Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 10
Lúsin étur ekki bara eldisdýrin lifandi heldur streymir úr sjókvíunum og strádrepur ungviði villta laxins. Jón Kaldal Fleiri en einn möguleiki var og er til raforkukaupa á íslenskum raforkumarkaði. Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr Fornminjasjóði. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornminjum, sbr. reglur nr. 578/2014. Úthlutað er styrkjum til eftirfarandi verkefna: • Rannsókna á fornminjum (fornleifum og forngripum) • Miðlunar upplýsinga um fornminjar • Varðveislu og viðhalds fornminja Sjóðnum er jafnframt heimilt að veita styrki til viðhalds annarra menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja. Umsóknir eru metnar með tilliti til vísindalegs og menningarsögulegs gildis og þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið í minjavernd, ásamt gildi þeirra fyrir varð- veislu þjóðararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunar- reglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2021. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu unnin í samræmi við lög nr. 80/2012 og reglur stofnunarinnar og í samræmi við innsend umsóknargögn. Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is fornminjasjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fornminjasjóði fyrir árið 2021 FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut STÓRIÐJA Norðurál hafði augljósa möguleika á að kaupa rafmagn af öðrum en Landsvirkjun þegar komið var að því að endurnýja raf- orkusamning fyrirtækisins árið 2016. Landsvirkjun þurfti að auka raforkuframleiðslu sína vegna endurnýjaðs samnings Norður- áls og álframleiðandanum var það fullljóst. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þremur starfsmönnum Lands- virkjunar sem komu að samninga- viðræðum við Norðurál árið 2016. Starfsmennirnir sem um ræðir eru Ríkarður S. Ríkarðsson, fram- kvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun og Þórólfur Nielsen, forstöðumaður hjá Lands- virkjun. Sólveig Bergmann, sem stýrir samskiptasviði Norðuráls, sagði í Fréttablaðinu á fimmtudag að rangt væri að Landsvirkjun hafi boðið ódýrara rafmagn en önnur orkufyrirtæki þegar kom að því að framlengja raforkusamning félags- ins árið 2016, en því hafði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, haldið fram í útvarpsviðtali nokkr- um dögum áður. „Í þeim samningi var engin breyting á magni raforku sem Norðurál kaupir af Lands- virkjun. Norðurál tók þátt í þeim samningaviðræðum af heilindum og var aldrei í viðræðum við aðra orkusala um þau kaup. Það var því engin samkeppni um verð,“ sagði Sólveig. Í yfirlýsingu þremenninganna segir að hluti samningaviðræðn- anna hafi meðal annars snúist um að Norðurál gæti hætt að kaupa raf- magn af Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti, með ákveðnum fyrirvör- um, ef fyrirtækið kysi frekar að færa viðskipti sín annað: „Þetta var til umræðu af þeirri augljósu ástæðu að fleiri en einn möguleiki var og er til raforkukaupa á íslenskum raf- orkumarkaði. Báðum aðilum var þá einnig ljóst að til að Landsvirkjun gæti uppfyllt umrædda skuldbind- ingu til raforkuafhendingar þyrfti fyrirtækið á næstu misserum að auka vinnslu í raforkukerfi sínu.“ Þremenningarnir benda einnig á að Norðurál hafi frá upphafi keypt raforku af öðrum en Landsvirkjun og meirihluti orkukaupa fyrirtækis- ins í dag sé af öðrum framleiðend- um en Landsvirkjun: „Meirihluti orkukaupa Norðuráls í dag er beint frá ON og HS Orku. Um áramótin 2018-2019 hóf Landsvirkjun að selja Norðuráli raforku úr eigin vinnslu- kerfi, sem Landsvirkjun hafði áður keypt af Orku náttúrunnar og selt áfram til Norðuráls. Í nóvember 2019 hóf Landsvirkjun sömuleiðis að selja Norðuráli raforku úr eigin vinnslukerfi sem Landsvirkjun hafði áður keypt af HS Orku og selt áfram til Norðuráls,“ segir í yfir- lýsingunni. Þar kemur einnig fram að Norðuráli hafi verið vel kunn- ugt um þetta fyrirkomulag og hefði getað samið við ON eða HS Orku um kaup á lausri orku þeirra við framlengingu samningsins. „Norðurál virðist ekki hafa haft áhuga á því en sótt mikið í viðbót- arkaup af Landsvirkjun síðan þrátt fyrir augljósa möguleika Norður- áls á að fara aðrar leiðir,“ segja þre- menningarnir. – thg Landsvirkjun hafnar málflutningi Norðuráls Þrír starfsmenn Landsvirkjunar sem komu að samningaviðræðum við Norð- urál árið 2016, segja viðræðurnar meðal annars hafa snúið að möguleika þess að álframleiðandinn færði orkuviðskipti sín annað að hluta eða öllu leyti. Landsvirkjun segir rangt að Norðurál hafi ekki skoðað aðrar leiðir til að kaupa rafmagn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FISKELDI Í haust heimilaði Matvæla- stofnun (MAST) lúsameðhöndlun eldisfisks í Arnarfirði og í Dýra- firði. MAST hefur til meðferðar tvær umsóknir um eitranir í Tálknafirði. Forsvarsmenn umhverfissamtaka og Landssambands veiðifélaga hafa lýst yfir áhyggjum sínum af notkun lúsalyfs og skordýraeiturs í sjókví- aeldi og telja skorta áhættumat á áhrifum þess á vistkerfi við sjókví- arnar sem og villtan lax í kringum eldissvæðin. Notkun Deltamethrin er mjög umdeild en það er eitt mest notaða skordýraeitur í heiminum. Sjávarútvegsráðuneytið birti í vor drög að breyttri reglugerð um velferð lagardýra, varnir gegn sjúk- dómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum. Í reglugerðinni var lagt til að leyfa allt að 6 til 15 sinnum meira lúsasmit í sjókvíum hérlendis en heimilt er í Noregi. Jón Kaldal, talsmaður umhverfis- sjóðsins Icelandic Wildlife Fund, telur brýnt að ráðherra setji skýrar reglur um rekstur og umgjörð fiskeldisstöðva. Þá þurfi að meta heildaráhrif lúsalyfja á umhverfið og vistkerfið. „Staðreyndin er sú að MAST hefur á hverju ári frá 2017 gefið út leyfi fyrir notkun skordýra- eiturs eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum. Þetta er grafalvarleg staða,“ segir Jón. „Þegar lúsin stingur sér niður í kvíarnar fjölgar hún sér gríðar- lega hratt og getur á skömmum tíma orðið óviðráðanleg. Lúsin étur ekki bara eldisdýrin lifandi heldur streymir úr sjókvíunum og strádrepur ungviði villta laxins og urriðann,“ segir Jón enn fremur. Gísli Jónsson, sérgreinadýralækn- ir fisksjúkdóma hjá MAST, segir notkun lyfsins Deltameth rin hafa verið litla hér á landi undanfarin ár. „Þess ber fyrst að geta að meðhöndl- un með Deltamethrin gegn laxalús hefur verið afar takmörkuð hér við land á liðnum árum. Frá því að fyrsta heimilaða meðhöndlunin fór fram sumarið 2017 hafa einungis ein til tvær staðbundnar baðanir farið fram á Vestfjörðum,“ segir Gísli. „Sem dæmi má nefna að styrkur baðlyfja sem gefin eru í sérstök með- höndlunarböð er mestur þegar lyfin komast í snertingu við lúsasmitaðan fisk. Virkni lyfjanna minnkar svo hratt með tímanum, á mínútum og klukkustundum, þegar þau brotna niður auk þess sem þynning efn- anna þegar baðmeðhöndlun er lokið og lausnin fer í sjóinn er svo mikil að skaðleg áhrif á lífverur í vistkerfinu eru takmörkuð.“ – hó Brýnt að meta umhverfisáhrif lúsalyfja 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.