Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 69

Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 69
Margrét Grímsdóttir, fram-kvæmdastjóri hjúkrunar, segir mjög breiðan aldurs- hóp koma til dvalar á Heilsu- stofnun og að hópur dvalargesta sé sífellt að yngjast. Þangað komi fólk í endurhæfingu meðal annars vegna langvinnra verkja, offitu- og efnaskiptasjúkdóma, streitu, kulnunar og geðrænna vandamála eins og kvíða og þunglyndis. „Það má segja að COVID hafi umpólað streituhópnum. Fólk sem var að koma inn vegna mikillar streitu hefur verið alsælt með að þurfa að hægja á, en á móti höfum við séð fólk sem hafði lífið í góðum takti lenda í vanda,“ segir Margrét. „Við það að þurfa að vinna heima hafa komið upp samskiptavanda- mál við maka eða innan fjölskyld- unnar, það hefur verið meira álag við að standa sig vel í starfi á sama tíma og að sjá um börn og heimili og laun hafa jafnvel lækkað. Fólk glímir við svefntruflanir, lifn- aðarhættir hafa versnað auk þess að finna fyrir auknum kvíða og streitu. Starfsfólkið okkar er duglegt að afla sér nýrrar þekkingar í endur- hæfingu og hluti af meðferðinni núna er til dæmis samkenndar- miðuð nálgun, sem tengist inn á núvitund,“ segir Margrét. „Hér er mjög öflug sjúkraþjálfun og nudd- meðferðir auk ýmissa annarra meðferða sem stuðlar að góðum árangri í endurhæfingunni. Við mælum árangurinn af endurhæfingunni með ýmsum mælitækjum og sjáum að árangur- inn er mjög góður, bæði andlega og líkamlega,“ segir Margrét. „Í yfir 95% tilfella er hægt að sjá mælan- legan jákvæðan árangur. Hér dvelur fólk allan sólarhring- inn og margir tala um hvað það skipti miklu máli að stíga út úr krefj andi amstri daglegs lífs inn í aðstæður þar sem þú hefur tæki- færi til að vinna markvisst með sjálfan þig í 4-6 vikur,“ segir Mar- grét. „Það hjálpar til dæmis fólki sem glímir við streitu gríðarlega að stíga út úr þeim aðstæðum sem komu því í kulnun. Fólk nær að hlaða batteríin og safna orku, sem er forsenda þess að hægt sé að tak- ast á við vandamálið. Það er mjög ánægjulegt að sjá einstaklinga ná betri tökum á sínum vanda og fara héðan með aukinn styrk út í lífið.“ Breyting á streituhópnum COVID hefur gjörbreytt hópnum sem glímir við streitu, fólk sem var í kulnun fékk hlé og aðrir lentu í vanda. Á Heilsustofnun fær þetta fólk að einblína á batann. Margrét Grímsdóttir segir að COVID-ástandið hafi valdið því að fólk sem áður hafði lífað í góðum takti byrjaði að lenda í vanda með streitu og fólk sem áður glímdi við streitu hafi fengið langþráð hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þegar læknir hefur metið sem svo að sjúklingur þurfi á sjúkraþjálfun að halda þá fær hann tíma hjá okkur. Við förum yfir sögu hans, fram- kvæmum skoðun og út frá því er metið hvers kyns þjálfun hentar viðkomandi best, að sögn Steinu Ólafsdóttur yfirsjúkraþjálfara hjá Heilsustofnun. „Sjúklingur fær netta yfir- heyrslu um allt milli himins og jarðar. Hvað hann hefur verið að bauka í gengum tíðina, hvernig hreyfingu hann hefur stundað, hvers konar meðferð hann hefur fengið, hvað hefur virkað og slíkt. Við beitum ýmsum aðferðum til að komast að hvaða vanda- mál hrjáir sjúklinginn. Oft eru spurningalistar lagðir fyrir fólk til að greina vandamálin betur og út frá því er meðferð ákvörðuð.“ útskýrir Steina. „Ef við álítum að við þurfum að gera einhver próf þá gerum við það, ef viðkomandi er eitthvað stirður þá mælum við hreyfiút- slag. Við mælum getu eins og til dæmis hversu oft viðkomandi getur staðið upp og sest niður eða hversu langt hann kemst á ákveðnum tíma sem eru dæmi um starfræn próf. Ef verkir eru aðalvandamálið þá biðjum við viðkomandi oft að teikna inn á sársaukamynd. Viðkomandi merkir þá inn á skema hvar verkir eru mestir og gefur þeim tölugildi. Þá vitum við hvar hann finnur mest til og meðferðin beinist að þeim stað.“ Steina segir að meðferð sé alltaf ákveðin í samráði við sjúklinginn. „Okkur finnst kannski eitt- hvert eitt vandamál vera stærra en annað, en ef sjúklingurinn er ósammála því og finnst eitthvað annað mikilvægara, þá er það málið sem við tökum fyrir. Ef sjúklingurinn er með í ferlinu þá gengur allt mun betur.“ Fjölbreytt meðferð Meðferðin sem er beitt getur verið fjölbreytt. Steina segir að hún geti verið fólgin í einhverju sem sjúkra- þjálfarar gera með höndunum eða með ýmiss konar tækjum. Eins eru sértækar æfingar mikið notaðar sem miðast við að bæta ástandið. „Við getum notað rafmagn, juðara, stuttbylgjur, laser og ýmis- legt annað til að draga úr verkjum. Einnig erum við með tækjasal og sundlaug þar sem við látum fólk gera æfingar. Við hittum fólk kannski tvisvar, þrisvar í viku eða jafnvel bara einu sinni í viku og svo fær það yfirleitt eitthvert hreyfiprógramm til að fara eftir þess á milli. Það geta verið ein- hverjar æfingar eða einfaldlega að fara út að labba. Við fylgjumst með árangrinum og breytum um aðferð ef okkur finnst við þurfa þess. Þetta er lifandi meðferð og í sífelldri þróun og endurskoðun,“ útskýrir Steina. „Þegar kemur að útskrift könnum við hvernig ástandið er og berum það saman við upp- hafið. Sjúklingurinn fær tillögu um hvernig skal halda áfram eftir útskrift, mjög gjarnan heima- æfingar, en stundum ráðleggjum við áframhaldandi sjúkraþjálfun á heimaslóðum. Við reynum að beina fólki í þann farveg sem það kann að meta, við rekum ekki fólk í laugina sem hatar sund, eða í ræktina ef það þolir hana ekki. Við reynum að finna einhvern grundvöll þar sem viðkomandi getur notið sín. Við erum auðvitað ekkert nema vegvísar hér. Slagorð staðarins er að bera ábyrgð á eigin heilsu þannig að við reynum að virkja fólk sem mest til sjálfshjálpar.“ Reynum að finna farveg þar sem fólk nýtur sín Sjúkraþjálfun á Heilsustofnun er einstaklingsmiðuð. Ástand sjúklings er metið við komu og aftur við lok dvalar og áætlun gerð um framhaldið. Meðferð er alltaf ákveðin í samráði við sjúklinginn. Steina Ólafs- dóttir, yfir- sjúkraþjálfari á Heilsustofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ólöf Waltersdóttir, deildar-stjóri læknadeildar Heilsu-stofnunar, hefur starfað þar í 30 ár, þekkir starfsemina mjög vel og hittir alla dvalargesti. „Þegar ég byrjaði voru eldri dvalargestir í meirihluta, en meðalaldur hefur lækkað veru- lega á síðustu árum,“ segir Ólöf. „Samhliða því hafa meðferðirnar breyst og okkar frábæra fagfólk er duglegt að sníða þær að þörfum einstaklinga. Á öldrunarlínu er boðið upp á endurhæfingu fyrir fólk sem er 70 ára og eldra, hvort sem það er til að byggja sig upp eða til að geta búið lengur heima,“ segir Ólöf. „Við erum mjög stolt af því að geta boðið líka upp á endurhæfingu fyrir fólk sem er ekki á vinnu- færum aldri og það er hagkvæmt fyrir samfélagið að eldri borgarar geti dvalið lengur heima. Það er stór hluti af bataferlinu að skipta um umhverfi fyrir svona endurhæfingu,“ segir Ólöf. „Það skiptir oft miklu að koma sér út úr krefjandi heimilisaðstæðum og dvalargestir tala mikið um fallegu náttúruna hérna. Mér finnst greinilegur munur á fólki fyrir og eftir meðferðina. Ég hitti fólk við innskrift og útskrift og sé mikinn bata. Það eru allir mjög ánægðir hérna og ná miklum árangri,“ segir Ólöf. „Það tala líka margir um hvað starfsfólkið hér er gott, eins og ein stór samheldin fjölskylda í notalegu umhverfi. Fólk nærist líka svo mikið félagslega, sem hefur einnig jákvæð áhrif á endurhæfinguna. Hér verða til mjög sterkir vina- hópar sem halda sambandi lengi eftir að dvölinni hér lýkur,“ segir Ólöf. Í lokin er hér falleg vísa frá dvalar- gesti: Hér er góður andi inni örvast blóð er hlýnar þel. Íslands þjóðin þarna finni þrek og móð er dugar vel. Höf.: K.Á. Greinilegur munur á fólki Ólöf Waltersdóttir, deildarstjóri læknadeildar, segir það mikilvægt að skipta um umhverfi fyrir endurhæfingu. Ólöf segir að það geti oft verið stór hluti af bataferlinu að skipta um umhverfi fyrir endurhæfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ætti að vera skylda fyrir alla Jón Rúnar Arilíusson fór í endur- hæfingu á Heilsustofnun og segir reynsluna ólýsanlega. „Það er ólýsanlegur bróður- kærleikur á þessum einstaka stað. Stjórnendur hafa náð ótrúlegum árangri í starfsmannahaldi. Þú kemur inn og allt starfsfólkið tekur mjög vel utan um þig í dvölinni,“ segir Jón. Það ætti að vera eins og her- skylda að fara þarna einu sinni á ári eftir fertugt. Þetta er hrað- hleðslustöð, andlega og líkam- lega,“ segir Jón. „Eftir tvær vikur var ég farinn að finna rosalegan líkamlegan mun á mér á allri þessari hreyfingu og mataræðinu enda er mikill metnaður lagður í fjölbreyttan og heilsusamlegan mat. Það var líka afskaplega gagn- legt að kynnast jóga og núvitund til þess að takast á við afleiðingar af streitu og miklu álagi, það eru stórmagnaðir hlutir og þú uppskerð ótrúlega mikið í dvöl á Heilsustofnun,“ segir Jón. „Þetta stokkaði spilin upp á nýtt og breytti öllu fyrir mig.“ Jón Rúnar fór í endurhæfingu á Heilsustofnun og segir að það ætti að vera skylda að fara þangað einu sinni á ári eftir fertugt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 HEILSUSTOFNUN NLFÍ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.