Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 50
ÚR VÖRN Í SÓKN Þegar Borat kom út fyrir f jór- tán árum þótti hún einstaklega umdeild. Þótt margir Íslendingar kynnu ef laust deili á Sacha Baron Cohen vegna hlutverks hans sem Ali G, en þættirnir Da Ali D Show voru sýndir á Ríkissjónvarpinu, þá gilti ekki það sama um marga af viðmæl- endum hans í myndinni. Það gerði andrúmsloftið vissulegar pínlegra. Kasakar voru ekki par sáttir við útgáfuna en gengu þó ekki jafn langt og f lest lönd í Mið-Austurlöndum, þar sem myndin var einfaldlega bönnuð. Þáverandi ferðamálaráð- herra landsins fordæmdi myndina og komið var í veg fyrir dreifingu hennar í kvikmyndahús. Það er annað upp á teningnum í þetta skiptið og virðist viðhorf Kasaka mun jákvæðara nú. Ákveðið hefur verið að snúa vörn í sókn og taka athyglinni með opnum örmum. Ferðamálaráð landsins stendur nú fyrir auglýsingaherferð þar sem fólk er hvatt til að sækja landið heim. Slagorð herferðarinnar, sem sýnir áhugasama túrista skoða stór- brotið landslag og byggingar, ætti að vera aðdáendum Borats kunnulegt: „Kazakhstan. Very Nice!“ – ssþ Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is KVIKMYNDIR Borat Subsequent Moviefilm Leikstjórn: Jason Woliner Aðalhlutverk: Sacha Baron Cohen og Maria Bakalova Fyrir fjórtán árum sprengdi ham- hleypan Sacha Baron Cohen allt sem heitir poppkúltúr með stjörnu- blaðamanninum Borat Sagdiyev. Áhorfendur engdust um af hlátri og drápust næstum úr aulahrolli þegar kasakski fréttasnápurinn gerði sig og viðmælendur sína að algjörum fíf lum og heimurinn þurfti að umbera ferlegar eftirhermur af eftirminnilegustu frösum Borat: „Very nice!“ og „Va va ví va!“. Undirstaða myndarinnar byggði aftur á að viðmælendur vissu ekki að verið væri að gabba þá. Eftir vel- gengni Borats á heimsvísu virtist því ómögulegt að framhaldsmynd um fréttamanninn myndi nokkurn tímann líta dagsins ljós. Sögusagnir fóru þó af stað þegar Baron Cohen hafði sést í fjölda dulargerva víðs vegar um Bandaríkin, en það var ekki fyrr en fyrir mánuði að Ama- zon tilkynnti myndina formlega til sögunnar. Hvernig í ósköpunum gat þetta gengið? Myndin hefst á því að rekja afdrif Borats í kjölfar fyrri myndarinnar. Landar hans voru ekki par sáttir við þá mynd sem þar var máluð upp af Kasakstan og fyrir vikið hefur Borat þurft að sæta fang- elsisvist, þrælavinnu og niður- lægingu á almannafæri. Hann fær þó tækifæri á að fá uppreist æru þegar ráðamenn landsins senda hann í sérstaka sendiför til Banda- ríkjanna. Borat á að færa Mic- hael Pence varaforseta bráðgáfaða apann Johnny að gjöf í þeirri von að styrkja samband landanna tveggja og ef la ímynd Kasakstans á ný. Allar áætlanir fara þó f ljótlega í vaskinn og Borat tekur þá upp á að bjóða Pence dóttur sína Tutar sem kvonfang í staðinn. Formúlan hefur lítið breyst á milli mynda og er í grunninn sú sama. Borat keyrir um Banda- ríkin og tekur kostuleg viðtöl við alls konar fólk. Inni á milli eru svo leiknar senur sem tengja söguna saman. Til að komast hjá því að fólk beri kennsl á sig bregður Borat sér í dulargervi sem alls konar Banda- ríkjamenn og er útkoman oft ansi hlægileg. Helsta breytingin er þó aðkoma leikkonunnar Mariu Bakalova sem fer með hlutverk Tutar. Í fyrstu spretta upp einhverjar vanga- veltur um að ný persóna kunni að draga sviðsljósið frá Borat. Áhyggj- urnar eru þó f ljótar að hverfa enda stendur Bakalova sig frábærlega og persóna Tutar spilar fullkomlega í takt við Borat. Þótt atburðarásin sé á margan hátt keimlík fyrri myndinni er ádeilan í þetta skipti fókuseraðri. Viðmælendur í fyrri myndinni voru þverskurður af Bandaríkja- mönnum og viðmælendur Borats komu úr ólíkum áttum. Í þetta skiptið virðist nánast öllu púðrinu beint að hægrinu og öfgahægrinu, og þótt þar sé af nægri vitleysu að taka verður afraksturinn talsvert einsleitari og ólíklegt er að grínið muni eldast jafn vel. Þrátt fyrir einhverja bresti er afraksturinn þó sprenghlægilegur og óvenju hjartnæmur. Upp úr standa samtal Borats við eftirlif- endur helfararinnar í bænahúsi og rosalegt lokaatriði með viðkomu stjórnmálamannsins Rudys Giuli- ani. Borat Subsequent Moviefilm er kannski eilítið bitlausari en forveri hennar en samt ansi beitt. Arnar Tómas Valgeirsson NIÐURSTAÐA: Sprenghlægileg en ögn bitlausari eftirbátur forverans. Va va ví va! Borat fær í þetta skipti liðsauka frá dóttur sinni Tutar. MYND/AMAZON STELUR SENUNNI Það er óhætt að segja að búlgarska leikkonan Maria Bakalova fari með stjörnuleik í myndinni en þetta er hennar stærsta hlutverk til þessa. Hún leikur dóttur Borats, hina 15 ára gömlu Tutar Sagdiyev. Hún hefur fengið einróma lof gagn- rýnenda fyrir leik sinn og hefur Sacha Baron Cohen nú lýst því yfir að hann sé nú þegar farinn í herferð fyrir því að Maria verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. „Við tókum yfir 600 ungar stúlk- ur í prufur, hvaðanæva. Maria er svo einstaklega fyndin. Hún er ein af hugrökkustu leikurum sögunn- ar. Það yrði skammarlegt fengi hún ekki tilnefningu til Óskarsverð- launa,“ sagði Baron Cohen nýverið í viðtali. Viðtal sem Maria tók í gervi fréttakonu við Rudy Giuliani, fyrr- verandi borgarstjóra New York og lögfræðing Donalds Trump, hefur vakið mikla athygli og þykir væg- ast sagt bagalegt fyrir Guiliani. Í lok viðtalsins virðist sem Guiliani fái hana inn á herbergi til sín og byrjar að fást við buxur sínar á meðan hann leggst aftur í rúmið. Stekkur þá Baron Cohen inn í her- bergið í gervi Borats og lýsir því yfir að Tutar sé einungis 15 ára, en Maria Baklova er sjálf 24 ára gömul. Stuðningsmenn Guilianis halda því fram að atriðið hafi verið sviðsett en Sacha Baron Cohen staðhæfði að svo væri ekki í viðtali Good Morn- ing America. En þrátt fyrir þetta og f leiri umdeild atriði er nokkuð ljóst að Maria á framtíðina fyrir sér. Það verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni, hvort sem hún verður tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Tutar eða ekki. – ssþ Maria Bakalova, sem er sjálf 24 ára, leikur hina 15 ára gömlu Tutar. Kasakar settu sig lengi vel á móti Borat en hafa nú ákveðið að nýta útbreiddan frasann sér í hag. 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.