka verið mjög sýnileg og farið fram fyrir opnum tjöldum, til dæmis í fjölmiðlum. Iðulega hafa þátttakendurnir persónulega hagsmuni af því að við munum söguna á þeirra hátt en ekki einhvern annan. Einstaklingar vilja ef til vill varðveita arfleifð sína í réttindabaráttunni eða stofnanir reyna að móta hvernig við munum eftir þætti þeirra í tiltekinni sögulegri atburðarás. Hugsanlega kjósa þær heldur að við gleymum, t.d. hatursfullum ummælum eða andstöðu við réttindi sem þykja sjálfsögð í dag. Þess háttar minnispólitík mótar því jafnframt persónulegt minni okkar, hverju við gleymum, hvað við munum og hvernig við munum. Huað munum uið og huað hefðum uið getað munað? Minnispólitískir atburðir eins og 40 ára afmæli Samtakanna ’78 eru því ekki einungis ánægjulegt tilefni heldur hafa þeir einnig mikil áhrif á hvernig hvert og eitt okkar sér sögu hinsegin fólks og tengsl hennar við íslandssöguna. Á tímamótum sem þessum er því ekki aðeins vert að staldra við og líta yfir farinn veg, heldur einnig skoða hvernig sú leið var rudd, hvað var sléttað yfir á leiðinni og hvaða aðrar leiðir hefðu getað verið farnar. Hvernig væri saga okkar ef við minntumst stofnunar Iceland Hospitality árið 1976 sem tímamótaviðburðar en stofnun Samtakanna ’78 þætti síður þess virði að muna eftir? Hvað ef árið 1985 væri tímamótaár í huga okkar vegna þess að þá var Islensk-lesbíska, fyrstu og einu hinseginfemínísku samtökin í sögu Islands, stofnuð? Hvers vegna er okkur tamara að gleyma en að muna eftir því þegar tvíkynhneigðum var meinaður aðgangur að Samtökunum ’78 árið 1992? Hvers vegna forðumst við í lengstu lög að muna eftir HIV? Hvernig liti saga okkar út ef okkur væri gert að gleyma lögleiðingu staðfestrar samvistar árið 1996 vegna þess að hún markaði upphafið að tímabundinni samlögunarstefnu Samtakanna ’78 í stað þess að minnast hennar sem tímamótaviðburðar í réttindabaráttu hinsegin fólks? Eða ef við skildum sögu okkar sem hnignunarsögu? Sögu þess hvernig hinsegin barátta varpaði hugsjónum um grundvallarbreytingar á viðteknum samfélagslegum venjum á borð við hjónaband, parsambönd og einkvæni fyrir róða? Allt þetta eru túlkunarmöguleikar sem eru fyrir hendi og væru ef til vill ríkjandi hefðu aðrir einstaklingar og samfélagsöfl haft mótandi áhrif á söguskilning okkar. Afmæli Samtakanna ’78 veitir okkur því ekki aðeins tækifæri til að rifja upp sögu hinsegin réttíndabaráttu á Islandi heldur einnig hvernig sú saga er búin til og hverjir standa að baki þeirri sköpun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.