Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Side 66

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Side 66
66 HAFDÍS ERLA HAFSTEIIMSDÓTTIR HINSEGIN Á FLÓTTA Regnbogakort ILGA Europe(The International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and Intersex Association) er einn helsti mœlikuarðinn á réttindi hinsegin fólks í Evrópu. Samtökin taka saman tölulegar upplýsingar um lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum löndum Evrópu eftir ákveðnu flokkunarkerfi. Samkvœmt Regnbogakortinu 2020 er ísland í 14. sœti af 49 þjóðum. An'ð 2015 tók íslenska ríkið á móti fyrsta hópnum af hinsegin flóttafólki, það er fólki sem fékk vernd hér á landi á grundvelli ofsókna vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Síðan hafa tveir hópar bœst við, sá síðasti kom haustið 2019. Auk þess hafa fleiri sóst eftir vernd hér á landi á eigin vegum en ekki eru til nákvœmar tölur um þann hóp. Hinsegin flóttafólk glímir oft og tíðum við annars konar hindranir en hópar sem eru skilgreindir út frá þjóðerni eða trúarbrögðum. Því er upplifun þess oft öðruvísi en annars flóttafólks. I þessari grein verður sjónum beint að þeim veruleika sem blasir við hinsegin flóttafólki við komuna til nýs lands auk þess sem nokkrir einstaklingar sem hafa reynslu af ferlinu segja frá málsatvikum. Allar sögurnar eru birtar með samþykki viðmœlenda en nöfnum þeirra og upplýsingum um ytri aðstœður hefur verið breytt til að vernda friðhelgi þeirra. í gegnum tíðina hafa hinsegin samfélög helst þrifist og dafnað þar sem margt fólk kemur saman og fólksflæði er mikið, til dæmis á hafnarsvæðum, í herjum, verbúðum og stórborgum. Fræðimenn hafa jafnvel haldið því fram að fólksflutningar frá sveitum í borgir í kjölfar iðnbyltingarinnar hafi verið helsta forsendan fyrir myndun hinsegin samfélaga á Vesturlöndum á 20. öld. En fólksflutningar eiga sér ekki alltaf stað með fúsum og frjálsum vilja fólksins sem um ræðir. Margir hafa þurft að yfirgefa heimkynni sín af ótta um eigið öryggi, af ótta við útskúfun eða ofbeldi eða vegna fullvissu um að geta aldrei lifað hamingjuríku lífi á heimaslóðum. Slíkir flutningar hafa oftar en ekki verið frá strjálbýlli svæðum til þeirra þéttbyggðari, frá sveit í borg, frá jaðrinum að miðjunni. Þar til nýlega voru íslendingar á meðal þeirra eru lögðu land undir fót enda samfélagið dreifbýlt og eyjan staðsett á jaðri Evrópu. Alla 20. öldina leituðu Islendingar til erlendra stórborga í því skyni að hverfa í fjöldann og fá tækifæri til að skapa sér einkalíf á eigin forsendum. Mynd fengin af www.rainbow-europe.org/.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.