Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 70

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 70
70 sínum réttindum, skyldum og samfélagslegri stöðu, vera aðlagandi stofnun. Þeim finnst eitt ekki útiloka annað, til dæmis að eiga maka, heimili og fjölskyldu sem passar inn í hið gagnkynhneigða norm en eiga svo ástkonur og ástmenn utan hjónabands. Enda er ekkert sjálfgefið að til hjónabands sé stofnað með tilfinningalegar þarfir í huga, hjónaband getur allt eins verið samfélagslegur og efnahagslegur samningur milli tveggja aðila. Ali (25), sem á kærasta í Evrópu sem hann hittir reglulega, stefnir til dæmis eindregið að því að fara aftur til nágrannalands upprunalandsins og ganga í gagnkynhneigt hjónaband því þar finnur hann öryggi og einhvers konar meðalveg milli þeirra tilfinninga sem hann ber í brjósti til þess sem er ætlast til af honum. „Eg ætla að gifta mig. Ég verð góður eiginmaður og faðir, því ég mun skaffa vel og vera góður við konuna mína, gefa henni fallegar gjafir, i-phone, kjóla, hvað sem er. Og hún má gera það sem hún vill. Ég mun aldrei leggja á hana hendur. Það er mjög algengt að karlar frá héraðínu mínu dvelji langdvölum í Evrópu og vinni. Þau munu aldrei vita að ég hafi fengið stöðu flóttamanns.“ Ali finnst einnig flókið að fóta sig í nýju umhverfi þar sem kynjapólitík og sjálfsmyndir eru gjörólíkar því sem hann þekkir. Það leiðir hann stundum að ályktunum sem oftar en ekki geta virkað afkáralegar í vestrænum samfélögum „Ég vissi ekki að konur gætu verið lesbíur. Mér finnst að konur eigi að vera heima með börnin, en það er sjálfsagt á lesbískum heimilum að önnur konan eða báðar vinni úti. Lesbíur eru örugglega mjög góðir kennarar eða lögreglumenn. Þær ættu að vera í lögreglunni. Þá væri lögreglan betri.“ Hann hefur samt áttað sig á þessu misræmi og sér húmorinn í því. „Ég sá nærbuxur, kvenmannsnærbuxur, hanga úti til þerris þar sem allir gátu séð þær og ég bara ... whaaaat! og var að pæla í að taka þær niður og segja húsráðendum að þetta gengi ekki! Hlutirnir eru öðruvísi hér. Evrópa er öðruvísi, stundum á góðan hátt og stundum ekki. Ég á eftir að finna betur út úr þessu,“ segir hann og hlær. Eins og orð Brians um að geta (ekki) stýrt því hvernig augum fólk lítur hann bera með sér er veruleiki hinsegin flóttafólks á Islandi og Vesturlöndum töluvert snúinn. Margt flóttafólk sem fær vernd á grundvelli hinsegin sjálfsmyndar á erfitt með að finna sig innan vestrænna hugmynda um hvað það er að vera hinsegin. Ef ísland ætlar að standa undir fögrum fyrirheitum um hina fordómalausu hinsegin paradís er nauðsynlegt að fólki eins og Brian, Ali, Assim og Lawrence og öllum konunum sem ekki treystu sér til að veita viðtal sé gefið rými til að fóta sig á sínum forsendum án þess að þurfa að uppfylla óljósar kröfur um hvernig æskilegt sé að vera hinsegin á Islandi, í Evrópu eða hvar sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.