Fjölrit RALA - 15.04.1988, Page 10

Fjölrit RALA - 15.04.1988, Page 10
-4- Meðalhiti á Hveravöllum tímabilið júní - september 1987 var 0,8 °C hærri en meðalhiti þessa tímabils á árunum 1971 - 1986. Munar þar mestu um júní og ágúst, sem voru rúmlega einni gráðu yfir meðaltali áranna 1971 - 1986. Úrkoma á Hveravöllum var langt undir meðallagi í júní og ágúst, miðað við meðaltal áranna 1971 - 1986, en var aftur á móti nálægt meðallagi í júlí. í september var úrkoman nokkuð yfir meðallagi. ✓ A tímabilinu júní - ágúst voru sólskinsstundir á Hveravöllum 534, og er það 64 stundum meira en meðaltal áranna 1971 - 1980 (Trausti Jónsson persónulegar upplýsingar). Júní og ágúst voru talsvert yfir meðallagi hvað varðar fjölda sólskinsstunda, en júlí var aftur á móti undir meðallagi. Þegar á heildina er litið má telja, að sumarið 1987 hafi verið óvenju þurrt, sólríkt og hlýtt. 2 Uppgræðslusvæðin. Til þess að forðast misskilning skal tekið fram, að með hugtakinu uppgræðslusvæði er hér átt við þau stóru svæði, sem hafa verið grædd upp síðan 1981. Með áburðartilraunum er átt við tilraunir á afmörkuðum spildum, sem voru hafnar innan uppgræðslusvæðanna 1985. Um þær er fjallað síðar í þessari skýrslu. 2.1 Yfirlit yfir uppgræðslusvæðin. Frá því að uppgræðsla hófst á heiðunum fyrir sjö árum eru uppgræðslusvæðin orðin svo mörg, að rétt þykir að gefa yfirlit yfir þau. Þetta er gert með korti (3. mynd) og í 2. töflu, þar sem er sýnd staðsetning svæðanna, númer, hæð þeirra yfir sjávarmáli, upphafsár uppgræðslunnar og heildarstærð hvers svæðis. I 3. töflu er sýnt árlegt áburðarmagn á hektara, tegundir áburðar, sem notaðar hafa verið og á hvem hátt fræi og áburði hefur verið dreift. Heildarflatarmál uppgræðslusvæðanna er nú talið vera um 1250 hektarar, en sú tala er ekki byggð á mælingum. Um 830 hektarar em á Auðkúluheiði, en um 420 hektarar á Eyvindarstaðaheiði. Uppgræðslusvæðin hafa að langmestu leyti verið opin fyrir beit frá upphafi, nema um 182 hektara afgirt svæði á Lurk á Auðkúluheiði auk fjögurra minni girðinga, sem settar vom upp á heiðunum vegna rannsókna á áhrifum friðunar og mismunandi áburðargjafar. Uppgræðslusvæðin eru flest í um það bil 500 m hæð, nema svæðið á Gíslaskálabungu, sem er í rúmlega 400 m hæð og svæðin við Seyðisá og Helgufell, sem em að jafnaði í um 600 m hæð. Uppgræðslusvæðin eru þannig flest við og ofan efri marka samfelldrar gróðurhulu þessara heiða, en þau mörk hafa verið að færast neðar vegna gróðureyðingar.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.