Fréttablaðið - 29.10.2020, Page 12
Það myndi létta
verulega á markað-
inum að fá staðfest að ríkið
ætli að fjármagna sig að
hluta til með erlendum
lánum.
Valdimar Ármann
Syndsamlega góð kaka
með engri fyrirhöfn!
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Mikilvægt er að fyrirsjáanleiki sóttvarnaaðgerða verði meiri, svo Ísland
eigi möguleika á því að taka á móti
ferðamönnum á næsta ári, að sögn
Boga Nils Bogasonar, forstjóra Ice
landair Group.
Bogi var einn frummælenda á
netráðstefnu Ferðamálastofu í gær.
Bogi segir að f lugfélagið hafi þegar
útbúið f lugáætlun fyrir sumarið
2021: „Til þess að hún gangi eftir
og til þess að komi hingað ein
hverjir ferðamenn, þá verður að
vera einhver fyrirsjáanleiki hvað
varðar reglur á landamærunum
hér á Íslandi. Ef að reglurnar verða
óbreyttar eins og þær eru í dag og
það er það sem okkar samstarfs
aðilar úti í heimi gera ráð fyrir,
þá mun okkur ekki takast að selja
neinum ferðamanni að koma til
landsins,“ sagði forstjórinn.
Hann lagði einnig áherslu á það
að mikilvægt væri að koma fyrir
komulagi sóttvarna á hreint sem
fyrst, enda væru ferðaþjónustu
aðilar úti í heimi að skipuleggja
næsta sumar um þessar mundir.
Bogi sagði að ferðamenn gætu til
dæmis framvísað skimunarvott
orði frá heimalandinu við komu
til Íslands, farið í aðra skimum við
komu og fengið niðurstöðu eftir
nokkra klukkutíma: „Við gætum
þá sagt að þetta yrði í versta falli
þannig næsta sumar. Það er mjög
mikilvægt að þetta komi f ljótt
fram frá stjórnvöldum, hvernig
þetta verður á næsta ári,“ sagði
Bogi Nils.
Meðal forsendna fjárlaga ársins
2021 er að 900 þúsund ferðamenn
komi til landsins á árinu, en Sam
tök ferðaþjónustunnar hafa sagt að
tvöföld skimum á landamærunum,
ásamt fimm daga sóttkví á milli,
útiloki slíkt umfang ferðaþjónustu
á næsta ári. – thg
Vill að fyrirsjáanleiki
sóttvarna verði aukinn
Ef reglurnar verða
óbreyttar eins og
þær eru í dag, og það er það
sem samstarfsaðilar úti í
heimi gera ráð fyrir, þá mun
okkur ekki takast að selja
neinum ferðamanni að
koma til landsins.
Bogi Nils Boga-
son, forstjóri
Icelandair
Skýr skilaboð um að ríkið muni f jármagna hallarekstur að hluta til með lántöku í erlendri mynt getur hjálpað til að sefa áhyggjur markaðarins af
fjármagnsþörf ríkissjóðs. Skilyrði
fyrir erlendri lántöku eru hag
stæð og með því að skipta hluta
af erlendu lánunum yfir í krónur
myndi ríkissjóður styðja við gengi
krónunnar.
„Í sem stystu máli væri líklega
skynsamlegt að stilla slíkri erlendri
fjármögnun í hóf á heildina litið, en
huga að henni f ljótlega,“ segir Jón
Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur
Íslandsbanka.
Fram kom í umfjöllun Markað
arins í gær að fá samanburðarlönd
hefðu horft upp á álíka vaxta
hækkun ríkisskuldabréfa og Ísland.
Vaxtahækkunina, sem olli því að
Íslandsbanki ákvað að hækka vexti
á íbúðalánum, má meðal annars
rekja til óvissu um hvernig ríkið
ætli að fjármagna gífurlegan halla
rekstur næstu árin.
Seðlabankinn boðaði kaup á
ríkisskuldabréfum, svokallaða
magnbundna íhlutun, fyrir allt að
150 milljarða í mars, en þannig vildi
bankinn tryggja að fjármagnsþörf
ríkisins þrýsti ekki upp vöxtum.
Frá þeim tíma hefur bankinn aðeins
keypt ríkisbréf fyrir um 900 millj
ónir.
„Það vekur nokkra furðu að
Seðlabankinn hafi hingað til hald
ið magnbundinni íhlutun sinni á
skuldabréfamarkaði nær alfarið í
orði en ekki á borði. Hækkun lang
tíma ávöxtunarkröfu ríkisbréfa
ætti að vera bankanum áhyggju
efni þar sem hún er farin að smita
út í önnur lánskjör,“ segir Jón Bjarki
sem bendir jafnframt á að lánsfjár
þörf ríkissjóðs til næstu fimm ára
verði ríf lega 900 milljarðar króna.
Skiljanlegt sé að markaðurinn hafi
áhyggjur af því hvernig náð verði í
allt það fé.
Fram hefur komið í máli seðla
bankastjóra opinberlega að ein af
þeim leiðum sem ríkissjóður gæti
farið til að fjármagna umtalsverðan
hallarekstur væri að skoða skulda
bréfaútgáfu erlendis. Markaðurinn
greindi frá því í gær að Seðlabanka
stjóri hefði á síðustu vikum talað
fyrir því innan stjórnkerfisins og
í samtölum við ráðherra að ríkið
réðist í slíka erlenda fjármögnun
þar sem horft væri til þess að sækja
vel á annað hundrað milljarða.
Í fjármálaáætlun til næstu fimm
ára var opnað á þann möguleika
að fjármagna halla ríkissjóðs með
lántöku í erlendri mynt. Erlendar
innstæður ríkissjóðs í Seðlabanka
nema nú um 220 milljörðum króna
en andvirði erlendrar lántöku hefur
á síðustu árum verið lagt inn í Seðla
banka sem hluta af gjaldeyrisforða
en ekki verið nýtt til að fjármagna
rekstur ríkissjóðs.
„Miðað við það sem hefur komið
fram opinberlega og í fjölmiðlum
virðist vera umræða um þennan
valkost innan stjórnkerfisins og
ég held að væntingar markaðarins
séu farnar að endurspegla það
að einhverju leyti. Engu að síður
myndi það létta verulega á mark
aðinum að fá staðfest að ríkið ætli
að fjármagna sig að hluta til með
erlendum lánum,“ segir Valdimar
Ármann, sérfræðingur í markaðs
viðskiptum hjá Arctica Finance.
Jón Bjarki hjá Íslandsbanka segir
heppilegt að ráðast í skuldabréfaút
gáfu í erlendri mynt fyrr en seinna.
„Þau lánskjör sem ríkissjóður nýtur
erlendis eru býsna hagstæð þessa
dagana. Þá myndi sala ríkissjóðs
á gjaldeyri líklega styðja við gengi
krónu, sem stjórnvöld virðast sam
mála um að sé í veikara lagi um
þessar mundir. Í þriðja lagi væru
með þessu send skilaboð inn á inn
lendan markað um að ríkið hefði í
f leiri vasa að sækja en þá innlendu
með að fjármagna halla komandi
missera.“
Síðasta erlenda f jármögnun
ríkissjóðs var í maí þegar gefið var
út skuldabréf að fjárhæð 500 millj
ónir evra, jafnvirði um 76 milljarða
króna á þáverandi gengi, í lok maí.
Nam eftirspurn um 3,4 milljörðum
evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð
útgáfunnar. Fjárfestahópurinn
samanstóð af seðlabönkum og
öðrum fagfjárfestum, aðallega frá
Evrópu.
Ávöxtunarkrafan á lengsta úti
standandi skuldabréf ríkissjóðs
í evrum er í kringum 0,2 prósent
á markaði samanborið við 2,5 til
3,0 prósent á álíka skuldabréf í
íslenskum krónum. „Ríkissjóður
getur gefið út skuldabréf á sögu
lega lágum vöxtum erlendis og á
sama tíma er krónan metin veik.
Það hafa sjaldan verið betri skilyrði
fyrir erlendri lántöku,“ segir Valdi
mar. Hann bætir við að erlend staða
þjóðarbúsins sé sterk og enn sé til
staðar viðskiptaafgangur. Þjóðar
búið hafi því burði til að taka erlent
lán og greiða af því, sérstaklega í
ljósi þess að væntingar eru um að
ferðaþjónustan komist aftur á skrið
á næstu árum og viðskiptaafgangur
taki að aukast aftur.
Þótt kjör ríkissjóðs til skulda
bréfaútgáfu í erlendri mynt virðist
hagstæð um þessar mundir þarf
hins vegar að fara varlega í að fjár
magna rekstrarhalla innanlands
með erlendum lánum að sögn Jóns
Bjarka.
„Sporin frá fyrsta áratug aldar
innar hræða hvað það varðar, en
ríkið ætti þó að geta farið þá leið
í nokkrum mæli án þess að taka
óhóf lega gjaldeyrisáhættu. Einn
ig mætti losa um eitthvað af þeim
gjaldeyrisinnstæðum sem ríkis
sjóður á í Seðlabankanum, sem
hefði í mörgum skilningi sambæri
leg áhrif,“ segir Jón Bjarki.
thorsteinn@frettabladid.is
Sjaldan betri skilyrði
fyrir erlenda lántöku
Ríkið getur sefað áhyggjur markaðarins um fjármagnsþörf með skýrum
skilaboðum um erlenda lántöku. Hækkun ávöxtunarkröfu vegna þess er
farin að bitna á heimilunum. Erlend lán gætu stutt við gengi krónunnar.
Lánsfjárþörf ríkissjóðs til næstu fimm ára verður ríflega 900 milljarðar króna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MARKAÐURINN
2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð