Fjölrit RALA - 15.04.1988, Page 8

Fjölrit RALA - 15.04.1988, Page 8
-2- Uppgræðsla á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Ingvi Þorsteinsson, Sigurður H. Magnússon og Kristjana Guðmundsdóttir. 1 Veðurfar 1987. Engar mælingar voru gerðar á veðurfari á rannsóknarsvæðunum sjálfum á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Verða því upplýsingar frá næstu verðurathugunarstöðvum, þ.e., Hveravöllum og Blönduósi, notaðar hér til upplýsinga um veðurfar heiðanna. Úrkoma fer að öðru jöfnu minnkandi eftir því sem norðar dregur frá Hveravöllum (Markús Á. Einarsson 1976), t.d. var úrkoman á Blönduósi sumarið 1987 aðeins 57% af úrkomu Hveravalla. Því má gera ráð fyrir, að úrkoma á heiðunum sé nokkuð minni en á Hveravöllum, en talsvert meiri en á Blönduósi, sérstaklega þegar þess er gætt, að næturþokur eru algengar á þessu svæði. 1. tafla. Meðalhiti og meðalúrkoma á Hveravöllum í júní-september 1971-1987 og á Blönduósi 1985-1987. Meðalhiti, °C Urkoma, mm Hveravellir Ár Júní Júlí Ágúst Sept. Júní- Sept. Júní Júlí Ágúst Sept. Júní- Sept. 1971- 1980 4,5 7,4 6,4 2,6 5,2 60,6 60,6 70,3 57,4 248,9 1981 4,6 6,1 6,9 2,0 4,9 49,7 33,5 110,9 34,4 226,5 1982 6,6 7,2 5,1 0,4 4,8 40,3 63,0 44,1 39,6 187,0 1983 3,6 5,6 5,2 1,8 4,0 68,4 93,9 103,3 15,3 280,9 1984 6,7 9,0 7,1 3,0 6,4 57,3 44,8 91,8 36,2 230,1 1985 5,6 6,1 5,7 1,6 4,8 63,2 59,9 63,6 37,4 244,1 1986 4,7 6,4 6,0 2,5 4,9 57,3 49,6 83,6 53,8 244,3 1987 6,0 7,5 7,3 2,6 5,9 10,9 62,7 29,9 73,0 176,5 Meðaltal 1971- 4,8 •1986 7,2 6,3 2,3 5,1 58,9 59,4 75,0 49,4 243,9 Blönduós Ár Júní Júlí Ágúst Sept. Júní- Júní JúK Ágúst Sept. Júní- 1985 7,7 8,5 8,0 4,2 Sept. 7,1 31,3 41,2 23,5 43,0 Sept. 139,0 1986 8,8 8,2 8,7 5,6 7,8 32,0 78,8 29,7 40,0 180,5 1987 8,5 10,2 9,4 5,9 8,5 4,4 57,1 22,3 16,6 100,4 í 1. töflu er sýndur meðalhiti og meðalúrkoma á Hveravöllum tímabilið júní- september 1971-1980, en þetta tímabil hefur verið notað til viðmiðunar í fyrri áfangaskýrslum. í töflunni eru sýnd meðalöl þessara mánaða hvert ár á tímabilinu 1981-1987, jafnframt eru sýnd meðaltöl áranna 1971-1986. í töflunni eru þar að auki sýnd meðaltöl fyrir Blönduós árin 1985-1987. Á 1. og 2. mynd er sýndur hiti og úrkoma á Hveravöllum dagana 1. júní - 19. september 1987.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.