Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 67

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 67
HIIMSEGIIM Á FLÓTTA 67 Jafnvel var hægt að tala um kynferðislegt flóttafólk á áttunda og níunda áratugnum. Nú er aftur á móti ný staða komin upp; Island er viðurkenntjáf alþjóðlegum stofnunum sem öruggt land fyrir hinsegin fólk og íslensk stjórnvöld eru jafnvel farin að halda slíkri ímynd á lofti og kynna landið sem jafnréttisparadís. Huer er á flótta og huer ekki? Frá árinu 1956 hafa íslendingar tekið á móti yfir 500 flóttamönnum sem komið hafa til landsins á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. I daglegu tali eru þeir kallaðir kvótaflóttamenn, það er að segja fólk sem hefur fengið stöðu sína sem flóttafólk viðurkennda og kemur til landsins í gegnum alþjóðlegar stofnanir. Fólk sem kemur til landsins á eigin vegum og sækir um hæli er aftur á móti í daglegu tali kallað hælisleitendur og þá kemur í hlut íslenskra stjórnvalda að skera úr um hvort að það eigi rétt á hæli hérlendis eða ekki. Staða þeirra er oftar en ekki mun viðkvæmari en kvótaflóttamanna þar sem þau eru án stuðnings alþjóðlegra stofnana og allrar viðurkenningar. Síðan 2017 hefur hugtökunum hceli og hœlisleitendur verið skipt út í lagatextum fyrir hugtökin alþjóðleg vernd og umsœkjendur um alþjóðlega vernd. Það var gert til að samræmast alþjóðlegri hugtakanotkun en á ensku hefur orðið sú þróun að í stað asylum og asylum seeker er farið að tala um international protection og applicant for international protection. Fram á 21. öld var flóttafólk oftast skilgreint eftir þjóðerni, þjóðarbroti eða trúarbrögðum. Samkvæmt skilgreiningu Flóttamannastofnunar SÞ er flóttamaður sá eða sú sem sætir ofsóknum í heimalandi sínu eða á þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Árið 2007 viðurkenndu stofnanir Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Flóttamannastofnunin, að skilgreiningar á viðkvæmum hópum rúmuðu kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu. Þar með gat fólk sótt um alþjóðlega vernd á grundvelli þessara þátta. Á öðrum áratugi 21. aldar fóru íslensk stjórnvöld að taka á móti hópum sem skilgreindir voru sem flóttamenn á grundvelli hinseginleika og síðan þá hafa þrír hópar komið til höfuðborgarsvæðisins, síðast haustið 2019. Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tekið á móti flóttamönnum sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint sem flóttamenn á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar gerir íslensk löggjöf ekki ráð fyrir að hinsegin flóttafólk geti sótt um hæli á eigin vegum vegna kynhneigðar. Alþjóðleg samtök á borð við ILGA hafa bent á þetta, til dæmis á árlegu regnbogakorti samtakanna en Island fær sérstaklega bága einkunn fyrir að minnast ekki á kynhneigð, kynvitund eða kyneinkenni sem þætti sem veita aðgang að alþjóðlegri vernd. Aftur á móti má taka fram að hér gæti verið um túlkunaratriði að ræða þar sem kynhneigð og kynvitund eru tekin fram í lögskýringarrömmum og ákveðins ágreinings gætir um hvort túlka beri lögin þröngt eða vítt. Skilgreiningarvandi stofnana Samkvæmt skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á hópum í viðkvæmri stöðu, sem eiga á hættu að líða ofsóknir, deila þeir sameiginlegum einkennum sem eru álitin vera eðlislæg og órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd hvers og eins, til dæmis trú, tungumáli eða þjóðerni. Þessi eðlislægu einkenni gera það að verkum að fólkið getur verið ofsótt. Enn fremur gerir Flóttamannastofnunin ráð fyrir að þeir þættir sem mynda þessa eðlislægu sjálfsmynd fylgi fólki frá bernsku. Sem dæmi má nefna þjóðarbrot á borð við Kúrda eða Bosníu-múslíma. Þegar kemur að hinsegin flóttafólki vandast málið. ÖII höfum við kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni en það er mjög menningarbundið hvernig er fjallað um þessi hugtök. Hvernig fólk upplifir þessar tilfinningar og tjáir þær er einnig mismunandi og fjarri því að vera eðlislægt. Því má segja að fólk fæðist ekki hinsegin heldur verði það. Þessi menningarbundni munur gerir það að verkum að það getur verið ansi snúið að sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli þess að vera hinsegin. Til þess að eiga tilkall til alþjóðlegrar verndar verður umsækjandi að færa sönnur á að hann sé ofsóttur í heimalandi sínu en hvernig er hægt að sanna kynhneigð eða kynvitund? Huernig er hœgt að sanna að ég sé hinsegin? Þessi sönnunarbyrði getur orðið ansi flókin í framkvæmd. Þau hugtök sem við notum til að lýsa sjálfsmynd okkar, á borð við hommi, lesbía, trans og þar fram eftir götunum, eru bundin við vestræna heimsmynd og ekki endilega þekkt eða notuð í öðrum heimshlutum. Einnig er ekki gefið að allir kjósi að skilgreina sig út frá þessum hug- tökum, þ.e. að kynhneigð þeirra eða kynvitund sé eitthvað sem skilgreini sjálfsmynd þeirra. Þetta gerir flóttafólki, sem ekki samsvarar sig við hugtakaheim Vesturlanda, ákaflega erfitt fyrir að sækja um vernd á grundvelli kyn- vitundar eða kynhneigðar. Sérstaklega eru hælisleitendur í viðkvæmri stöðu, þar sem að þau sækja um vernd fjarri heimahögum og allri tengingu við hinsegin samfélög heima við sem gerir sönnunarbyrðina enn flóknari. Ekki má heldur gleyma að kynhneigð og kynvitund snerta dýpstu rætur einstaklingsins og það getur verið erfitt að ræða þessi mál, sérstaklega í samfélögum þar sem djúpstæð þöggun og skömm ríkir um kynferðismál og ekki er hefð fyrir því að bera slík mál á torg. Mörg hver eiga jafnvel ekki orð á sínu eigin tungumáli til að lýsa tilfinningum og kynlífi en sönnunarbyrðin getur oftar en ekki snúist um það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf með einstaklingi af sama kyni. Hispursleysi vestrænnar orðræðu um kynferðismál er oft framandi fyrir fólk sem er ekki vant að tala um slíkt og geta því yfirheyrslur sem skera eiga úr um hvort að viðkomandi sé „hinsegin" gengið mjög nærri fólki sem ef til vill hefur lítið sem aldrei rætt um þessi mál. Hælisleitendur hafa almennt rétt á að færa sönnur á mál sitt í viðtali. Þar sem skrifleg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.