Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 68

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 68
68 gögn sem færa sönnur á kynhneigð eða kynvitund eru oft af skornum skammti er þetta viðtal oftar en ekki aðaltækifæri fólks til að fá vernd. Þekkti ekki orðið hommi Assim, 25 ára hælisleitandi sem hefur nú fengið stöðu flóttamanns, minnist þessa viðtals sem svo: „Ég þekkti ekki orðið hommi fyrr en ég kom til Evrópu. Það er ekki til á mínu tungumáli. Daginn fyrir viðtalið hitti ég nokkra stráka sem voru líka hommar og þeir æfðu með mér það sem ég átti að segja svo að ég yrði tekinn trúanlegur. Ég hafði aldrei talað um endaþarmsmök áður og muninn á því að vera aktífur og passífur í kynlífi. Þeir sögðu mér einnig að segja frá því að ég stundaði munnmök, en það hef ég aldrei gert, það gera karlmenn ekki við hvorn annan í þorpinu mínu, það finnst mér ógeðslegt.“ Lawrence (35) hefur stöðu flóttamanns og minnist þess að hafa verið þráspurður um hvort hann hefði nokkurn tímann sofið hjá karlmanni. Honum fannst það mjög undarlegt og velti fyrir sér hvort að nauðganir gætu talist með en honum var úthlutað kvenkyni við fæðingu og kemur frá landi þar sem svokallaðar „corrective rapes“ eða nauðganir á lesbíum í leiðréttingarskyni eru algengar. Hann treysti sér ekki að koma út sem trans maður í flóttamannaferlinu, enda taldi hann það ógna líkum hans á því að fá vernd þar sem að hann langaði mikið til þess að eignast barn samhliða því að ganga í gegnum kynleiðréttingarferli. „Það hefði enginn trúað mér, ég varð að velja mér stað og halda mér þar,“ rifjar Lawrence upp en hann er ennþá kona í augum stjórnvalda og ætlar sér ekki að hrófla við þeirri skráningu í bráð. Hér má sjá sundurliðun upplýsinga um ísland á Regnbogakortinu. Samkuœmt þeim þáttum sem ILGA mœlir er ísland í 14. sœti af 49 Európuþjóðum og uppfyllir 54% af kröfum um fullt lagalegt jafnrétti. Scx yfirflokkar liggja til grunduallar sem sýndir eru í miðjunni. Rauður merkir jafnrétti og bann uið mismunun, appelsínugulur stendur fyrir f jölskyldumál og gulur hatursorðrœðu og hatursglœpi. Grœnn á uið kynuitund og líkamlega friðhelgi, blár mál-, funda og félagafrelsi og loks sýnir fjólublár upplýsingar um alþjóðlega uernd. Þartil árið 2020 mceldist ísland með 0% í f jólubláa flokknum en hœkkar nú um 17% milli ára. Þar munar um lög um kynrœnt sjálfrœði sem tóku gildi 1. janúar 2020. Milli steins og sleggju Oft og tíðum verða þau sem sækja um vernd að reiða sig á túlkaþjónustu og þessir túlkar koma gjarnan úr því samfélagi sem þau eru á flótta undan. Því er túlkum oft ekki treyst og dæmi eru um að þeir rugli saman, vísvitandi eða óafvitandi, hugtökum á borð við samkynhneigð og barnaníð. Hér getur menntun hælisleitanda og aðgengi að vestrænni menningu skipt höfuðmáli. Þau sem tala ensku og þekkja til vestrænnar menningar eiga oftar en ekki auðveldara með að sanna mál sitt fyrir yfirvöldum eða alþjóðastofnunum þar sem að þau þekkja til hins vest- ræna skilnings á því hvað það felur í sér að vera hinsegin. Mehmet (32) rifjar þetta upp svo: „Þetta var fáránlegt. Túlkurinn hataði mig. Sem betur fer skildi ég orðið nógu mikið í markmálinu til þess að hann gat ekki komist upp með neitt. Ég leiðrétti hann nokkrum sinnum. Við rifumst pínu og þá held ég að embættismennirnir hafi farið að snúast á mitt band. Ég fann líka fyrir velvild í minn garð þegar ég sýndi fram á tungumálakunnáttu og þau fóru pínu að snobba fyrir mér, ég tala líka frönsku og þrjú önnur tungumál og aðalembættismaðurinn sagði „gangi þér vel með verkfræðina" þegar við kvöddumst. Ég var samt ein taugahrúga og settist á kaffihús og skalf eftir viðtalið." Það er því ákveðin þversögn fólgin í þessari kröfu um afhjúpun til þess að eiga kost á því að fá vernd. Fræðilega séð eiga einstaklingar rétt á vernd ef þeir geta fært óyggjandi sönnur á að þeir tilheyri hópi sem sé ofsóttur. En það eitt að tilkynna að þeir tilheyri þessum hóp er áhættusamt skref. Því eru valkostirnir oft heldur slæmir; annaðhvort að vera í felum með eigin kynhneigð eða 17% 38% 83% Mynd fengin af www.rainbow-europe.org/.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.