Fréttablaðið - 29.10.2020, Qupperneq 10
Fáðu nýjustu upplýsingar um uppbyggingu nýrra
íbúða í Reykjavík með áherslu á þær framkvæmdir
sem eru í gangi og hvað er í framundan í
uppbyggingu í borginni.
Græna planið verður kynnt og sagt frá því hvernig
borgin mun sækja fram með kraftmikilli
fjárfestingu með umhverfislega, fjárhagslega og
félagslega sjálfbærni að leiðarljósi.
Dagskrá:
• Græna planið og húsnæðisuppbyggingin
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
• Staða og horfur á fasteignamarkaði í Reykjavík
Þröstur Sigurðsson, Arcur
• Ártúnshöfði og Elliðaárvogur:
Nýr og grænn borgarhluti í mótun
Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir, Arkís
• Meiri borg, kröftugur og sjálfbær vöxtur
til langrar framtíðar
Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson,
Umhverfis- og skipulagssviði
Kynnir: Björg Magnúsdóttir
Streymt á reykjavik.is/ibudir Bein útsending
föstudaginn 30. október kl. 9-11
Uppbygging
íbúða í borginni og Græna planið
BANDARÍKIN Aðeins fimm dagar
eru nú í að kjördagur renni upp
í Bandaríkjunum þar sem kosið
verður um næsta forseta Banda
ríkjanna, alla fulltrúadeild Banda
ríkjaþings og 35 sæti af 100 í öld
ungadeildinni.
Baráttan um embætti forseta
Bandaríkjanna er nú milli Donalds
Trump Bandaríkjaforseta og Joes
Biden, fyrrverandi varaforseta
Bandaríkjanna og forsetafram
bjóðanda Demókrata. Bandaríska
þjóðin kýs þó ekki forseta beint
heldur er í gildi kjörmannakerfi
í Bandaríkjunum, þar sem kjós
endur kjósa kjörmenn sem síðan
kjósa forseta.
Til að vinna forsetakosningarnar
þarf forsetaframbjóðandi að ná að
minnsta kosti 270 kjörmönnum
í heildina. Kannanir benda til að
staða Bidens sé sterkari en Trumps,
bæði á landsvísu og í svokölluðum
barátturíkjum.
Flestir skoðanakönnuðir eru
sammála um að 13 ríki séu mikil
vægust í ár, en 20 ríki og þrjú af
fjórum sætum í Nebraska eru talin
líkleg eða örugg fyrir Repúblikana,
alls 125 kjörmenn, á meðan 17 ríki,
Washington D.C. og þrjú af fjórum
sætum í Maine eru talin líkleg eða
örugg fyrir Demókrata, alls 212
kjörmenn.
Af ríkjunum sem barist er
um hallast sjö ríki og ein sýsla í
Nebraska, 78 kjörmenn í heildina,
að Demókrötum á meðan eitt ríki,
með 38 kjörmenn í heildina, hallast
að Repúblikönum. Í fimm ríkjum
og einni sýslu í Maine, með 85
kjörmenn í heildina, eru líkurnar
jafnar. Flest ríkin sem barist er um
í dag eru ríki sem Trump vann árið
2016, en einnig er barist um nokkur
ríki sem Clinton vann naumlega.
Þrjú stærstu ríkin sem barist er
um í kosningunum í ár eru Penn
sylvanía, Flórída og Texas, en
samanlagt er þar um að ræða 87
kjörmenn sem Trump tók árið
2016. Samkvæmt könnunum mælist
Biden aðeins sterkari í Pennsyl
vaníu, Trump mælist aðeins sterkari
í Texas, og jafnar líkur eru í Flórída,
þar sem rétt rúmlega eitt prósent er
á milli fylgi Bidens og Trumps.
Ef Trump tapar Flórída eða Penn
sylvaníu minnka líkur hans á sigri
verulega, ef hann tapar Texas er
nánast öruggt að Biden sigri. Ef
Biden aftur á móti tapar Flórída
eða Pennsylvaníu minnka líkurnar
á sigri Bidens, en hann gæti enn
unnið ef hann nær öðrum ríkjum.
Það eru því f leiri leiðir að embætt
inu fyrir Biden en fyrir Trump.
Eins og staðan er í dag hafa yfir
75 milljón manns greitt atkvæði
sín til forseta, rúmlega helmingur
af heildarkjörsókn árið 2016, en
sögulega séð er mikil kjörsókn ekki
góðs viti fyrir sitjandi forseta. Engu
að síður er ekkert öruggt í kosning
unum í ár, allt getur gerst og mun
aðeins tíminn leiða í ljós hver næsti
forseti Bandaríkjanna verður.
fanndis@frettabladid.is
Tíminn alveg að renna út fyrir Trump
Kjördagur í Bandaríkjunum rennur upp eftir fimm daga en samkvæmt könnunum er staða Joes Biden, forsetaframbjóðanda
Demókrata, sterkari en Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Færri leiðir að embættinu eru til staðar fyrir Trump en fyrir Biden.
Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, mælist nú betur í könnunum en Don
ald Trump forseti, bæði á landsvísu og í barátturíkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Meira á frettabladid.is
60
50
40
30
20
10
0
✿ Fylgi í þremur stærstu
barátturíkjunum
Flórída Pennsylvanía Texas
n Trump n Biden
✿ Áætlaðir kjörmenn
n Öruggt eða líklegt (D)
n Hallast að (D) n Jafnar líkur
n Hallast að (R) n Öruggt eða líklegt (R)
212
78
85
38
125
538
kjörmenn
2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð