Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 69

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Qupperneq 69
HIIMSEGIN A FLOTTA 69 !5Ég er hommi, suartur og flóttamaður. Og stundum finnst mér prfitt að vera þetta allt á sama tíma. Eg get ekki stjórnað því hvernig fólk sér mig, ég er svartur, en ég vil geta stjórnað því hvort að fólk veit að ég sé nommi eða flóttamaður.“ kynvitund eða þá að koma fram og eiga á hættu að verða fyrir fordómum, ofbeldi og útskúfun. IMýtt líf í nýju landi Það getur einnig verið býsna flókið að fóta sig í nýju landi á nýjum forsendum. Enn og aftur getur skilningur heimamanna og flóttafólks á því hvað er að vera hinsegin verið ólíkur sem getur valdið togstreitu og jafnvel vandræðalegum uppákomum. Til dæmis þegar Guðni forseti mætti í Leifsstöð til að taka á móti hópi hinsegin flóttamanna frá löndum sunnan Sahara árið 2018. Þó að engum dyljist að þetta var vel meint og það sé síður en svo sjálfgefið að þjóðhöfðingjar taki sérstaklega á móti hinsegin flóttafólki var þetta ef til vill ekki sérstaklega nærgætið frá sjónarhorni flóttafólksins. Fyrir það fyrsta er ekki hægt að gera ráð fyrir að þau yfirhöfuð samsvari sig með hugtökum undir hinsegin regnhlífinni þrátt fyrir að hafa neyðst til að leita hælis vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. I öðru lagi er ekki hægt að taka því sem gefnu að fólk vilji gangast við því að vera stimplað opinberlega sem hinsegin. Þessar móttökur voru einsdæmi og aðrir hópar sem komið hafa síðan þá hafa fengið að rölta í gegnum Leifsstöð fjarri kastljósi fjölmiðla. Með regnbogafána í rassvasanum Á íslandi, sem og í öðrum vestrænum ríkjum, er ákveðin hefð fyrir því að fólk sé opinskátt með kynhneigð sína og kynvitund. Mannréttindahreyfingar á Vesturlöndum tóku þann pól í hæðina fyrir hálfri öld að mannréttindabaráttan skyldi fara fram fyrir opnum tjöldum og hugmyndir um sýnileika og stolt urðu að helstu flaggskipum baráttunnar, samanber pride-göngur víða um veröld. En fyrir samfélög þar sem hinseginleiki er ekki bundinn við sýnileika og mannréttindabarátta og lobbíismi fer fram bak við tjöldin er hugmyndin um að flagga kynhneigð sinni á almannafæri framandi. Enn fremur upplifa margir flóknar tilfinningar á borð við skömm eða ótta yfir því að hafa neyðst til að flýja út af málefnum sem þöggun ríkir um. Því eru hugmyndir á borð við stolt og sýnileika á Vesturlöndum afar fjarlægar og margir hrökkva til haka eða eiga erfitt með að finna sig innan slíkra hugmynda. Brian (á fertugsaldri) lýsir upplifun sinni af því að fara í sína fyrstu pride-göngu á Islandi svona: „Þetta var rosa gaman. Allt þetta fólk og svo gerðist ekki neitt. Löggan var þarna, en það gerðist ekki neitt. En þetta var líka skrýtið, enginn af vinum mínum fór, og þeir sáu ekki tilganginn í að fara. Þeir vildu það ekki, en þar sem ég er nýhættur með kærastanum mínum þarf ég að fara að finna mér nýjan félagsskap." Brian þekkir líka til málsins með komu forsetans. „Eg hefði ekki viljað þetta. Alveg gaman að hitta forsetann, en ég hefði ekki viljað þetta. Eg er hommi, svartur og flóttamaður. Og stundum finnst mér erfitt að vera þetta allt á sama tíma. Eg get ekki stjórnað því hvernig fólk sér mig, ég er svartur, en ég vil geta stjórnað því hvort að fólk veit að ég sé hommi eða flóttamaður." Mehmet bendir líka á hvernig góður ásetningur getur oft snúist upp í andhverfu: „Þegar fólk kynnist mér, þá vill það heyra hvaðan ég kom og hvað „kom fyrir mig,“ En mér finnst ekkert gaman að segja frá þessu. Þessi saga er hluti af mér, en hún er ekki ég. Og þetta er ömurleg saga. Kærastinn minn var líflátinn og allt. Eg fór í eitt stórt viðtal hjá tímariti þar sem ég vildi varpa ljósi á aðstæður samkynhneigðra í múslímskum löndum sem eru undir klerkastjórn, en ég vil ekki að það sé túlkað sem einhver staðfesting á því að múslímar séu hómófóbískir. Eg er múslími og það voru múslímar sem hjálpuðu mér að flýja. Það er harðstjórn og fátækt sem býr til þessar aðstæður. Ég vil ekki að þessi saga skilgreini mig. Ég er meira en bara þessi saga.“ Það er samt mikið komið undir þessum nýja stimpli. Fólk sem fær stöðu flóttamanns á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar upplifir oft ákveðna pressu um að hegða sér á ákveðinn hátt eða falla inn í ákveðið norm þar sem að það óttast um stöðu sína ef út af bregður. Enn og aftur koma upp á yfirborðið ólíkar hugmyndir um sjálfsmyndir, tilfinningar og samfélagsgerð. Mörgum sem hafa upplifað kúgun og ofsóknir vegna samkynhneigðar finnst til að mynda gagnkynhneigt hjónaband, með öllum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.