Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2020, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.10.2020, Qupperneq 12
Það myndi létta verulega á markað- inum að fá staðfest að ríkið ætli að fjármagna sig að hluta til með erlendum lánum. Valdimar Ármann Syndsamlega góð kaka með engri fyrirhöfn! Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Mikilvægt er að fyrirsjáan­leiki sóttvarnaaðgerða verði meiri, svo Ísland eigi möguleika á því að taka á móti ferðamönnum á næsta ári, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Ice­ landair Group. Bogi var einn frummælenda á netráðstefnu Ferðamálastofu í gær. Bogi segir að f lugfélagið hafi þegar útbúið f lugáætlun fyrir sumarið 2021: „Til þess að hún gangi eftir og til þess að komi hingað ein­ hverjir ferðamenn, þá verður að vera einhver fyrirsjáanleiki hvað varðar reglur á landamærunum hér á Íslandi. Ef að reglurnar verða óbreyttar eins og þær eru í dag og það er það sem okkar samstarfs­ aðilar úti í heimi gera ráð fyrir, þá mun okkur ekki takast að selja neinum ferðamanni að koma til landsins,“ sagði forstjórinn. Hann lagði einnig áherslu á það að mikilvægt væri að koma fyrir­ komulagi sóttvarna á hreint sem fyrst, enda væru ferðaþjónustu­ aðilar úti í heimi að skipuleggja næsta sumar um þessar mundir. Bogi sagði að ferðamenn gætu til dæmis framvísað skimunarvott­ orði frá heimalandinu við komu til Íslands, farið í aðra skimum við komu og fengið niðurstöðu eftir nokkra klukkutíma: „Við gætum þá sagt að þetta yrði í versta falli þannig næsta sumar. Það er mjög mikilvægt að þetta komi f ljótt fram frá stjórnvöldum, hvernig þetta verður á næsta ári,“ sagði Bogi Nils. Meðal forsendna fjárlaga ársins 2021 er að 900 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, en Sam­ tök ferðaþjónustunnar hafa sagt að tvöföld skimum á landamærunum, ásamt fimm daga sóttkví á milli, útiloki slíkt umfang ferðaþjónustu á næsta ári. – thg Vill að fyrirsjáanleiki sóttvarna verði aukinn Ef reglurnar verða óbreyttar eins og þær eru í dag, og það er það sem samstarfsaðilar úti í heimi gera ráð fyrir, þá mun okkur ekki takast að selja neinum ferðamanni að koma til landsins. Bogi Nils Boga- son, forstjóri Icelandair Skýr skilaboð um að ríkið muni f jármagna halla­rekstur að hluta til með lántöku í erlendri mynt getur hjálpað til að sefa áhyggjur markaðarins af fjármagnsþörf ríkissjóðs. Skilyrði fyrir erlendri lántöku eru hag­ stæð og með því að skipta hluta af erlendu lánunum yfir í krónur myndi ríkissjóður styðja við gengi krónunnar. „Í sem stystu máli væri líklega skynsamlegt að stilla slíkri erlendri fjármögnun í hóf á heildina litið, en huga að henni f ljótlega,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Fram kom í umfjöllun Markað­ arins í gær að fá samanburðarlönd hefðu horft upp á álíka vaxta­ hækkun ríkisskuldabréfa og Ísland. Vaxtahækkunina, sem olli því að Íslandsbanki ákvað að hækka vexti á íbúðalánum, má meðal annars rekja til óvissu um hvernig ríkið ætli að fjármagna gífurlegan halla­ rekstur næstu árin. Seðlabankinn boðaði kaup á ríkisskuldabréfum, svokallaða magnbundna íhlutun, fyrir allt að 150 milljarða í mars, en þannig vildi bankinn tryggja að fjármagnsþörf ríkisins þrýsti ekki upp vöxtum. Frá þeim tíma hefur bankinn aðeins keypt ríkisbréf fyrir um 900 millj­ ónir. „Það vekur nokkra furðu að Seðlabankinn hafi hingað til hald­ ið magnbundinni íhlutun sinni á skuldabréfamarkaði nær alfarið í orði en ekki á borði. Hækkun lang­ tíma ávöxtunarkröfu ríkisbréfa ætti að vera bankanum áhyggju­ efni þar sem hún er farin að smita út í önnur lánskjör,“ segir Jón Bjarki sem bendir jafnframt á að lánsfjár­ þörf ríkissjóðs til næstu fimm ára verði ríf lega 900 milljarðar króna. Skiljanlegt sé að markaðurinn hafi áhyggjur af því hvernig náð verði í allt það fé. Fram hefur komið í máli seðla­ bankastjóra opinberlega að ein af þeim leiðum sem ríkissjóður gæti farið til að fjármagna umtalsverðan hallarekstur væri að skoða skulda­ bréfaútgáfu erlendis. Markaðurinn greindi frá því í gær að Seðlabanka­ stjóri hefði á síðustu vikum talað fyrir því innan stjórnkerfisins og í samtölum við ráðherra að ríkið réðist í slíka erlenda fjármögnun þar sem horft væri til þess að sækja vel á annað hundrað milljarða. Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára var opnað á þann möguleika að fjármagna halla ríkissjóðs með lántöku í erlendri mynt. Erlendar innstæður ríkissjóðs í Seðlabanka nema nú um 220 milljörðum króna en andvirði erlendrar lántöku hefur á síðustu árum verið lagt inn í Seðla­ banka sem hluta af gjaldeyrisforða en ekki verið nýtt til að fjármagna rekstur ríkissjóðs. „Miðað við það sem hefur komið fram opinberlega og í fjölmiðlum virðist vera umræða um þennan valkost innan stjórnkerfisins og ég held að væntingar markaðarins séu farnar að endurspegla það að einhverju leyti. Engu að síður myndi það létta verulega á mark­ aðinum að fá staðfest að ríkið ætli að fjármagna sig að hluta til með erlendum lánum,“ segir Valdimar Ármann, sérfræðingur í markaðs­ viðskiptum hjá Arctica Finance. Jón Bjarki hjá Íslandsbanka segir heppilegt að ráðast í skuldabréfaút­ gáfu í erlendri mynt fyrr en seinna. „Þau lánskjör sem ríkissjóður nýtur erlendis eru býsna hagstæð þessa dagana. Þá myndi sala ríkissjóðs á gjaldeyri líklega styðja við gengi krónu, sem stjórnvöld virðast sam­ mála um að sé í veikara lagi um þessar mundir. Í þriðja lagi væru með þessu send skilaboð inn á inn­ lendan markað um að ríkið hefði í f leiri vasa að sækja en þá innlendu með að fjármagna halla komandi missera.“ Síðasta erlenda f jármögnun ríkissjóðs var í maí þegar gefið var út skuldabréf að fjárhæð 500 millj­ ónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna á þáverandi gengi, í lok maí. Nam eftirspurn um 3,4 milljörðum evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Fjárfestahópurinn samanstóð af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu. Ávöxtunarkrafan á lengsta úti­ standandi skuldabréf ríkissjóðs í evrum er í kringum 0,2 prósent á markaði samanborið við 2,5 til 3,0 prósent á álíka skuldabréf í íslenskum krónum. „Ríkissjóður getur gefið út skuldabréf á sögu­ lega lágum vöxtum erlendis og á sama tíma er krónan metin veik. Það hafa sjaldan verið betri skilyrði fyrir erlendri lántöku,“ segir Valdi­ mar. Hann bætir við að erlend staða þjóðarbúsins sé sterk og enn sé til staðar viðskiptaafgangur. Þjóðar­ búið hafi því burði til að taka erlent lán og greiða af því, sérstaklega í ljósi þess að væntingar eru um að ferðaþjónustan komist aftur á skrið á næstu árum og viðskiptaafgangur taki að aukast aftur. Þótt kjör ríkissjóðs til skulda­ bréfaútgáfu í erlendri mynt virðist hagstæð um þessar mundir þarf hins vegar að fara varlega í að fjár­ magna rekstrarhalla innanlands með erlendum lánum að sögn Jóns Bjarka. „Sporin frá fyrsta áratug aldar­ innar hræða hvað það varðar, en ríkið ætti þó að geta farið þá leið í nokkrum mæli án þess að taka óhóf lega gjaldeyrisáhættu. Einn­ ig mætti losa um eitthvað af þeim gjaldeyrisinnstæðum sem ríkis­ sjóður á í Seðlabankanum, sem hefði í mörgum skilningi sambæri­ leg áhrif,“ segir Jón Bjarki. thorsteinn@frettabladid.is Sjaldan betri skilyrði fyrir erlenda lántöku Ríkið getur sefað áhyggjur markaðarins um fjármagnsþörf með skýrum skilaboðum um erlenda lántöku. Hækkun ávöxtunarkröfu vegna þess er farin að bitna á heimilunum. Erlend lán gætu stutt við gengi krónunnar. Lánsfjárþörf ríkissjóðs til næstu fimm ára verður ríflega 900 milljarðar króna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MARKAÐURINN 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.