Fréttablaðið - 29.10.2020, Side 32
SIR ARNAR GAUTI
L Í F S T Í L S Þ Á T T U R
ALLA FIMMTUDAGA
KL. 21:30
Öryggismiðstöðin og Húsasmiðjan
bjóða landsmönnum upp á Sir Arnar Gauta
LÍFSSTÍL TUR
SIR ARNAR GAUTI
Lífsstílsfrömuðurinn Arnar Gauti mætir aftur á skjáinn með glænýjan lífsstílsþátt.
Í þáttunum heimsækir hann falleg og vel hönnuð íslensk heimili og sýnir áhorfendum
fyrir og eftir breytingar. Hann kynnir sér íslenska veitingahúsamenningu, skoðar
uppbyggingu nýrra hverfa þar sem nútíma arkitektúr er í fyrirrúmi og fjallar einnig
um ýmis lífsstílstengd málefni.
Sir Arnar Gauti er á dagskrá Hringbrautar alla fimmtudaga kl. 21:30.
Gæludýrin eru svo frábær en fara því miður úr hárum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Þótt gæludýrin séu frábær fylgir þeim hunda- eða katta-hár á gólfinu eða á fötum
eigandans. Þetta getur verið mjög
pirrandi, sérstaklega þegar fólk
klæðist svörtu. Samkvæmt gömlu
húsráði er ágætt ráð að sópa yfir
mottur og teppi með skrúbbi áður
en ryksugan er tekin fram. Með
skrúbbinum er hægt að draga
hárin fram og síðan eru þau ryk-
suguð. Einfalt ráð.
Ef þú nennir ekki að vera alltaf
með ryksuguna á lofti er gott ráð
að nota rykmoppu og fara reglu-
lega yfir gólfið. Hún dregur í sig
hárin. Þetta er auðveld leið til að
halda gólfinu fínu á milli þess sem
það er ryksugað og þvegið.
Ef þú ert á leið í vinnu og fínu
fötin eru loðin eftir heimilisdýrið
er vel hægt að nota límrúllu sem
þú rennir eftir fötunum. Einnig er
gott að setja nokkra blautklúta,
eins og notaðir eru við bleyjuskipti
í þvottavélina, þegar fötin eru
þvegin. Klútarnir draga hárin til
sín. Þurrkarar gera það einnig.
Hunda- og kattahár á gólfinu
Falleg gólf eru heimilisprýði.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Leiðbeiningastöð heimilanna gefur upp alls konar góð ráð um heimilisþrif. Þar má meðal
annars finna leiðbeiningar um þrif
á gólfum en það er mismunandi
eftir gólfefnum hvernig á að
bera sig að við þrif. Ryk og önnur
óhreinindi þarf að hreinsa burt
reglulega, annaðhvort með því að
ryksuga, fara yfir með rykmoppu
eða þvo.
Parkett er mjög vinsælt gólfefni
hérlendis, hvort sem um er að
ræða plastparkett eða viðarpar-
kennt. Olíu eða vaxborið parkett
er best að rykmoppa reglulega og
nota grænsápu eða þar til gerða
parkett sápu sem er feit þegar þvo á
gólfið. Olíu- eða vaxborið parkett
krefst nokkurs viðhalds til að
halda því fallegu og nauðsynlegt er
að bera á það nokkuð reglulega.
Plastparkett skal varast að
bleyta mikið. Ef það er nauðsyn-
legt skal nota volgt vatn og þurrka
jafnóðum. Annars er best að
strjúka bara yfir gólf úr plastpark-
etti með þurri moppu eða ryksuga.
Þrif á parketti
Risastórt teppið er stór þáttur í
hönnun innra rýmis stórmosku sol-
dánsins Qaboo bin Said í Óman.
Það er að sjálfsögðu smekks-atriði hvað telst fallegasta gólf veraldar, en gólfið í
bænasalnum í stórmosku sol-
dánsins Qaboo bin Said í Múskat,
höfuðborg Óman, hlýtur að vera í
hópi þeirra glæsilegustu, en það er
skreytt með magnaðri gólfmottu.
Moskan var reist á 10. áratug
síðustu aldar og risastórt teppið er
stór þáttur í hönnun innra rýmis
moskunnar og þekur gólf bæna-
salarins. Teppið samanstendur af
1,7 milljörðum hnúta, það vegur 21
tonn og það tók fjögur ár að fram-
leiða það, en í teppinu koma fram
fjórar ólíkar hönnunarhefðir. 28
litir í mismunandi litbrigðum voru
notaðir til að lita teppið, en flestir
voru unnir úr hefðbundnum
plöntulitum.
Teppið er yfir 60 sinnum 70
metrar og þekur alls 4.343 fer-
metra. Það var það stærsta í heimi,
en sex árum síðar var moska
sjeiksins Zayed í Abu Dhabi full-
kláruð og þar er enn stærra teppi.
Bæði teppin voru gerð af sama
fyrirtæki.
Glæsilegasta
gólfmottan
8 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RGÓLFEFNI