Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 26
unarvanda, neysluvanda og svo þau sem glíma við erfiðar heimil- isaðstæður. „Þá eru börnin ekki vandinn held- ur aðstæður heima fyrir og þau eru að flýja þær. Sem betur fer eru þau fá en það sem einkennir þau mál er að börnin hafa verið að heiman í marga daga áður en leitarbeiðni kemur. Það hefur komið mér á óvart að skólinn grípi ekki fyrr inn í þeim tilfellum.“ Fimmtán ára í fangaklefa Guðmundur segir að þegar 15 ára stúlka í mikilli neyslu hafi verið sett í fangaklefa vegna skorts á öðrum lausnum árið 2018 hafi skapast mikil umræða. „Þetta var gert til að tryggja öryggi hennar og annarra og með samþykki bæði foreldra hennar og Barnaverndar en við fórum með málið í fjölmiðla. Hún fékk ekki pláss á Stuðlum þetta kvöld en eftir að málið komast í hámæli var farið í framkvæmdir á Stuðlum til að þar væri aldrei fullt. Guðmundur segist ekki hafa fundið fyrir miklum breytingum þetta undarlega ár heimsfarsóttar 2020 en minnist þó á að landa- drykkja hafi aukist til muna á meðal unglinga. „Það heyrist mikið í tal- stöð lögreglunnar að krakkar eru að hópast saman við vissar skólalóðir til að drekka landa.“ Guðmundur bendir jafnframt á aukningu í líkamsárásarmálum á meðal barna undir lögaldri eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. „En þetta eru ekkert endilega krakkar sem eru að dúkka upp hjá mér þó það sé kannski einn og einn. Mér finnst vera aukning á vanda krakkanna en það er ekki endilega að verða til þess að þau fari í strok, þau fara heim.“ 35 þúsund kílómetrar á ári Ef barn skilar sér ekki heim og for- ráðamenn leita til lögreglu er þeim gefið samband við barnaverndar- nefnd sem er á bakvakt allan sólar- hringinn. Þegar barnaverndarnefnd hefur tekið við beiðni er sendur tölvupóstur á fjarskiptamiðstöð sem svo berst til Guðmundar. „Þá fer ég yfirleitt strax af stað. Beiðnirnar koma allan sólarhring- inn þó algengast sé að þær komi milli tíu á kvöldin til þrjú á næt- urnar. Ég byrja þá á að hringja og senda sms og í mjög mörgum til- fellum dugar það. Annars fer ég út að keyra og það hefur stundum verið talað um að ég keyri svipað og ákveðinn þingmaður en ég ek um 35 þúsund kílómetra á ári,“ segir Guð- mundur og brosir. „Þau eru á ferðinni. Þau eru með strætókort sem þýðir að þau geta farið hvert sem er. Þegar ég byrjaði á þessu verkefni árið 2014 gat ég geng- ið að hópunum vísum á ákveðnum stöðum. Fyrsta árið fann ég þau alltaf niðri á Ingólfstorgi og svo í Kringlunni en nú er þetta flóknara.“ Löggjafinn mætti breyta reglum Guðmundur bendir á að liðka mætti fyrir aðgengi upplýsinga um börn undir 15 ára aldri. „Það er til dæmis hellings mál að fá gögn frá símafyrirtækjum. Mér finnst að löggjafinn mætti laga þetta fyrir mig þegar kemur að þess- um yngstu börnum. Ég geri alveg greinarmun á börnum undir og yfir 15 ára aldrinum. Ég myndi vilja fá sólarhringsþjónustu frá símafyrir- tækjunum og það ætti að duga að beiðni komi frá Barnavernd. Ekki að ég þurfi að finna forráðamann til að fá leyfi sem þarf að senda í gegnum kerfi sem er aðeins opið á milli 9 og 4 á daginn. Um páska hef ég til að mynda ekki aðgang að neinum frá miðvikudegi til þriðjudags, það getur verið svolítið langur tími fyrir barn undir fimmtán ára.“ Aðspurður segir Guðmundur í léttum tón að vinnutími hans sé daglega frá 8 til 7.59. „Ég er skilgreindur sem dagvinnu- maður með sveigjanlegan vinnu- tíma,“ segir Guðmundur sem er frá- skilinn og drekkur ekki áfengi svo oftast er hann tilbúinn í útkall. Viðbragðstími styttur til muna „Áður tók það að meðaltali átta klukkustundir frá því að beiðni kom þar til búið var að skrá málið og kalla út lýsingu á barninu og gera það eftirlýst í kerfinu. Eftir að verk- efnið hafði staðið í eitt ár vorum við komin með meðaltímann niður í 17 mínútur.“ Aðspurður viðurkennir Guð- mundur að full þörf væri á mann- eskju á móti honum í starfið. „Ég hef verið að leita í fjóra sólar- hringa sem svo alltaf slitna á 11 klukkustunda fresti vegna lögboð- innar hvíldar. Ég er líka að eldast og fer að hætta að nenna þessu nætur- brölti,“ segir Guðmundur sem er 55 ára. „Ég veit þó ekki hvort það sé hægt að búa til atvinnuauglýsingu, það þarf að finna karakter.“ Guðmundur segir mikilvæga eiginleika í starfinu vera þolinmæði, að geta farið út við hvaða aðstæður sem er og hvenær sem er og svo sé það umburðarlyndi gagnvart krökkunum. Þau vita að þetta endar Guðmundur segir krakkana sem ítrekað er leitað að þekkja ferlið og vita hvað eigi eftir að gerast. „Ég segi við þau: „Ef þú svarar mér veit ég að þú ert í lagi en ef þú svarar mér ekki fer ég eins og for- eldrar þínir að mála skrattann á veginn. Ég fer að hringja út um allt og banka út um allt. Ónáða fullt af fólki í kringum þig.“ Svo þau eru búin að læra að svara mér. Þau vita að ef ég heyri að þau eru í lagi geta þau mögulega samið við mig. Til dæmis að við heyrumst aftur um kvöldmat. Það samtal á sér alveg stað. Þau vita að þetta endar, að þau fara heim eða á Stuðla. Svo eru það krakkarnir sem eru á mjög vondum stað. Þau vita alveg að þau enda inni á neyðarvistun. Þegar þau átta sig á að ég er kominn á slóðina eru þau kannski aðeins að undirbúa sig fyrir það sem fram undan er og vilja tíma í það. Langfæst hlaupa, ég geri auðvitað stólpagrín að sjálfum mér og sér- staklega ef ég er að hitta þau í fyrsta skipti, og segi við þau: „Í alvöru, ætl- arðu að hlaupa – heldurðu að ég sé að fara að hlaupa á eftir þér?“ segir Guðmundur í léttum tón og heldur um bumbuna. En Guðmundur þarf ekki alltaf að hringja, sum eiga það til að hringja í hann og biðja hann að ná í sig. „Þá eru þau orðin þreytt en ekki alveg tilbúin til að feisa foreldra sína. En auðvitað eru einstaklingar inni á milli sem vilja ekki nást. Ef þau hlaupa veit ég bara að ég verð að fá f leiri með mér og þau vita að þau nást þannig.“ Ég tek ekki þátt í slíku Guðmundi verður tíðrætt um traustið sem hefur tekið hann tíma að vinna upp. „Ég hef aldrei logið að þeim, aldr- ei gabbað þau. Það er eitthvað sem ég ákvað í upphafi því ég vil halda traustinu. Foreldrar eiga það til að segja við þessi börn: „Komdu heim, það verður allt í lagi,“ en eru búin að biðja okkur að koma og fara með þau í neyðarvistun. Ég tek ekki þátt í slíku. Ég segi þeim einfaldlega að þau séu að fara í neyðarvistun, en þau ráði hvort það sé í góðu eða illu.“ Guðmundur gefur ekki mikið fyrir staðalímyndir sem eigi heima í huga margra. „Eins og til dæmis að við séum að finna ungar stelpur heima hjá eldri mönnum og þar fram eftir götunum. Það er ekki lengur þó það gerist auðvitað ein- staka sinnum. Eldri hópurinn sem er í neyslu er búinn að læra það að ef þau hleypa þessum yngri inn þurfi þau að eiga við mig. Það vilja þau ekki.“ Tvær ungar stúlkur í hættu Aðspurður um erfiðustu reynsluna segir Guðmundur frá því þegar hann kom að íbúð sem virtist tóm en inn um glugga sá hann glitta í skó. „Þá hafði 15 ára stelpa verið skilin eftir ein og meðvitundarlaus en ég gat komið henni undir læknis- hendur. Annað tilfelli er þegar ég fann stelpu sem var svo lítil og grönn að það var búið að troða henni fyrir aftan sæti í bíl og setja úlpu yfir hana. Hún var meðvitundarlaus þegar ég fann hana.“ Árið 2018 reið yfir mikið ópíóíða- æði hér á landi og fann Guðmundur þá fjögur ungmenni meðvitundar- laus inni á hótelherbergi eftir neyslu þeirra og mátti ekki tæpara standa. „Þetta voru tvær stelpur undir lögaldri og tveir 18 ára strákar. Ég nánast fullyrði það að ef ekki væri fyrir þetta verkefni þá væru þær látnar. Önnur þeirra sat í stól með- vitundarlaus, þannig að höfuðið hafði dottið fram á bringu og hefti súrefnisflæði til heila.“ Gummi, manstu ekki eftir mér? Guðmundur segir slíkar uppákomur reyna á en þær séu hluti af starfinu og eftir 35 ár í lögreglunni sé hann ýmsu vanur. „En auðvitað er maður hræddur þar til maður finnur lífsmark. En sem betur fer, af þessum 330 krökk- um hefur enginn látist undir 18 ára aldri þó tvö þeirra séu nú farin. Einn framdi sjálfsvíg fljótlega eftir 18 ára afmælið og annar lést af of stórum skammti 21 árs eftir að hafa verið edrú í langan tíma. Markmiðið og mælikvarðinn var og er mannslífin því þessir krakkar voru að deyja hér áður.“ Það hýrnar sannarlega yfir Guð- mundi þegar hann er spurður hvort hann mæti krökkum sem komin eru á beinu brautina í dag. „Ó, já, það er gaman,“ segir hann hlæjandi. „Þegar maður er að mæta þeim úti á götu með barnavagn. Mörg þeirra eru vinir mínir á Facebook svo maður fær að fylgjast með lífi þeirra. Í fyrravetur fór ég á ráðstefnu í Hörpu og þar var stelpa sem var hópstjóri í einu verkefnanna, hún brosti til mín en ég áttaði mig ekki strax. Hún kom þá til mín og spurði: „Gummi, manstu ekki eftir mér?“ þá áttaði ég mig á því hver hún var – það var geggjað!“ segir hann og stoltið leynir sér ekki. „Það er svo gaman að sjá þau ná fótfestunni og jafnvel krakka sem maður hafði ekki trú á að myndu gera það. En inni á milli eru líka krakkar sem eru í dag góðkunn- ingjar lögreglunnar en sem betur fer eru þau ekki mörg. Þau jafnvel hafa samband við mig þegar þau eru komin í einhver vandræði og eru til- búnari til að ég sæki þau en einhver annar.“ Í það minnsta til í að hlusta Eins og heyra má hefur Guðmundur lag á að nálgast þessi börn og segist hann lítið reyna að vanda um fyrir þeim en bjóðast þó alltaf til að hjálpa. „Ef ég get það á einhvern hátt og þó úrræðin séu ekki mörg er ég í það minnsta til í að hlusta.“ Guðmundur er ekki með leyni- númer og krakkarnir kunna núm- erið hans. „Þau hafa stundum komið með þá afsökun að þau hafi ekki kom- ist heim því þau misstu af síðasta strætó og svo framvegis. Þá hef ég sagt: „Hringdu þá frekar og ég sæki þig.“ En svo eru gullmolar inni á milli sem hafa hringt: „Hey, ég er í partíi, geturðu komið og skutlað okkur heim? Guðmundur segist stundum hafa sagt já en þegar hringt sé nokkra daga í röð bendi hann viðkomandi á að það gangi ekki. „En þau hafa líka hringt ef þau sjá félaga sinn illa drukkinn eða illa vímaðan og vilja að ég komi honum heim. Þeim finnst það þá þægilegra en að hringja í 112 og fá merktan lögreglubíl og einkennisklædda löggu.“ Guðmundur segir að þó hann hafi aldrei séð fyrir sér að hann færi þessa leið í starfi gefi það honum mikið. „Ég hef gaman af þessu starfi og á meðan ég fæ að gera þetta á þann hátt sem ég geri fer ég ekki að gera neitt annað.“ Beiðnirnar koma til Guðmundar allan sólarhringinn en algengast er að þær komi frá tíu á kvöldin til þrjú að nóttu. ÞAÐ ER EKKERT EÐLILEGT AÐ ÉG SÉ AÐ LEITA MJÖG OFT AÐ KRAKKA Á FERM- INGARALDRI. 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.